Hjöllannir og Ánnannir hafa lagt undir sig fréttastofur RÚV og Morgunblaðsins

Það er ekki lengur tilviljun að sömu dómsdagsfréttirnar birtast samtímis í fréttum Ríkisútvarpsins og á síðum Morgunblaðsins. Það er með ólíkindum að ákveðin öfl (hjöllannir og ánnannir) skuli hafa orðið svo sterk ítök í þeim tveimur fréttamiðlum sem traustastir hafa verið taldir hérlendis um langa hríð.

Frétt dagsins er að "vísindamenn" hafi kannað þyngd ísbjarnahúna og það sé augljóst að þeir léttist vegna skorts á æti, veiðisvæði þeirra skreppi saman. Staðreyndin er sú að ísinn á Norðurskautinu er ekki að hopa, hann hopar á sumrum en eykst á vetrum og hefur verið mjög svipaður frá ári til árs undanfarin ár.

Ef eitthvað er að gerast í að ísbjarnarhúnar séu að léttast vegna ónógs ætis þá getur það ekki stafað af öðru en því að ísbirnir eru að verða of margir á Norðurskautinu. Um 1960 voru þeir taldir vera um það bil 5000 en nú eru þeir fimmfalt fleiri eða um 25000!  Kannski var það orsökin fyrir flækingunum sem komu til Íslands á síðasta ári og settu allt á annan endann, að minnsta kosti í Umhverfisráðuneytinu. Þessir ísbirnir flæktust út fyrir sínar hefðbundnu veiðilendur. Ísbirnir eru einfarar nema rétt um fengitímann og helga sér víðáttumikil veiðisvæði.

Það er kominn tími til að fréttastjórar Morgunblaðsins og Ríkisútvarpsins standi fyrir máli sínu, það er dapurlegt að horfa upp á hvernig þeir láta ákveðin öfl draga sig á asnaeyrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist, Sigurður Grétar, að þarna  séu einkum ánar að verki.

Eiður (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband