22.10.2009 | 11:40
Hraðinn er ekki eina orsökin, ekki síður yfirgengilegt fúsk
Það voru ekki fagrar myndir sem birtust nýlega í Sjónvarpsfréttum af rakaskemmdum í nýjum eða nýlegum húsum. Ástæðan var sögð of mikill hraði í byggingu húsanna en ég vil ekki nefna það sem einu ástæðuna. Ef heiðarlegir iðnaðarmenn eru að störfum þá fara þeir aldrei hraðar í sínum störfum en svo að verkið sé eins vel af hendi leyst og mögulegt er. Það er engin sem getur gert alla hluti 100% en iðnaðarmenn eiga ætíð að reyna að komast eins nálægt því marki og mögulegt er.
Hver er þá orsökin?
Ég nefni orsökina FÚSK, tökuorð, en hefur náð vistfestu í íslensku. Því miður er það svo að á undanförnum "stórveldisárum" hefur margt farið úrskeiðis í störfum okkar, ekki aðeins í fjármálaheiminum, heldur einnig í mörgum þáttum atvinnulífsins og þar er byggingariðnaðurinn ekki undanskilinn. Þessir hroðalegu gallar á nýjum húsum, þar sem raki með tilheyrandi sveppagróðri er sýnilegur víða, er ekkert annað en fúsk, kæruleysi og einnig það að hafa kastað fyrir róða margvíslegri þekkingu sem var jafnvel vel þekkt hérlendis áður en byggingaöldin hófst eftir lok síðari heimsstyrjaldar. Við erum að stæra okkur af því að tækninni hafi fleygt fram, ný byggingarefni komið á markað og hvorutveggja er þetta gott og blessað. En það er líklegt að það komi okkur að litlu gagni að eignast nýjan forláta bíl ef við kunnum ekki að aka honum og höfum jafnvel ekki réttindi til þess. Nú ætla ég ekki að bera alfarið blak af ísl. iðnaðarmönnum, stundum hafa þeim verið mislagðar hendur. Reyndar sagði ég einhvertíma í einhverjum minna gömlu pistla, Lagnafrétta í Fasteignablaði Morgunblaðsins, að jafnvel stundum væru hættulegustu fúskararnir með bæði sveinsbréf og meistarabréf. En það eru aðrir hlutir sem hafa verið orsakavaldur að þeim miklu göllum sem hafa verið að koma fram undanfarin ár í nýjum byggingum.
Mistökin með byggingarstjórana
Árið 1998 var samin og löggilt ný Byggingarreglugerð hérlendis, reglugerð sem gildir fyrir landið í heild. Þar var eitt nýmæli sem átti að vera mikið framfaraskref. Áður höfðu meistarar í hveri iðngrein borið ábyrgð á störfum sinna mann og því að þeirra þáttur í byggingunni væri sómasamlega unninn. Hins vegar hafði sú þróun orðið að í stórbyggingum höfðu þau stóru byggingarfyrirtæki sem voru heildarverktakar sett upp embætti Byggingarstjóra, eðlileg og sjálfsögð þróun, hæfur maður fenginn til að samræma störf allra iðnþátta svo ekki ræki sig hvað á annars horn. Þetta fyrirkomulag kom hvergi fram í Byggingarlögum eða afleiddri Byggingarreglugerð, þetta var eðlileg þróun, löggjafinn þurfti þar vergi að koma nálægt, þörfin kallaði á þetta án nokkurrar þvingunar. Þannig breyttist lítið í störfum eða ábyrgð einstakra iðnmeistara, þeir höfðu áfram samband við Byggingarfulltrúa sveitarfélagsins, lögðu inn teikningar og sáu um úttektir. En þá kom löggjafinn til sögunnar og þurfti endilega að grípa inn í, þróunin mátti ekki hafa sinn ganga án þess að hann væri með puttana í þessu sem öðru. Embætti Byggingarstjóra var fyrirskipað, ekki aðeins í stærri byggingum eða stærri verkum, heldur í öllum byggingum alveg niður í hundakofa.
