10.11.2009 | 12:21
Hversvegna var frítekjumark aldraðra lækkað?
Aldrei hefur nokkur Ríkisstjórn á Íslandi barist við viðlíka erfiðleika og sú ríkisstjórn sem nú situr. Ég er eindreginn stuðningsmaður stjórnarinnar og það verður að styðja hana með öllum ráðum út kjörtímabilið. Ef vel tekst til getur samstarf núverandi stjórnarflokka orðið lengra. Ég hef hér á undan í blogginu lagt út af þeirri bábilju að Samfylkingin eigi að hverfa að samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Framsóknarflokkurinn hefur gjörsamlega klúðrað því tækifæri sem hann fékk til að endurnýja sig.
En þó maður styðji stjórnina er ekki þar með sagt að hún eigi ekki að fá gagnrýni frá stuðningsmönnum sínum. Enn og aftur kemur það í ljós að þeir sem eru á miðjum aldri og yngri, jafnvel þó yfir miðjum aldri séu, hafi harla lítinn skilning á kjörum aldraðra. Þetta er að koma í ljós aftur og aftur. Ef gengið er á kjör þess sem er þrítugur á hann alla möguleika á að hann geti náð einhverri leiðréttingu, en hvað um þann aldraða?
Ég hélt upp á 75 ára afmæli mitt nýverið, fékk margar góðar gjafir og óskir. En ég fékk eina gjöf frá þeirri Ríkisstjórn sem ég styð sem setur mikið strik í mínar áætlanir sem geta engan veginn verið á sömu lund og þess þrítuga, hann á reikningslega séð ótal tækifæri í framtíðinni, það á ég tæplega. Ég er af þeirri kynslóð sem þekkir það að engir lífeyrissjóðir voru til. Ég er líka af þeirri kynslóð sjálfstætt starfandi einstaklinga sem ekki fóru að sinna lífeyrisgreiðslum fyrr en alltof seint, ekki fyrr en lögboð kom þar um. Hins vegar er ég þó nokkuð hress og tel mig búa yfir nokkuð mikilli þekkingu í mínu fagi, en ég titla mig nú sem vatnsvirkjameistara & orkuráðgjafa og það er það síðarnefnda sem ég hafði hugsað mér að stunda þó nokkuð meðan ég hef möguleika til.
Það sem gerði mig bjartsýnan á að svo gæti verið var sú ákvörðun fyrri ríkisstjórnar að hækka frítekjumarkið upp í 1.300.200 kr. á ári, það gaf mér ástæðu til að ég gæti gert gagn sjálfum mér og öðrum án þess að tapa nokkru í þeim tekjum sem ég hef frá TR og lífeyrissjóðum upp á næstum því 125.000 kr!!!
En Adam var ekki lengi í Pardís. Núverandi Ríkisstjórn lækkaði frítekjumarkið og það ekki um neitt smáræði.
Það er komið niður í 480.00 kr. á ári!
Þegar þessi staðreynd blasti við mér sá ég að það væri ekki mikið sem ég gæti unnið og miðlað af minni tækniþekkingu, sem þó er ekki lítil þörf fyrir, og ég ætla að fullyrða að sé þjóðhagslega hagkvæm. Ég mætti ekki hreyfa mig mikið svo þessar litli lífeyrir sem ég fæ færi ekki að skerðast. Ef ég væri nógu harður af mér gæti ég farið að fullu út á vinnumarkaðinn aftur og reynt að afla mér þeirra tekna að ég geti sleppt þessum lífeyriskrónum. En satt að segja er það æði mikil ákvörðum fyrir þann sem orðinn er 75 ára gamall og tæplega fær leið. Þá er ekki annað en að þiggja þennan lífeyri og reyna svo að sitja sem mest heima og afla ekki umframtekna.
Nú nokkur orð til þín minn gamli samborgari úr Kópavogi Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra.
Ég get engan vegið skilið það að þessi harkalega lækkun á frítekjumarki aldraðar skili nokkrum tekjum til Ríkissjóðs, það getur einmitt virkað öfugt. Ég hef að framan rakið nokkuð í hvaða gildru mér finnst ég vera fallinn. Það þýðir ekkert að segja við mann á mínum aldri að þetta verði lagað eftir nokkur ár, segjum 5 ár. Ég tel frekar ótrúlegt að ég sé svo mikið út á vinnumarkaði þá, verði bara að þrauka í þeirri fátækragildru sem ég sé framundan. Ég held að áhrifin af þessari mjög svo mistæku ákvörðun Ríkistjórnarinnar, að svipta aldraða þeirri lífsfyllingu að geta að nokkru aflað sér meiri tekna og vera aðeins út á meðal fólksins, gefi Ríkissjóði ekki nokkrar auknar tekjur.
Árni Páll, þú ert ungur og á þeim aldri skiljum við ekki eldra fólkið, það gerði ég ekki á þínum aldri. Ráðherrar eiga að fá ráðgjöf sem víðast að.
Gleymdu því ekki að "oft er gott sem gamlir kveða".
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er alfarið á því að þessi mörk eigi að afnema og lífeyrisgreiðslur og greiðslur frá TR eigi bara ekki að skerðast yfirhöfuð.
Ég vann hjá múrara sem átti föður sem leiddist svo að hanga heima að hann vann með okkur bara til gamans þrátt fyrir að vera 82 ára.
Ég á líka afa og ömmu sem vinna þrátt fyrir að vera að nálgast níræðisaldurinn. Staðreyndin er sú að þegar þau hanga heima þá hafa þau voðalítið að gera annað en að láta sér leyðast og þau vilja bara vinna. En sú vinna sem þau taka skerðir öll réttindi sem þau hafa áunnið sér. Þau hafa oft sest í helgan stein en því fylgir minni hreyfing og aukin heislufarsvandamál. Og áður en langt um líður þá fara þau aftur út á vinnumarkaðinn.
Þá hafa því 3 kosti í stöðunni.
1. Halda áfram að vinna, tapa áunnum réttindum sínum og fá það lítil fyrir allt erfiðið að það varla borgar sig.
2. Vinna svart, halda réttindum sínum og halda heilsu og geðheilsu.
3. Vera bara heima, hundleiðast, hrörna heilsufarslega og geðfarslega og hafa þá hugsanlega minna á milli handanna en ef þau væru að vinnumarkaði
Fengju eldri borgarar að haldasínum réttindum þrátt fyrir veru á vinnumarkaði þá myndu skatttekjur frá þeim skila miklu meira til þjóðarbúsins heldur en ef þeir borguðu enga skatta og tækju bara bætur.
Margar vinnustéttir hefðu mjög gott af reynslu og þekkingu þeirra sem hana hafa öðlast í gegnum lífið.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 17:40
Þetta er frábær pistill, Sigurður og ég held að margir hefu gott af því að velta því fyrir sér sem í honum stendur. Ég hef þá trú að fólkið í landinu geti unnið sig upp úr þeim erfiðleikum sem nú er við að etja. Ég óttast það hinns vegar mest að ríkistjórnin setji stein í götu fólks og haldi landinu í efnahagslegri lægð lengur en nauðsynlegt er.
"Ég get engan vegið skilið það að þessi harkalega lækkun á frítekjumarki aldraðar skili nokkrum tekjum til Ríkissjóðs, það getur einmitt virkað öfugt. Ég hef að framan rakið nokkuð í hvaða gildru mér finnst ég vera fallinn."
Hörður Þórðarson, 10.11.2009 kl. 20:29
100% sammála þér þó ég sé töluvert fátækari í árum talið en þú.
Heiður (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 00:40
Þetta er því miður ekki eina dæmið þar sem gengið er á kjör eldri borgara. Rétt fyrir síðustu jól var tekjutenging vegna fjármagnstekna aukin. Það er dulbúin skattlagning sem eingöngu lenti á þeim sem eiga lítil eða engin lífeyrisréttindi en hafa önglað saman einhverjum aurum inn á bók.
Ég setti saman bloggfærslu um það á sinum tíma undir yfirskriftinni Skammarleg meðferð á gömlu fólki. Það að bæta nú enn um betur með aukinni tekjutenginu þýðir að enn er þrengt að kjörum þeirra sem búnir eru að skila sínu á vinnumarkaði.
Haraldur Hansson, 11.11.2009 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.