6.8.2009 | 10:09
Hvernig eru hinir útvöldu bloggarar valdir?
Ég er búinn að vera samferða Morgunblaðinu æði lengi; sem áskrifandi, sem pistlahöfundur og nú bloggari um nokkurt skeið. Bloggið er vissulega merkilegt fyrirbæri þó ég hafi ekki séð jafn mikið bull í nokkrum fjölmiðli sem blogginu. En á milli eru ýmsar góðar ábendingar og sumir stunda yfirveguð og nokkuð innihaldsrík skrif.
En þegar slegið er á <blog.is> þá birtist fyrst aðgangur að einhverjum 8 útvöldum sem þá auðvitað verða þeir sem mest eru heimsóttir, þar fyrir neðan ýmsir sem hægt er að velja á mismunandi hátt.
En það sem vekur athygli mína er að þessir 8 útvöldu eru svo sannarlega útvaldir því líklega er þetta ekki nema 20 - 30 manna hópur sem nýtur þeirrar náðar að komast inn í þessa "elítu". Þess vegna koma þarna fyrir aftur og aftur sömu andlitin (eða merkin) og það sem er merkilegra; flestir sem þangað upp komast eru neikvæðir nöldrarar, svo virðist sem jákvæðni og bjartsýni eigi ekki upp á pallborðið þegar í "elítuna" er valið.
Nú kann einhver að spyrja; hefur þú sem þessar línur ritar aldrei komist í "elítuna" og svo er ertu þá ekki bar öfundsjúkur? Ég hef aldrei þangað upp komist, sé örstutt í smettið á mér stundum þegar ég skrifa pistil undir <nýtt blog> en er venjulega horfinn að kveldi eða morgni.
En eftir stendur spurningin: Hver velur og hvernig er "elíta þeirra átta valin"?
Líklega fæ ég aldrei svar við því.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Spaugilegt | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sigurður Gr´tar.
Ja, nú veit ég ekki ,hvernig valið fer fram. Ég lít stundum á heimsóknarlistann og sé að ég er oft í listanum yfir 50 vinsælustu bloggarar. Meira að segja komist nokkru sinnum í 3 sæti og er oft í hópnum 10 vinsælustu.
OG ég hef aldrei verið í"Umræðunni ".
Enda er ég EKKI að velta því fyrir mér.
Meira er um vert að einhver líti á skrifin mans.
Gangi þér vel inn í "Umræðuna ".
Kveðja.
Kveðja
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 10:26
Ég sá þessar reglur einhvers staðar um daginn. Þar var nefnt: Lengd pistla, hversu oft er skrifað, málefnaleg efnistök, málfar og framsetning og eflaust eitthvað fleira sem ég ekki man.
Tekið var fram að skoðanir bloggara í einstökum málum skiptu ekki máli. Mér skilst að hægt sé að fá þetta hjá umsjónarmönnum bloggsins, svo þú átt að geta fengið svar.
Haraldur Hansson, 6.8.2009 kl. 10:57
já það er von þú spyrjir. Hef ekki svarið en sýnist það ekki fara mikið eftir lestri.
Ævar Rafn Kjartansson, 6.8.2009 kl. 14:50
Viljið þið meina að það sé einhver "elíta "að velur inn í þetta?
Að þaðsé ekki tölva sem raðar þessu "Auto-matiskt"?
Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.