Skorið á tengslin
Ekki nóg með það, skorið var á öll bein tengsl iðnmeistara og Byggingarfulltrúa, nú skyldi Byggingarstjórinn sjá um allt. Hann skilaði inn nöfnum iðnmeistaranna og hann fékk óskorað vald til að sjá um úttektir á verkum. Afleiðingin varð allt að því skelfileg aðallega í minni framkvæmdum, í minni byggingum. Á liðnum veltiárum hafa orðið til margskonar byggingarfyrirtæki sem hafa ætlað að græða í bólunni miklu, fengið lóðir og farið að byggja hús. Eigandinn varð sé út um tryggingu og fékk réttindi til að starfa sem Byggingarstjóri. Og þá hófst fúskið fyrir alvöru, Einhvernveginn tókst að útvega nöfn manna með meistararéttindi, þeir komu stundum ekkert nálægt byggingunum. Byggjandinn réði til sín einhverja menn, oft þótti gott að geta krækti í nokkra Pólverja sem hægt var að hýrudraga. Nú skal það skýrt tekið fram að fjölmargir Pólverjar hafa unnið hér í margvíslegum atvinnugreinum á undanförnum árum við góðan orstír. En starfsmennirnir voru oft, íslenskir sem útlenskir menn sem aldrei höfðu komið nálægt húsbyggingum fyrr. En hvað um úttektir og eftirlit hins opinbera? Byggingarstjórinn sá um að kalla til úttektar og samkvæmt Byggingarreglugerðinni frá 1998 þurfti hann ekkert að láta iðnmeistara vita, þeir höfðu ekki hugmynd um að risið var hús sem þeir báru vissulega talsverða ábyrgð á. Ekki er hægt að segja þessum iðnmeisturm neitt til afsökunar, þeir höfðu svo mikið að gera að þar kom tímaskorurinn og hraðinn vissulega til sögunnar. Annað sérkennilegra í ölli þessu kraðaki var aðstundum kom eitthvað upp á og þá kom í ljós að Byggingarstjórinn hafði aldrei komið á staðinn og vissi heldur ekki að þarna í mýrinni eða á melnum væri risið hús.
Afleiðingarnar eru fúsk
Það var kannski full mikið sagt í upphafi að hraðinn væri ekki hluti af orsökinni en hraði, þar sem menn hafa ekki tök á neinu, er ekkert annað en fúsk. Það er því sannarlega tími til kominn að taka Byggingarreglugerðina frá 1998 til gagngerðrar endurskoðunar. Taka aftur um gamla og góða siði og ábyrgð sem að mörgu leyti hafði reynst vel. Nú hefur heldur betur róast á byggingarmarkaði. Það á ekki að hika við að gera þá sem hlutina framkvæmdu ábyrga fyrir sínum gjörðum. Það væri jafnvel full ástæða til að Samtök iðnaðarins, innan þeirra vébanda eru atvinnurekendur, og Samiðn, þar eru iðnaðarsveinar, létu þetta til sín taka og gerður átak í því að saklausir kaupendur þyrftu ekki að hrekjast úr húsum sem þeir hafa keypt eða látið byggja. Og auðvitað eiga Byggingarfulltrúarnir að koma að þessum máli.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skelfilegt að sjá og heyra um þessar ömurlegu, og stundum heilsuspillandi, skemmdir.
Eins og þú segir hefur "hraðinn" verið aðalskýringin. Þú notar 'fúsk' (= svik/svindl)
Þar liggur nefnilega skolprörið grafið: Fúskið felst nefnilega m.a. í því að byggt var hraðar en svo að allir gætu sinnt sínum verkum af samviskusemi (þ.e. þeir sem hafa hana) ÖMURLEGT.
Ekki síst á síðustu og verstu... kaupir fólk þetta fyrir aleiguna og skuldsetur sig fyrir lífstíð. Fær sumt svona gallað fyrir þá greiðslu og verður jafnvel að flytja aftur út vegna alls kyns gerla- og sveppagróðurs sem gæti lagt fjölskylduna alla í veikindi.
Og ekki er næstum alltaf hægt að fara fram á bætur frá verksala, því þeir eru margir hverjir farnir á "hausinn" ÖMURLEGT!
Eygló, 23.10.2009 kl. 05:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.