9.7.2009 | 13:57
Vofa Don Kíkóti (Don Quixote) gengur laus á G-8 fundi
Þá hafa valdamenn átta stærstu og mestu iðnríkja heims gert samþykkt sem mun síðar meir verða að athlægi og verður framvegis þekkt dæmi um heimsku og hroka, samþykkt sem nálgast að vera álíka og gjörð Kaþólsku kirkjunnar fyrr á öldum þegar hún samþykkti af miklum þunga að jörðin væri flöt og Galileo mátti þakka fyrir að ganga út frá réttarhöldum með höfuðið á búknum, sökin var að halda því fram að jörðin væri hnöttótt.
Samþykkt karlanna sjö og Angelu var hvorki meira né minna en þessi:
Hiti á hnetti okkar skal ekki hækka um meira en 2°C fram til ársins 2050!!!
Mannskepnan er vissulega orðin ráðvillt en einnig hefur hún greinilega ofmetnast, telur sig nú hafa náð svo langt að hún geti ráðið lofslagi og hitastigi heimsins. Sem betur fer er langt frá því að svo sé, maðurinn hefur engin teljandi áhrif á hitastig jarðar. Það hefur aldrei verið sannað að CO2 koltvísýringur í andrúmslofti sé að hækka hita á jörðinni. Hins vegar er CO2 ein af þeim gastegundum sem halda hita á jörðinni, án þeirrar virkni væri meðalhiti á jörðinni ekki plús 15°C heldur mínus 18°C, jörðin væri óbyggileg. Þessu "markmiði" G-áttmenninganna skal ná með því að stöðva sem mest kolefnisbruna og til þess á að verja óheyrilegum fjárhæðum. Þetta á að gera á sama tíma og börn og fullorðnir deyja úr sulti, malaríu og öðrum sjúkdómum, á meðan stór hluti mannkyns fær ekki ómengað drykkjarvatn og fátækt eykst og milljónir manna eru á flótta vegna styrjalda.
Eru engin takmörk fyrir heimsku mannanna?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Umhverfismál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sérðu ekki misræmið í þessum tveimur setningum hjá þér. Í fyrri setningunni ertu að segja óbeint að CO2 hækki ekki hita á jörðinni og í þeirri næstu segirðu að CO2 hækki hita á jörðinni.
Loftslag.is, 22.7.2009 kl. 12:02
Nei, ég sé alls ekki misræmi í því sem ég segi hér að framan. Hnattrænt er engin hlýnun í gangi frá aldamótum en CO2 í andrúmslofti hefur enn aukist enda er aukning CO2 afleiðing af þeirri hlýnun sem varð á síðustu öld, það var t. d. hlýnun frá 1977, sú hlýnun náði hámarki 1998.
Hinsvegar er það ótvírætt að gróðurhúsahjálmurinn, og þar er CO2 örlítill þáttur, er það náttúrufyrirbrigði sem HELDUR hita á jörðinni og gerir hana þar með byggilega. Það þarf ekki að þýða að CO2 séu að HÆKKA hita á jörðinni.
Mér finnst alltaf dapurlegt þegar rökræða snýst upp í útúrsnúninga eins og hjá þér Sápubox hér að framan.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 22.7.2009 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.