Ágætt og fræðandi viðtal við bankastjórana þrjá

Kastljósi var að ljúka. Það kom margt ágætt og jákvætt fram í viðtalinu við Birnu, Finn og Ásmund. Satt best að segja er ég orðinn hundleiður á þeirri svartsýnu og neikvæðu umræðu sem verið hefur í þjóðfélaginu og öllum fjölmiðlum undanfarið. Með því að segja þetta er ég engan veginn að gera lítið úr erfiðleikum margra einstaklinga og fjölskyldna. Undanfarið hefur talsvert verið leitt fram af fólki sem á í miklum fjárhagslegum erfiðleikum. Hjá bankastjórunum kom fram og hjá Jóhönnu forsætisráðherra í fréttunum að samstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur gert fjölmörgum kleift að komast út úr erfiðleikunum en það kom einnig fram hjá þremenningunum að það eru ótrúlega margir sem ekki láta reyna á hvað hægt er að gera. Það má víst ekki nefna það en ég geri það samt sem áður; þeir voru of margir sem tóku þátt í dansinum um gullkálfinn í góðærinu og hefðu jafnvel ekki komist frá því með heilt skinn þó hrunið mikla hefði ekki á dunið. Það er t. d. ótrúlegt fyrirhyggjuleysi að kaupa sér hús eða íbúð án þess að eiga krónu og fá allt að láni 100%. Það hafa fyrr verið erfiðleikar á Íslandi og á minni löngu ævi hef ég séð margt og reynt margt. Ég hef heyrt hamar fógetans skella mínu stofuborði í húsinu sem  við hjónin byggðum yfir okkur og börnin okkar fimm. Þetta var fyrir meira en þremur áratugum þegar verðbólgan fór í  70% á ársgrundvelli. En við gáfumst ekki upp og börðumst í von um að betri tíð væri í vændum og sú tíð kom með þjóðarsáttarstjórn Steingríms Hermannssonar sem kvað niður verðbólgudrauginn í samvinnu við atvinnurekendur og verkalýðsfélög með Sjálfstæðisflokkinn vælandi í stjórnarandstöðu, þann stjórnmálflokk sem hefur verið óþarfastur af öllum fyrir land og þjóð. En við hjónakornin neituðum að fara í hóp hinna gjaldþrota og með mikilli og góðri hjálp komumst við yfir erfiðleikana. Í mörg ár voru skuldir okkar langt yfir eignum en því dæmi tókst að snúa við. Við sameinuðum skuldir okkar hjá Glitni (nú Íslandsbanka) helmingurinn verðtryggðar krónur, helmingurinn myntkörfulán. Þetta hefur heldur betur vaxið eins og púki á fjósbita við bankahrunið en eitt stóð bjargfast fyrir okkur; í skilum skyldum við vera, sú hugmynd að hætta að borga af lánum, jafnvel þó það sé hægt, er svo arfavitlaus að engu tali tekur. Það var dapurlegt að horfa á og heyra ábyrga menn koma fram í Kastljósi í gær og mæla með þessari leið. Ég vona að fólk hlusti frekar á okkar ágæta viðskiptaráðgherra Gylfa Magnússon. Já, afborgunin af láninu í Íslandsbanka var orðin æði þung 1. febr. sl. en nú hefur bankinn komið til móts við okkur og skuldbreytt, fært afborgunina til þess sem hún var 1. maí 2008. Hvað þýðir það? Það þýðir að að afborgunin nú 1. maí er 18% lægri en hún var 1. febr.

Ég tek undir það með gamla Moskvukommanum Guðmundi Ólafssyni hagfræðingi í Silfri Egils að  "syndafallið" gefur þessari þjóð, ekki síst þeim sem yngri eru, mikla  möguleika í framtíðinni. Gamla Moskvukommanum er næstum fyriregefið að mæla með því að við tækjum upp dollar (nei ég held ég taki fyrirgefninguna til baka).  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband