17.12.2009 | 10:43
"Út vil ek" sagði Snorri og fór heim til Íslands
Ég er ekki búin að lesa alla grein Þorvarðar Gylfasonar hagfræðings í Fréttablaðinu í dag en hann byrjar grein sína á því að Íslendingar hafi löngum leitað út í heim, farið óhikað til annarra landa og nefnir þar Egil á Borg sem fór æði víða og heimsótti háa sem lága. En hann hrasar svolítið á frægri tilvitnun og er engan veginn sá fyrsti sem gerir það. Hann vitnar í hina frægu setningu sem lögð er Snorra Sturlusyni í munn "út vil ek" og ef hún væri sögð í dag mundi meining hennar eflaust vera sú að sá sem þetta segði vildi til annarra landa.
En þetta sagði Snorri þegar hann sat fastur í Noregi í gíslingu Noregskonungs en sá pótentáti notaði það óspart að taka Íslendinga í gíslingu í baráttu sinni fyrir því að ná völdum á Íslandi.
Þessi setning "út vil ek" á við það að sigla frá Noregi til Íslands, ekki öfugt.
Snorri afréð að hafa farbann Noregskonungs að engu, sagði "út vil ek" og sigldi til Íslands.
Þar með voru örlög Snorra ráðin, þarna undirritaði hann sinn eigin dauðadóm.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bækur, Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki í fyrsta sinnið sem Þorvaldi skjöplast á tilvitnunum eða að málvitund hans bregðist honum.
Samt gasprar hann eftir pöntun sem ,,álitsgjafi".
Í mínum hug er hann í hópi þeirra sem eru hvað ofmetnastir sona Íslands.
Bjarni Kjartansson, 17.12.2009 kl. 11:14
Ég bið Þorvald Gylfason afsökunar á að hafa misritað nafn hans að ofan, Þetta sýnir að maður þaf að vanda sig betur.
Sigurður Grétar
Sigurður Grétar Guðmundsson, 17.12.2009 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.