Ögmundur nýtur víðtæks stuðning hjá stjórnarandstöðunni sem er með allt niður um sig samkvæmt skoðanakönnun "capacent"

Ég hafði lengi vel trú á því að Vinstri grænir væru "stjórntækir", með þeim væri hægt að vinna. Kolbrún Bergþórsdóttir er æði hörð í þeirra garð í pistli sínum í Mbl. í morgun. En satt best að segja verð ég að játa að ég er að mörgu leyti sammála Kolbrúnu. Þau Steingrímur J. og Katrín Jakobsdóttir eru vissulega traustsins verð og meira að segja kom Álfheiður Ingadóttir nokkuð sterk út úr vinnu Fjárlaganefndar í sumar, það kom mér á óvart. En nú stendur Álfheiður frammi fyrir mestu áskorun sem hún hefur fengið, er orðinn Heilbrigðisráðherra.

Svo koma þau sem ekki virðist hægt að vinna með. Ögmundur er þar fremstur í flokki, hann reynir að færa flótta sinn úr ríkisstjórn í hugsjónabúning og höfðar títt til sinnar samvisku. Ég held að forystumaður einna stærstu launþegasamtaka landsins hafi hreinlega misst kjarkinn; að vera skyndilega orðinn niðurskurðarmeistari í viðkvæmasta málflokki stjórnsýslunnar, heilbrigðismálunum. Það er auðvitað svipað og setja mann, sem ekki þolir að sjá blóð, í að skera hausa af lömbum í sláturhúsi. Svo hef ég aldrei skilið neitt af því sem frá Guðfríði Lilju kemur, hún virðist lifa í einhverri útópíu algjörlega ófær um að ræða um og horfa á mál út frá raunsæi. Ekki veit ég á hvaða leið Ari Gíslason er, hann virðist vera fæddur til "að vera á móti". Ungi bóndinn úr dölunum Ásmundur Daði er holdgervingur gamla bændaafturhaldsins og hefði plumað sig vel sem framsóknarmaður um miðja síðustu öld.

Á þessari stundu er ég ekki bjartsýnn á framtíð núverandi Ríkisstjórnar, en ef hún splundrast innan frá hvað tekur þá við?

Um það ætti hið svokallaða "samvisku- og hugsjónafólk" Vinstri grænna að leiða hugann að um leið og það horfir, að eigin áliti, á engilhreinar ásjónur sínar í speglinum á hverjum morgni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já það segir auðvitað ákveðna sögu að Ögmundur skuli vera nr 1 á gælulista Hrunflokkanna D og B..

hilmar jónsson, 11.10.2009 kl. 13:00

2 Smámynd: Billi bilaði

Þú kýst að trúa ekki Ögmundi, og segir hvað þú heldur að sé á bak við hans ákvarðanir.

Ég hlustaði á Ögmund í Kastljósi og kaus að trúá honum.

Nú kemur fram í fréttum í dag að Ögmundur hafi meðal annars hafnað því að við fengjum ekki að fara með IceSave fyrir dómstóla.

Út frá þessu túlka ég að þessi pistill þinn sé á vegum stjórnmálaafls, en ekki hlutlæg skoðun á hvað sé best fyrir þjóðina. (Þau eru traustsins verð sem gera eins og þú álýtur rétt, aðrir ekki.)

ES: Hann heitir Atli Gíslason (ekki Ari).

Billi bilaði, 12.10.2009 kl. 00:45

3 identicon

þetta er þín sýn á VG-hvað með aðra flokka sitjandi á þingi,telur þú að einhver þeirra hafi áunnið sér traust til að geta tekið hér til við tiltektir og uppbyggingu þjóðfélagsins ? eða sitjum við enn uppi með sömu gömlu græðgina og hefur komið landinu í þessa ömurlegu stöðu sem við nú erum í ?

zappa (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 00:59

4 identicon

Til hamingju með gærdaginn Sigurður, 75 farsæl ár, og takk fyrir innlegg þitt í bloggið mitt.

Einar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband