Stuttur pistill til Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings

Þessi pistill var reyndar fyrst festur á skjá sem athugasemd við blogg Einars en svo ákvað ég að "afrita og líma", láta hann birtast í mínu eigin bloggi.

Ég var að heyra það eða lesa í fréttum að þú værir með bók í smíðum um þessi yfirgengilegu loftslagsmál. Það veitir sannarlega ekki af því að upplýsa, ekki aðeins almenning, heldur miklu fremur þá sem ráða meiru í okkar umboði, stjórnmálamenn. En ég er satt að segja svolítið svartsýnn á þín efnistök og hvers vegna er ég það? Fyrir nokkru var ég beðinn að koma með svolítinn fyrirlestur á fund hjá Rotaryklúbbnum Þinghóli í Kópavogi, var þar sem aldinn sagnaþulur að segja mönnum frá Kópavogi eins og ég upplifði hann frá því ég flutti þangað 1947 og næstu árin þar á eftir. Þú hafðir verið fyrirlesari hjá þessum klúbbi næst á undan og rætt um loftslagsmál. Það sem þú sagðir hafði ritari fært samviskusamlega til bókar og endursagði, satt best að segja var ég ekki sáttur við margt af því sem þar kom fram.

Ég var að fá stórmerka grein að mínu áliti í hendur úr Jyllands Posten eftir Henrik Svensmark sem ég er viss um að þú þekkir vel til. Þar er hann a skýra sínar kenningar um áhrif sólar og geimgeisla á hitastig jarðar, sú kenning kemur ekki síður fram í bók hans Klima og Kosmos (The Chilling Stars á ensku) Ég hef legið í þessum fræðum og kynnt mér kenningar sem flestra, fæ mikið af efni frá Dr. Fred Goldberg sem þú þekkir, ég sá að þú varst á fyrirlestri hans í Háskóla Íslands sl. vor. Má til með að skjóta því inn í að enginn fjölmiðill íslenskur fékkst til að ræða við Dr. Fred og ég veit líka að það vakti úlfúð í HÍ að hann skyld fá að tala þar, hann hefur ekki "réttar" skoðanir á loftslagsmálum.

Mín niðurstaða er þessi:

1. Það er ekkert beint samband milli aukningar CO2 í andrúmslofti og hækkunar hita á jörðinni, miklu frekar að aukning á CO2 sé afleiðing af hækkandi hita, sérstaklega frá hafinu sem er mesta forðabúrð fyrir CO2.

2. Það er hægt að gera sér grein fyrir hve mikið af CO2 í andrúmslofti er af manna völdum, það er ótrúlega lítið.

3. Það er hægt að gera sér grein fyrir því að hve mikið við getum minnkað CO2 í andrúmslofti með öllum þeim aðgerðum sem boðaðar eru með gífurlegri skattlagningu á atvinnulíf og þar með einstaklinga. Árangurinn yrði ótrúlega lítill.

4. Að láta frá sér fara yfrlýsingu um að "hitastig jarðar skuli ekki hækka meira en 2°C fram til 20050" er einhver mesta heimska sem frá stjórnmálamönnum hefur komið. Við mannlýsnar erum sem betur fer ekki færrar um að hafa nein teljandi áhrif á það.

5. Miðað við dvalarástand sólarinnar (minni sólbletti) sl. 2 ár á bendir allt til að jörðin sé að fara inn í kaldara ástand og líklegt að það standi fram yfir 2030. Staðreynd er að hiti á jörinnu hefur ekki farið hækkandi á þessum 9 árum sem liðin eru af öldinni.

6. Það er því skelfilegt til þess að vita að það sé búið að trylla nær alla stjórnmálamenn heimsins til að taka upp samskonar baráttu og Don Kíkóti háði við vindmillur í sögu Cervantes. Það var þó aðeins skemmtileg skáldsaga en gjörðir sjtórnmálamanna eru dýpsta alvara.

7. Það er kannski ekki furða þó Loftslagsnefnd  Sameinuðu þjóðanna, IPCC, remdist eins og rjúpan við staurinn með sínar spár um hækkandi hitastig út alla þessa öld, bráðnandi jökla og hækkun sjávarborðs. Þessi nefnd var sett á laggirnar til að sanna þetta en ekki til að finna það sem sannast er. Svo kom áróðursmeistarinn Al Gore með sína kvikmynd. Það hörmulegasta í öllu þessu sjónarspili var að honum og IPCC voru veitt Nóbelsverðlaun. Það liggur í augum uppi að þeir sem fengið hefur slík verðlaun geta ekki snúið til baka; þeir verður að berja höfðinu við steininn og halda sig við kenninguna, hvernig geta þeir sagt "þetta var að mestu leyti bull og vitleysa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Sigurður:

1: Ég vil benda þér á samband CO2 og hækkunar hita á jörðinni er þekkt og hefur verið staðfest með beinum mælingum: Sjá á loftslag.is  - Veldur CO2 hlýnuninni?

2: Einnig hafa verið gerðar mælingar á því hvaðan CO2 kemur: Sjá á loftslag.is - Er aukning á CO2 af völdum manna? og einnig Aukningin í CO2 í andrúmsloftinu er náttúruleg

3: Um áhrif manna á loftslag deila menn ekki - um þetta eru aftur á móti deilur. Hitt eru vísindamenn þó sammála um að því fyrr sem við tökumst á við þetta vandamál, því minna verður það.

4: Sjá 1 og 2

5: Þrátt fyrir ástand sólarinnar, þá nær hún ekki að fullu að yfirskyggja þá hlýnun jarðar sem er. Sjá á loftslag.is - Það er að kólna en ekki hlýna

6: Þeir eru að bregðast við því sem vísindin segja - annað væri óábyrgt

7: Þeir geta ekki sagt að þetta sé bull og vitleysa - mælingarniðurstöður segja annað og þær ljúga ekki.

Höskuldur Búi Jónsson, 22.10.2009 kl. 09:02

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Höski Búi

1. AÐ CO2 hækki hita á jörðinni hefur aldrei verið sannað. Enda er ferill hækkunar hita og CO2 engan veginn samstíga. Það virðist vefjast fyrir hinum vísustu mönnum að CO2 er í stöðugri hringrás og þar er forðinn í hafinu ekki minnsti orsakavaldurinn. Hiti hefur hækkað nokkuð í hafinu á síðustu öld og það hefur tvennt í för með sér a) meira af CO2 losnar úr hafinu b) yfirborð sjávar hækkar nokkuð, rúmmál vökva en minnst við +4°C en eykst bæði þegar hiti fellur (ísmyndun) eða hækkar.

2. Aukningin á CO2 í andrúmslofti er að lang mestu leyti náttúruleg, aðeins lítill hluti er af völdum manna.

3. Um áhrif manna á loftslag deila menn mikið. Hins vegar fá þeir sem halda því fram að áhrif manna séu óveruleg ekki að komast í fjölmiðla, alls ekki á Íslandi, það hef ég sjálfur reynt.

4. Athyglisvert að þú tekur ekki afstöðu til yfirlýsingar pólitíkusa um að "hitastig jarðar skuli ekki hækka meira en 2°C fram til 2050" Hversvegna ekki?

5. Það er engin hlýnun jarðar í gangi frá 1998, það er staðreynd.

6. Pólit´kusar ætla að ausa óheyrilegum fjármunum í að minnka magn CO2 í andrúmsloftinu þó það sé vísindalega sannað að það mun minnka magnið svo óverulega að það hefur nær engin áhrif, þetta er vísindalega sannað svo ég noti þitt orðalag.

7. Ætlar þú að halda uppi vörnum fyrir falsanir eins og Hokkýstafinn hans M. Mann eða allt það bull sem kemur fram í kvikmynd Al Gore? Fleiri og fleiri vísindamenn og stofnanir hafa gefið yfirlýsingar um að Hokkýstafurinn, sem er ein megin undirstaðan undir vísindum IPCC, er fölsun, þar get ég nefnt hina virtu dönsku vísindastofnun DMI. Bent hefur verið á yfir 30 atriði í mynd Al Gore sem ýmist fölsun eða bull. Hefur þetta ekkert að segja?

Ég hafði vonir um að þetta blog ykkar, Loftslag.is, yrði óháð og byggt á vísindum. En því miður verð ég að lýsa vonbrigðum mínum með einhliða afstöðu ykkar. Það er dapurlegt. Eins og ég hef rakið hér að framan og ofan stenst margt af því sem þið takið undir í hinni einu sönnu afstöðu IPCC og flestra pólitíkus heimsins (sem vita ekkert hvað þeir eru að fjalla um, það hef ég sannreynt hérlendis) ekki vísindalega skoðun.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 22.10.2009 kl. 12:10

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Eins og venjulega Sigurður vitna þú ekki í eina einustu heimild, hvers vegna skyldi það vera?

Sveinn Atli Gunnarsson, 22.10.2009 kl. 12:21

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

1: Skoðaðu tengilinn í fyrri athugasemd minni.

2: Skoðaðu tengilinn í fyrri athugasemd minni.

3: Ég hefði átt að vera skýrari - Um að menn hafi töluverð áhrif á loftslag deila vísindamenn ekki, sjá t.d: Vísindamenn eru ekki sammála um að hlýnunin sé af mannavöldum

4: Ég tek ekki afstöðu vegna þess að nú þegar er búið að losa það mikið af CO2 út í andrúmsloftið að líkur eru á að það verði erfitt að koma í veg fyrir hlýnun yfir tvær gráður - nema að hvoru tveggja verði reynt, að minnka losun og að binda kolefni úr andrúmsloftinu. Hitt er annað að tveggja gráðu markmiðið er metnaðarfullt og ég vil sjá menn reyna að halda hlýnuninni fyrir neðan það mark.

5: Skoðaðu tengilinn í fyrri athugasemd minni.

6: Ég fylgist vel með vísindum, geturðu bent mér á heimildir fyrir þessu sem þú segir.

7: Ég þarf ekki að verja Al Gore - mikið af því sem hann segir er byggt á vísindum, en fyrst og fremst er hann pólitíkus og kvikmyndagerðarmaður og því er vægi hans eingöngu það að kynna efnið almenningi. Um hokkístafinn hef ég þetta að segja, lestu þessa færslu: Hokkíkylfan er röng

Varðandi heimasíðu loftslag.is - ef þú sérð einhvern minnsta feil í því sem við segjum þar, þá treysti ég því að þú látir okkur vita og gott væri að þú myndir vísa í heimildir svo við getum staðfest að það sem þú segir sé rétt - vísindalega séð.

Höskuldur Búi Jónsson, 22.10.2009 kl. 12:47

5 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Þakka þér fyrir að vera svo heiðarlegur að viðurkenna að Hokkístafur (eða kylfa) Mik. Mann er röng, þú hefur ekki um það stór orð, en hún var meira en röng. Hún var vísvitandi vísindasvik. Þú ásakar mig um að ég leiði ekki fram vitni. Ég get hins vegar bent á hvað var undirstaðan að svikakenningu Mik. Mann. Það var tiltölulega einföld setning Prof. David Demning sem sagði:

"Við verðum að kveða niður kenninguna um hinn háa meðalhita á jörðinni á miðöldum (víkingatímanum fá árunum 1000 -1300, innsk. SGG.)

Svo hófst fölsunin hjá MIk. Mann og hún er ekkert smá atriði heldur ein af undirstöðum kenningarinnar um hitnun jarðar af mannavöldum. Það gat ekki gengið upp að hlýnun jarðar á 20. öld (sem var þó æði brokkgeng) væri vegna kolefnisbruna meðan hin eindregna kenning um "hitabylgju" miðalda væri viðurkennd, kenning og staðreyndir sem sýndu mun hærri meðalhita jarðar og einkum norðurhvels en nokkurn tíma náðist á 20. öld þar sem árið 1998 var toppurinn. Ekkert ár 21. aldar hefur náð því ári í hita á jörðinni.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 24.10.2009 kl. 11:27

6 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Þú hefur semsagt ekki haft fyrir því að skoða tengilinn

Ég má til með að benda þér á að allt sem er blálitað í mínum athugasemdum eru tenglar yfir á loftslag.is þar sem þú getur skoðað umfjöllun um málið. Það má eiginlega segja að þú þyrftir eiginlega að skoða: http://www.loftslag.is/?page_id=1346 og koma svo með yfirlýsingar um hver mín skoðun er.

Höskuldur Búi Jónsson, 24.10.2009 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband