Það hvarflar ekki að mér að Ólafur Ragnar muni synja því að staðfesta samþykkt Alþingis um Icesave

Það hefur verið lítil freisting að setjast við tölvuna til að blogga um hásumarið. Garðurinn býður upp á skemmtilega útiveru og vinabæjarmótið sem við 20 Ölfusingar sóttum í Skærbæk í Danmörku fyrstu vikuna í júlí var bráðskemmtilegt og vel skipulagt og stjórnað af Dönum.

En nú er Icesave máið að mestu komið í höfn, það er við hafnarkjaftinn, það á aðeins eftir að leggjast að bryggju og fá landfestar frá forseta vorum Ólafi Ragnari.

Menn hafa verið að gera því skóna, og sumir að krefjast þess, að Ólafur Ragnar synji því að samþykkja þessa afdrifaríku lagasetningu Alþingis. Margir líkja þessu við synjun forsetans á alræmdu frumvarpi Davíðs og Halldórs, hið svokallað fjölmiðjafrumvarp. Slík samlíking er algjörlega út í hött, raunar var fjölmiðlafrumvarpið ekki nema stormur í vatnsglasi miðar við stórviðri og brimskafla Icesave málsins. Ég veit að Ólafur Rafnar forseti er það raunsær maður að hann mun ekki setja þjóðlífið á annan endann með synjun.

En eitt er víst; þeir sem komu okkur Ísendingum í þetta skelfilega Icesave mál eru líklega einhverjir mestu óhappamenn sem finnast á landi hér og það má alveg fara allt aftur í landnám til samanburðar!

Það hefur verið bent á Gamla sáttmála til samanburðar en í raun var hann að sumu leyti ill nauðsyn, landið var að einangrast, loftslag breyttist til hins verra, lífkjör versnuðu, skipum fækkaði. En nóg um Gamla sáttmál.

En gerði ríkisstjórnin mikil mistök í Icesave málinu? Ekki er nokkur vafi á því í mínum huga að við bárum ábyrgð á Icesave reikningum Landsbankans sem óheillakrákan Sigurjón Árnason fyrrum bankastjóri LÍ segir að okkar ábyrgð hafi aldrei verið til. Sigurjón Árnason og hans samverkamenn ættu að skammast sín og láta sem minnst fyrir sér fara. En hvað um ríkistjórnina? Ég var yfir mig undrandi þegar Steingrímur fjármálráðherra skipaði gamlan flokksbróður sinn Svavar Gestsson sendiherra sem formann samninganefndarinnar, það var með eindæmum óheppilegt. Ég tel að samninganefndin um Icesave hafi ekki verið skipuð þeim hæfustu sem finnanlegir voru innanlands og það átti tvímælalaust að fá einnig hæfustu menn í útlöndum til að taka beinan þátt í samningaviðræðum.

En hvað um þátt Alþingis? Þar kemur furðuleg afstaða margra til Alþingis í ljós. Almenningur er orðinn svo vanur að ríkisstjórnin og framkvæmdavaldið í heild valti yfir Alþingi að fjölmargir halda að eitthvað sé bogið við það að Alþingi taki málið í sínar hendur og vinni það án þess að láta ríkisstjórnina segja sér fyrir verkum frá degi til dag.

Þar var Guðbjartur Hannesson form. fjárlaganefndar tvímælalaust fremstur með jafningja og vegur Alþingis hefur tvímælalaust vaxið af þessari glímu.

En svo reyndu sumir að fiska í gruggugu vatni og þar fór Sigmundur Davíð formaður Framsóknarflokksins fremstur. Ég hafði trú á þessum manni fyrst þegar hann kom inn í pólitíkina en sú trú er löngu gufuð upp. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn undarlegur söfnuður sem virðist ekkert vita hvert á að stefna. Öðru vísi mér áður brá þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafði niðurnjörvaða stefnu og fylgdi henni gegn um þykkt og þunnt ekki síst til að hygla sínum mönnum og fyrirtækjum. Bjarni Benediksson virðist ekki ná neinum tökum á stjórn flokksins. Bláa höndin virðist enn stjórna bak við tjöldin. Það sáu það allir sem sjá vildu að það var óheppilegt að gera mann úr innstu elítu flokksins að formanni til að leiða endurreisnina eftir hina fráleitu arfleið Davíðs en Bláa höndin réði ferðinni. Það kom ekki til greina að sækja foringjann út á land, mann sem hafði víðtæka reynslu úr atvinnulífi og sveitarstjórn. En hann var ekki í elítunni eða af Ættunum, því fór sem fór. Ég hef ekki orku til að ræða um garminn hann Ketil, Borgaraflokkinn. 

Þvílíkir rugludallar hafa líklega aldrei sest á Alþingi Íslendinga og hafa þó margir undirmálsmenn náð að smeygja sér þar inn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Ég þakka fyrir skeleggan og góðan pistil.

Björn Birgisson, 31.8.2009 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband