Góðir gestir í Þorlákshöfn og hvað gerist ef Alþingi fellir samninginn um Icesave?

Þau Björgvin G. Sigurðsson og Valgerður Bjarnadóttir alþingismenn komu í heimsókn til Þorlákshafnar sl. fimmtudag. Því miður voru allt of fáir mættir til að fagna góðum gestum en eigi að síður var þetta upplýsandi fundur um ástandið í þjóðmálunum. Að sjálfsögðu var rætt um Icesave samninginn sem vissulega liggur eins og mara á þjóðinni. Ég hef ætíð bent á þegar rætt er um þetta skelfilega mál að það er lítil yfirvegun í því að segja að það eigi einfaldlega að fella samninginn á Alþingi að þá verði hver og einn að reyna að gera sér grein fyrir hvað þá taki við. Ég er handviss um það að hugleiðingar um annan og betri samning er hreinlega bull, ef við fellum þennan samning erum við endanlega komin í skammarkrók þjóðanna, svo hrikalegt er málið. Ég spurði þingmennina um hvort eitthvað ákvæði væri í samningnum um hámarksgreiðslur okkar ef svo illa færi að eignir Landsbankans reyndust  minna virði en áætlað er t. d. eitthvað viðmið við landsframleiðslu, það gæti tæplega verið nokkur akkur í því fyrir Evrópuþjóðir að við yrðum rúin inn að skinni og yrðum beiningafólk næstu öldina. Valgerður Bjarnadóttir svaraði þessu, engin ákvæði eru um viðmið þjóðarframleiðslu en það er ákvæði í samningum að ef ljóst verður þegar greiðslur á Icesave skuldbindingunum hefjast eftir 7 ár  að forsendur hafa þróast okkur í óhag að það er hægt að taka samninginn til endurskoðunar.

Það fer að styttast í það að samningurinn verði lagður fyrir Alþingi og það er augljóst að Framsóknarflokkur og Borgarahreyfing ætla að taka fullkomlega óábyrga afstöðu.Fátt kemur mér á óvart héðan í frá hvað kemur úr herbúðum Framsóknarmanna, hinn nýi formaður virðist gjörsamlega heillum horfinn og honum fylgja tryggilega nokkrir nýir þingmenn sérstaklega hefur Vigdís Hauksdóttir valið sér það hlutskipt að senda pólitískum andstæðingum skammir og svívirðingar. Þau skötuhjúin ættu að muna hver ábyrgð Framsóknarflokksins er á þeim hörmungum sem yfir þjóðina hafa gengið en þau virðast heldur vilja leika sér algjörlega óábyrgt með vinnubrögðum sem voru góð og gild á Hriflutímanum. Borgarahreyfingin varð til í pottaglamrinu á Austurvelli og enn sannast það að það er auðvelt að vera hávær mótmælandi en erfiðara að vera ábyrgur trúnaðarmaður, kjörinn að sinni þjóð. Það er með ólíkindum að annað eins bull komi frá þingmanni eins og  hagfræðingnum Þór Sari sem lysti því yfir að allar tillögur frá ríkisstjórninni væru della og vitleysa, þar væri byrjað á öfugum enda. Það hefði átt að láta allt bíða en einbeita sér að því að innheimta eða endurheimta það þá fjármuni sem útrásarvíkingarnir hefðu komið undan. Veit hagfræðingurinn og alþingismaðurinn Þór Sari ekki að slíkt getur tekið mörg ár? Veit hann ekki að sú vinna er hafin að rekja slóðir fjárglæframannanna, átti á láta allt reka á reiðanum í efnahagsmaálum á meðan? Birgitta Jónsdóttir þingkona Borgarahreyfingarinnar hefur endurvarpað skoðanir ÞS og segist ekkert vita hvaða afstöðu hún taki til Icesave samningsins. Og hvar er Þráinn Bertelsson, maðurinn sem taldi sig geta bjargað öllu fyrir kosningar en er týndur og tröllum gefinn eftir að hann fékk umboð þjóðarinnar til að ganga í björgunarflokkinn og fara í rústabjörgun?

Það er skelfilegt ábyrgðarleysi ef Alþingi fellir Icesave samninginn en miðað við þær skoðanir sem ýmsir hafa viðrað getur svo farið. Bjarni Benediktsson hinn nýi formaður  Sjálfstæðisflokksins hefur lýst því yfir að mjög ólíklegt sé að flokkur hans styðji það á þingi að Icesave samningurinn taki gildi. Enn þá uggvænlegra er að það er vafasamt að sumir þingmenn Vinstri grænna styðji málið. 

Icesave málið er skelfilegt mál fyrir land og þjóð. En við eigum ekki annan kost betri en gangast undir okið og samþykkja samninginn. Ég segi enn og aftur: Ef við gerum það ekki þá erum við komin í skammarkrók þjóðanna og verðum næstu áratugi að súpa seyðið af því, lifa sjálfsþurftarbúskap á landi hér, það er að segja þeir sem ekki koma sér burtu. 

Þetta er skelfileg spá en er hún óraunsæ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband