27.7.2009 | 22:25
Sjónvarpið er að verð vonlaus fjölmiðill
Eru þeir sem ráða dagskrá Sjónvarpsins gengnir af göflunum? Ég lagði það á mig í kvöld að horfa á langan þátt um Elísabetu Bretadrottningu dragnast með Pusa mann sinn í heimsókn til Bush og Láru meðan þau bjuggu enn í Hvíta húsinu (en sem betur fer eru þau farin þaðan), Ekki nóg með það að sýndur hafi verið langur þrautleiðinlegur þáttur um breska drottningarslektið heldur stendur það svar á hvítu í dagskrárdálki Morgunblaðsins að það eigi eftir
að koma fimm þættir í viðbót næstu fimm mánudaga!!!
Hverjir hafa ánægju af slíkum þáttum? það væri fróðlegt að þeir gefi sig fram því ég hygg að það verði ekki langur listi.
Í gærkvöldi var að sjálfsögðu bíómynd sunnudagskvöldsins. Þar var tilkynntur til leiks einn af mínum uppáhaldsleikurum, Jeremy Irons. En þrátt fyrir að honum brigði fyrir gafst ég upp enda engin leið að botna hið minnsta í framvindunni. Sjónvarpið hefur haft það fyrir reglu að sýna furðulegar eða sorglegar myndir á sunnudagskvöldum. Margir eru haldnir verkkvíða fyrir komandi vinnuviku, væri ekki rétt að hressa fólk við á sunnudagskvöldum með hressilegum og skemmtilegum myndum.
En það væri ekki réttlátt að minnast ekki á einstaka góða þætti. Þættirnir um sólkerfi okkar og sérdeilis um jörðina eru stuttir, hnitmiðaðir og fróðlegir.
En aftur í það neikvæða. Hverjir hafa áhuga á Dönum sem elta uppi aðra Dani víðsvegar um veröldina og láta líta út sem þeir komi á óvart með sjaldséðan ættingja. Dapurleg amerísk fyrirmynd.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kvikmyndir, Sjónvarp | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll og blessaður
Ég veltist um af hlátri þegar ég las lýsingar þínar á þessum þætti um breska kóngafólkið. Ég er nú mikil áhugakona um konungsættir í Evrópu ,hef reyndar meiri áhuga á þeim sem eru löngu komnir yfir móðuna miklu en þrátt fyrir minn mikla áhuga þá nennti ég ómögulega að kíkja á þetta. Dáist samt að þér að hafa þraukað.
Ég reikna með að við getum bæði haft lausa stund eftir fréttir næstu 5 mánudagskvöld.
Bestu kveðjur.
Ásta B (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 22:58
Oftast hefur ríkissjónvarpið birt áhugaverða fræðsluþætti á mánudagskvöldum, þetta er vissulega sorgleg þróun.
Loftslag.is, 28.7.2009 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.