Víti til varnaðar

Það er víst til lítils að vera að "nöldra" um tvöföldun Suðurlandsvegar. Ég hef í ræðu og riti bent Kristjáni Möller samgönguráðherra á þau gönuhlaup sem hafa verið stöðug í ákvarðanatöku um endurbætur á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss. Kristján, Björgvin Sigurðsson og Árni Matt. voru ótrúlega samstíga í því að henda allri skynsemi og ráðdeild sem lengst í burtu  þegar teknar voru ákvarðanir um endurbætur Suðurlandsvegar

sem allir eru sammála um að er forgangsmál í samgöngumálum á Íslandi.

En þetta var ákveðið:

1. Elta gamla vegastæðið hvað sem það kostaði.

2. Ekki mátti minnast á þá gömlu skynsamlegu hugmynd að leggja veginn um Þrengsli, yfir Ölfusið með brú yfir Ölfusá fyrir sunnan Selfoss.

3. Þrátt fyrir að færustu erlendir sérfræðingar og einnig íslenskir teldu að mörgu leyti 2+1 veg betri endurbót og öruggari en 2+2, var haldið fast við 2+2, "nógir eru andskotans peningarnir sagði kallinn forðum".

4. 2+2 skyldi það vera þó Haraldur Sigþórsson verkfræðingur hjá Línuhönnun sýndi fram á að 2+2 kostar þrefalt meira en sá góði kostur 2+1.

5. Þrátt fyrir að ég hafi reynt að benda á þá staðreynd hverskonar óráðsía það er að leggja 2+2 yfir Hellisheiði því það munu örugglega koma göng undir heiðina síðar, þá fékk það engan hljómgrunn. Á sama tíma hamrar bormeistari Ísland, Kristján Möller, á að göng undir Vaðlaheiði séu forgangsmál. Víkurskarð er þó mun lægri og auðveldari vegur en Hellisheiði syðra.

En vitleysan og gönuhlaupin verða að hafa sinn gang. Það er eins og sumir hafi ekkert lært af "Hruninu mikla".

En eitt er víst, svona á ekki að taka ákvarðanir og það á ekki að henda peningum í vitleysu, vonandi verður þessi ferill víti til varnaðar öllum sem þurfa að taka tæknilegar ákvarðanir og sýsla með opinbert fé, sameign okkar allra.

(Tilefnið þessa pistils er að ég setti athugasemd inn hjá Morten Lange, en taldi svo ekki úr vegi að þetta kæmi inn á mitt blogg)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Ágætur pistill hjá þér Sigurður Grétar.

Ég vill koma einu að í þessu samhengi.  Víða um land eru samgöngur ekki nálægt því að vera í takt við tímann.  Þannig má nefna að á dögunum var haldið upp á 50 ára afmæli Dynjandisheiðarinnar og í sumar verður Hrafnseyrarheiðin 60 ára.  Þessir vegir eru enn orginal.  Niðurgrafnir moldarvegir.

Samt sem áður eiga þessir vegir að vera tenging milli norður- og suðursvæða Vestfjarða, en gera það með herkjum 240 daga á ári en eru annars lokaðir.  Það að ófært sé á milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar þessa leið lengir leiðina úr 174 km í ca. 640km.  Sé lenging samsvarar því að í stað þess að ska milli Reykjavíkur og Selfoss um Hellisheiði, þurfi að aka um Kjöl, Blönduós, Holtavörðuheiði og Hvalfjarðargöng. 

Þess vegna spyr ég, hvað er grunnþjónusta?

Sigurður Jón Hreinsson, 4.8.2009 kl. 17:30

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Enn gefurðu það í skin Sigurður Grétar að þú vilt öruggann veg að Þorlákshöfn og búið.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.8.2009 kl. 13:34

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Vegur sem liggur um Þrengsli, niður úr Þrengslum mun norðar en núverandi vegur liggur eins og ætlað var forðum, þvert yfir Ölfusið og síðan á brú fyrir SUNNAN Selfoss og tengist núverandi Suðurlandsvegi við Gaulverjabæjarveg liggur ekki um Þorlákshöfn. Högni, það er kominn tími til að þú lærir landafræði Suðurlandsins. Með því að nota fjármunina í 2+1 veg í staðinn fyrir 2+2 gætum við lagt nýjan veg ekki aðeins frá Reykjavík til Selfoss heldur alla leið til Hvolsvallar, jafnvel lengra. Væri það ekki jákvætt fyrir þig að fá öruggan veg alla leið að Landvegamótum?  Ég hef átt orðastað við þig áður og gafst upp á því vegna þess að þú tamdir þér útúrsnúninga og skítkast og enn ertu við sama heygarðshornið, athugasemd þín að framan er ekkert annað en útúrsnúningar. Ég hef engan áhuga á að rökræða við menn sem ekki geta rökrætt.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 8.8.2009 kl. 10:33

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Grétar minn það eina sem þú hefur látið frá þér fara varðandi Suðurlandsveg stjórnast af eiginhagsmunum þú hefur látið frá þér að 2+2 væri lagi að Þrengslavegamótum en 2+1 ætti svo að vera eftir það og núna talarðu um Forirnar sem vegastæði það útilokað að leggja veg um þær nema með ærnum kostnaði mun mikklu dýrara væri að fara með einfaldann reiðveg um þær en 2+2 frá Reykjavík til Selfoss og vegurinn um Þrengsli og Eyraveg um Óseyrarbrú er mun lengri en núverandi Þjóðvegur 1 á milli Reykjavík og Selfoss.

Jú það er rétt að núna 2009 ætti vegagerðin að vera að undirbúa 2+2 frá Selfossi að Hvolsvelli, en það er nú eins og það er með Vegagerð Ríkisins.

Ég hef séð það Sigurður að þú stendur yfirleytt ekkert í rökræðum nema við og með jákórum.

Enn allavega þá getum við fagnað því að það er búið að samþykka þessa gíðarlega mikklu samgöngu og öryggisbót sem 2+2 vegur verður Frá Reykjavík að Selfossi og nú þurfum við að snúa saman bökum og þrýsta á að þeir fari að byrja.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.8.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 114094

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband