Frá árinu 2002 hefur verið kólnun á jörðinni, ekki hlýnun

Hér kemur línurit sem sýnir þróun hitastigs á jörðinni frá árinu 2001.

 L�nurit um �r�un hitastigs

Dökka línan sýnir mælingar úr gervitungli, sú rauða mælingar á jörðu.

Þetta sýnir "Global cooling" en ekki "Global warming". Það er hinsvegar staðreynd að koltvísýringur CO2 hefur aukist í andrúmslofti á sama tíma. Af hverju hefur þá ekki verið stöðug hlýnun á jörðinni ef þetta gas er sá orsakavaldur sem "alarmistar" (dómsdagsspámenn) halda fram?

Af hverju stafaði sú mikla hlýnun sem var á miðöldum þegar miklu minna var af CO2 í andrúmslofti? Af hverju stafaði "Litla ísöld" á milli áranna 1600 - 1700?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Sigurður þú getur ekki tekið hitastig fyrir síðustu 7 árin til þess að ákvarða hvort það sé að hitna eða kólna á jörðinni. Þetta graf er algerlega úr samhengi líttu á stóru myndina það hefur verið greinileg hitnun síðastliðna öld.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 15:11

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Það var alls ekki samfelld hitnun á síðustu öld, það var engin bein lína til sem sýndi það. Ertu að segja að það hafi verið hlýnun sl. 7 ár hvað sem mælingum líður?

Sigurður Grétar Guðmundsson, 25.5.2009 kl. 17:26

4 identicon

Sigurður ég sé vel línuritið þitt og það gefur til kynna örlitla kólnun síðastliðin 7 ár. Hvað sem því líður þá hefur verið samfelld hitnun síðastliðna öld þar leikur enginn vafi. Gott væri fyrir þig að kíkja á Veðurstofu Íslands og skoða þetta betur.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 19:02

5 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Það var alls ekki samfelld hlýnun á 20 öld. Ef ég man rétt (þarf að taka fram línurit, mun finna það), kólnun fyrsta áratuginn, þá var hitnun fram til 1940, kólnun frá 1940 - 1977, síðan hlýnun til 2002, síðan kólnun. Er hægt að kalla þetta samfellda hlýnun? Nú er sólin búin að vera í dvala í 2 ár, samskonar dvala og 1810 - 1812 sem Napoleon fékk heldur betur að finna fyrir á sléttum Rússlands. Hefur þú kynnt þér lífshlaup eins mesta vísindamanns í loftslagsmálum sem uppi hefur verið (sem var þó að mestu sjálfmenntaður) og hvernig hann sagði alltaf með mikilli nákvæmni fyrir hvað væri framundan í loftslagsmálum og þar með veðurfari? Þetta var Dr. Theodor Landscheidt f. 1927, d. 2004. Síðasta fyrisögn hans var að við værum hægt og sígandi að far inn í "litla ísöld" og fyrstu einkennin eru að það hefur farið kólnandi sl. 7 ár. "Litla ísöldin" kemur eftir 2030, sú næsta þar á efir 2200.

 

Sigurður Grétar Guðmundsson, 25.5.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband