Jón Björgvinsson bjargar Fréttastofu RÚV (ef það er hægt)

Það var magnaður og stórskemmtilegur pistill sem Jón Björgvinsson fréttamaður RÚV í Sviss flutti í Speglinum í gærkvöldi um sirkusinn í Kaupmannahöfn, Loftslagráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þar dró hann alla vitleysuna sundur og saman í háði enda nægt tilefni til. Til að vera alveg heiðarlegur þá var það Friðrik Páll Jónsson, upphafsmaður þessa ágæta og fágæta fréttaskýringarþáttar, Spegilsins, sem braut þögnina miklu í Efstaleiti um að það hefði ýmislegt misjafnt verið að koma í ljós í störfum þeirra "vísindamanna" sem eru á mála hjá IPCC, loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna. Ég tek það fram að ég nota vísvitandi orðið "á mála" því það merkir einfaldlega að menn taka að sér verk, þekktast er það úr hernaði, og skeyta hvorki um skömm né heiður, né hvað er rétt eða rangt.

Það er  dapurleg staðreynd að þær ágætu konur, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, eru á leiðinni eða þegar farnar til að ná í sporðinn á Loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn.

Skyldu þær vera sannfærðar, ég trúi því ekki.

Hins vegar er ég ekki hissa á að þau Árni Finnsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir fyrrverandi umhverfisráðherra séu komin til Kaupmannahafnar með öll skilningarvit opin eins og frelsaðir einstaklingar hlustandi á boðskap Gunnars í Krossinum. Þar held ég að sé þó nokkur mismunur á þeirra skilningi; Árni kaldrifjaður tækifærissinni sem fyrir löngu fann sína fjöl til lífsviðurværis en Þórunn bláeyg og einföld, sanntrúuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SeeingRed

Mæli með fyrirlestrinum hans Bob Carters prófessors, súmmar vitleysunni og fáránlegum aðferðum hreint glæsilega upp á mannamáli.  http://www.youtube.com/watch?v=FOLkze-9GcI

SeeingRed, 15.12.2009 kl. 14:02

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Já bráð skemmtilegur pistill hjá Jóni Björgvin. Sef nefnilega alveg rólegur meðan ekki hlýnar meira en það að snjór fer ekki úr Víðidalsfjalli nema í sumum árum,sem er þó innan við 1,000.m hátt.Man eftir því að snjór hvarf úr fjallinu í góðum sumrum löngu áður en nokkur fór að tala um hlýnun af mannavöldum.

Ragnar Gunnlaugsson, 15.12.2009 kl. 15:20

3 identicon

Þannig að þeir sem eru á annarri skoðun en þú eru annað tveggja - vondir (kaldrifjaður tækifærissinni), eða heimskir (bláeyg og einföld)?

Auður (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 15:26

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Er það misminni hjá mér Sigurður Grétar, en ertu ekki í stjórnmálaflokki með þessu ágæta fólki, Þórunni og Árna?

Gústaf Níelsson, 15.12.2009 kl. 17:34

5 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Gústaf, sjálfsagt að svara þér. Ég hef ekki hugmynd um í hvaða flokki Árni en tel frekar ólíklegt að hann sé í Samfylkingunni. Við Þórunn erum bæði í Samfylkingunni og það er athyglisvert að þú telur það útilokað að gagnrýna þann sem er flokkssystir eða bróðir. Ég hef ætíð á minni löngu ævi tekið afstöðu til manna og málefna eftir því innihaldi sem málefni hafa og því sem persónur standa fyrir. Ég hef átt mjög gott samstarf við fólk úr öllum flokkum en hlífi flokkssystkinum mínum ekki ef ég tel þau vera að fara villur vegar í málum og skoðunum.

Ég ætla ekki að fullyrða hvar í flokki þú stendur, þó ég hafi grun um það, en heyrt hef ég til þín í fjölmiðlum og því miður verð ég að segja að þú ert ekki lítill ofstækismaður á köflum.

Það getur verið að ég fari villur vegar en ég hélt að samkvæmt ætterni ættir þú að vera yfirvegaður og umburðarlyndur.

En þú virðist vera í  stjórnmálaflokki þar sem það er algjörlega bannað að gagnrýn samflokksfólk sitt, þá er Blá höndin ekki langt undan.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 15.12.2009 kl. 23:31

6 identicon

Húrra Sigurður - ef eitthvað gæti lagað okkar hörmulega stjórnmálaumhverfi á Íslandi, þá er það ef fólk fer að veita eigin flokkselítu aðhald, gagnrýna eigin flokk harðlega.

Það er búið að prófa hitt, að gagnrýna 'hina' flokkana harðlega og það virkar ekki neitt. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband