Fólk hrætt við svínaflensu, engin furða, fjömiðlar hafa magnað upp múgsefjun og móðursýki

Það kom fram í hádegisfréttum RÚV að fólk væri hrætt við svínainflúensu og fjölmargir eru að hringja inn til heilbrigðisstofnana, sóttvarnarlæknir er stöðugt í fréttum með hrakfaraspár  og sögur af bóluefninu ógurlega sem á öllum að bjarga. Það á að henda nær 1 milljón á hvern landsmann í þetta bóluefni og áfram halda fjölmiðlar, í hverjum fréttatíma ogí hverju blaði eru ógnvekjandi fréttir af svínainflúensu.

Ég hef aldrei upplifað aðra eins móðursýki í þjóðfélaginu eins og þessi endemi sem búið er að koma inn hjá fólki. Það gengur inflúensa á Íslandi á hverju hausti og líklega með þeim afleiðingum á hverju ári að einhverjir, sem eru veikir fyrir látast, svo er einnig nú. Það sem er sérkennilegt nú að flensan er kölluð ógnvekjandi nafni; SVÍNAINFLÚENSA.

Og hverjir standa á bak við þess móðursýki?

Ekki nokkur vafi. Það eru lyfjarisar sem nú láta allar kvarnir snúast dag og nótt, senda bóluefni til allra þeirra sem standa í biðröðum eftir að fá sprautur. Bóluefni sett á markað nánast áður en prófunum er lokið.  Jafnvel  það snemma að bóluefnið verði hættulegra en inflúensan.

Það var búist við því að upplýsingaþjóðfélagið mundi hækka þekkingarstuðul almennings, jafnvel stjórnvalda. En almenningur og stjórnvöld láta  blekkjast í fleiri og fleiri málum, það sem fer sem eldur í sinu um hinn upplýsta heim er ekki aukin þekking heldur miklu fremur múgsefjun.

Svínaflensan er ekki sjúkdómurinn hættulegi, miklu fremur múgsefjunin sem tekst að koma á eins og holskeflu um hinn upplýsta heim. 

Hinir fátæku sem eiga ekki mat, sem horfa á börnin sín deyja úr hungri, sem eru á stöðugum flótta frá vitskertum glæpamönnum sem myrða, nauðga og ræna, þar er umræðan ekki hin "stórhættulega svínaflensa". Þar er hið stöðuga verkefni að deyja ekki úr hungri og vatnsskorti eða  bjargast frá því að vera stunginn á hol af vitskertum drullusokkum.

En hvað kemur þetta okkur þetta við. Við erum í stórhættu að fá svínainflúensu, mikill fjöldi Íslendinga hefur tapað umtalsverðum peningum og hvað finnst Íslendingum meira virði en peningar, stór einbýlishús, nokkrir bílar á heimili, sólarstrandir og skíðapardísir.

Það verður hver að hugsa um sig, ekki satt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Lyfjaiðnaðurinn!!!!!

Eygló, 21.10.2009 kl. 01:08

2 Smámynd: Eygló

Heill og sæll

Ég vona að þetta sé bara prentvilla hjá þér. Það er gert ráð fyrir þúsundkalli á mann/skammt:  300.000.000/300.000.

Af hverju ætli nafnið ætti að vera ógnandi. Þessi pest hefur verið í svínum a.m.k. áratugum saman. Það sem gerðist nú var að manneskja smitaðist af Svínku. Heppnin felst í því að veiran hefur verið óbreytt og þess vegna auðveldara að sitja um hana.

Það sem manni finnst kostulegt núna, er að nú hefur manneskju "tekist" að smita svína.... af svínaflensu

Alveg sammála þér, mér finnst sumir vera að fara á saumunum út af þessu fári.  Ég skil mæta vel þá sem eru veikir fyrir eða eiga slíka að, að þeir séu hræddir og vilji bjarga málunum.

Eygló, 21.10.2009 kl. 01:17

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Þakka þér fyrir leiðréttinguna Eygló, það er með ólíkindum að ákveðin niðurstaða er í höfði manns en svo kemur þetta kolrangt á skjáinn. Ég er að átta mig á því að maður þarf aðeins að vanda sig betur þegar bloggað er, það er eins og með aðra ritvinnslu, yfirlestur er nauðsynlegur.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 21.10.2009 kl. 09:23

4 Smámynd: Eygló

Ágæti Sigurður, ef bloggarar væru almennt vandvirkir og kurteisir eins og þú, væri hér englahjörð

Eygló, 21.10.2009 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband