"Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur"

Það var að koma ný skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokka, ríkisstjórnar og flokksforingja. Þessi skoðanakönnun er að því leyti sérstök að hún byggir á mannréttingabrotum. Þeir sem eru 67 ára og eldri eru slegnir af, fá ekki að vera með, líklega halda þeir sem þessari skoðanakönnun stýra að allir sem komnir eru á þennan aldur séu elliærir. Ekki í fyrsta sinn sem eldra fólki er sýnd fyrirlitning.

En það sem vekur athygli er að Sjálfstæðisflokkurinn er skv. þessari skoðanakönnun stærsti flokkur landsins og stuðningurinn við Ríkisstjórnina er komin niður í um 43%, sem sagt minni hluti landsmanna styður stjórnina sem er að berjast við að moka þann flór sem Sjálfstæðisflokkurinn útbíaði með dyggum stuðningi Framsóknarflokksins.

Eru þeir Davíð, Árni Matt., Halldór og Finnur gleymdir?

Erfiðasta mál þessarar Ríkisstjórnar er tvímælalaust Icesave málið 

Skammtímaminni fólks er ótrúlega lélegt. Allur áróðurinn núna virðist beinast að því að gera núverandi Ríkisstjórn ábyrga fyrir því að Icesave reikningar Landsbankans urðu til, þessi ryksuga sem var sett í gang til að sópa peningum frá sárasaklausum almenningi í Hollandi og Bretlandi. 

Voru að Jóhanna og Steingrímur sem stofnuðu þessa svikamillu sem Icesave reikningarnir voru?

Þeir sem þá stofnuðu voru þessir fjórmenningar, Davíð, Árni matt., Halldór og Finnur Ing. sem lögðu grundvöllinn að því að hér varð til einhver mesta fjarhags- og bankabóla sem þekkst hefur í heiminum, bóla sem síðan sprakk framan í okkur öll íbúa þessa lands. Davíð var gerður að Seðlabankastjóra og hann vann það afrek að gera Seðlabanka Íslands gjaldþrota!!! Ríkissjóður varð að leggja bankanum til 200 milljarða krónu svo hægt væri að segja að hann væri starfhæfur. Heimdellingur Jónas stýrði Fjármálaeftirlitinu þannig að bankarnir fengu að valsa um óáreittir og þannig gátu þeir Sigurjón, Halldór, Kjartan og Björgúlfur sett ryksuguna í gang og sópað til sín peningum í útlöndum, peningum sem nú eru týndir og við öll fáum að súpa seiðið af um ókomin ár.

Og nú er stór hópur fólks búinn að gleyma því hverjir komu okkur á kaldan klaka, hvaða einstaklingar og hvaða flokkar.

Þessir tveir flokkar, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur og foringjar þeirra koma nú fram af ótrúlegu ábyrgðarleysi, reyna eingöngu að fiska í gruggugu vatni, vinna gegn hagsmunum almennings, nota hverja smugu til að reyna að koma höggi á þá sem eru að reyna að bjarga landi og þjóð frá þeim hörmungum sem þeir bera ábyrgð á.

Ætlar stór hluti þjóðarinnar virkilega að sýna þessum flokkum, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki og foringjum þeirra Bjarna og Sigmundi Davíð traust? Við þessa tvo menn voru bundnar nokkrar vonir, að þeir mundu endurnýja starfsaðferðir þessara flokka, þeir mundu leggjast á árar og hjálpa til við björgunarstarfið.

Þessir flokkar og þessir forystumenn hafa gjörsamlega brugðist.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er áreiðanlega ekki aðdáun aðspurða á þessum tveim stjórnmálaflokkum sem býr að baki þessari niðurstöðu. Vandi Íslands í dag er sá að hér er enginn sem þjóðin sér fyrir sér sem leiðtoga með skarpa sýn til framtíðar. Enginn nema þá forysta Samfylkingarinnar sem á þá einu framtíðarsýn að gefast upp á því að búa á fullvalda Íslandi.

Árni Gunnarsson, 19.9.2009 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband