Nýja ríkisstjórnin stendur frammi fyir hrikalegum vandamálum

Aldrei hefur nokkur ríkisstjórn á íslandi tekið við jafn hrikalegu búi og ríkisstjórnin sem tók við í gær. Það er full ástæða til að fagna því að í fyrsta skipti hefur komist til valda ríkisstjórn sem byggir á norrænum gildum jafnaðarmanna. Ráðherralisti stjórnarinnar er traustvekjandi. Það er rétt ráðið að þeir tveir ráðherrar sem eru utan þings, þau Ragna og Gylfi og sátu í 99 dag ríkisstjórninni, sitji áfram. Störf Rögnu hafa verið meira í skugga en ég vona af heilum hug að hún taki til hendi nú strax og rösklega að þvo þann smánarblett af stjórnvöldum og þjóðinni allri; hvernig við höfum tekið við hrjáðum flóttamönnum, það má telja á fingrum annarrar handar þá einstaklinga sem við höfum rétt hjálparhönd, viðbrögðin gagnvart flóttamönnum hafi nær alltaf verið þau að hrekja þá úr landi. Þetta verður Ragna að taka föstum tökum. Það er mikill fengur að Gylfi verði ráðherra efnahagsmála, hann er yfirvegaður og hefur mikla þekkingu á sínu sviði. Vonandi á Svandís farsælan feril sem Umhverfisráðherra framundan, hún hefur vítin að varast ef hún lítur á störf fyrirrennara sinna Þórunnar og Kolbrúnar. Fyrir Kópavogsbúa til margra áratuga er það sérstakt fagnaðarefni að "Kata stelpan úr Kópavogi" sé orðinn ráðherra, tekur hvorki meira né minna við einu af umdeildustu ráðherraembættunum, verður Iðnaðarráðherra. Og svo er það "Árni Páll strákurinn úr Kópavogi" sem tekur við einu viðkvæmasta málaflokknum, félagsmálunum. Ég tel að það hafi verið rétt að fjölga í ráðherrastöðunum við þessar aðstæður sem nú eru, að sjálfsögðu hefði það ekki verið neitt vit að Steingrímur hefði verið með sjávarútveg og landbúnað á sínum herðum ofan á fjármálaráðuneytið svo dæmi sé tekið. En Jóhanna forsætisráðherra er verkstjórinn og tæpast væri hægt að finna hæfari einstakling til að sinna því risavaxna verkefni en hana.

En svo kemur stóra spurningin; hvernig mun stjórnarandstaðan starfa á Alþingi?

Það eru vissulega slæm teikn á lofti um hvernig Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, þessir tveir flokkar sem eiga nær alfarið sök á óförum lands og þjóðar ásamt fjárglæframönnum sem fengu að leika sér að fjöreggjum þjóðarinnar í boði þessara tveggja flokka, ætla að starfa í stjórnaraðstöðu. Hjá báðum foringjunum, Bjarna Ben. og Sigmundi Davíð, er þegar farið að glitta í skóflublöðin. Ætla þeir virkilega að grafa sig niður í gamaldags skotgrafir? Framganga Sjálfstæðismanna á Alþingi fyrir kosningar er svo sannarlega ekki góð vísbending um hvað í vændum er. En við skulum vona það besta. Þessir foringjar stjórnarandstöðunnar ættu að gera sér grein fyrir því að þjóðin mun fylgjast með þeirra störfum ekki síður en með störfum ríkisstjórnarinnar. Mér sýnist að hinir fáu þingmenn Borgarahreyfingarinnar ætli að vinna málefnalega, vonandi vinnur öll stjórnarandstaðan þannig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband