Ungir þingmenn Framsóknarflokksins skeyta hvorki um skömm né heiður, tyggja endalaust skelfingaráróður og blekkingar

Spunameistarar Samfylkingarinnar finna sífellt ný orð til að slengja fram úr fjóshaugnum sínum.

Þetta sagði  Eygló Harðardóttir alþingismaður Framsóknarflokksins í bloggi sínu. Það sem að neðan stendur er athugasemd mín við bloggi hennar, ætla að birta það hér því Eygló virðist hafa þagnað með öllu.

Þú heldur líklega Eygló að þú verðir stærri og merkilegri með svona orðbragði, þú um það. Ég hef átt marga góða vini í Framsóknarflokknum og finnst verulega dapurlegt að fylgjast með framgöngu þeirra Sigmundar Davíðs og Höskuldar sem sífellt ala á ótta með þjóðinni, hafa ekkert fyrir því að fara með rangt mál,  fara jafnvel í skrípaferðir til annarra landa (Noregsferðin fræga) til að reyna að sýnast meiri menn en þeir eru. Þú og Vigdís Hauksdóttir hafa fylgt þeim vel eftir í óttaáróðri, ég hafði nokkra trú á ykkur þessu unga fólki sem kom á þing fyrir Framsóknarflokkinn, en mikið skelfingar ósköp er framganga ykkar dapurleg og vesöl, því miður. Núverandi Ríkisstjórn er að hreinsa upp þann "fjóshaug" af spillingu og mistökum sem þínir flokksmenn sköpuðu og fóru þar fremst í flokki Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir, auðvitað í órofa samstöðu með Sjálfstæðisflokknum, þar má ekki gleyma þeim sem lengst var forsætisráðherra Davíð Oddsson og fjármálaráðherra Árni Matt.

Icesave er skilgetið afkvæmi af einkavæðingu bankanna þar sem klíkur þessara tveggja flokka fengu bankana nánast gefins.

Allt eftirlit brást og ábyrgð Íslensku þjóðarinnar á Isesave er því miður hafin yfir allan vafa. En þú og þínir nánustu samverkamenn spilið algjörlega án nokkurrar ábyrgðar. Icesave var ekki búið til að núverandi stjórnarflokkum, þetta skrímsli var og er fyrst og fremst á ábyrgð Framsóknarflokksins.

Þú ert auðvitað hreykin af því sem Ríkisendurskoðun er að upplýsa og nánast ákæra fyrir hvernig Davíð Oddsson hagaði sér í Seðlabankanum. Það er dapurlegast að þið virðist oft á tíðum komst upp með að rangtúlka og blekkja, hverjir séu raunverulegu ábyrgir fyrir Isesave, óráðsíunni í Seðlabankanum og Fjármáleftirlitinu. Þú og þið fjórmenningarnir í Framsóknarflokknum skeytið hvorki um skömm né heiður heldur tyggið endalaust ykkar skelfingaáróður og blekkingar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Icesave hefði ekki orðið ÁN EES.

Fjórfrelsið krafðist þess, að bankakerfin væru ,,frjáls" og eins og þér ætti að renna minni til, voru kærendur á hverju strái ef möguleiki væri, að ná enn frekari ,,frelsi" fjármagns, fólksflutnigna, fyrirtækjaflutninga og hugmynda milli landa og þá venjulega ÚR landi, svo sem komið hefur í ljós með tryggingajóðina, bæjarsjóðina (í gegnum einkaframkvæmdir og þesshátttar) og lífeyrissjóðina.

Nei minn kæri, bankar hefðu EKKI getað verið í opinberri eigu innan EES án þess, að meirihlutinn væri í eigu ,,markaðsfyrirtækja".

Svo eru það Kratatittir sem dásama ESB og EES hvað mest.

Stórfurðuleg tík þessi pólitík

Miðbæajíhaldið

þjóðlegur að vanda.

Bjarni Kjartansson, 17.12.2009 kl. 11:51

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Líklega er ég að þínu áliti "Krattittur" en það verður víst að hafa það. Að kenna aðild okkar að EES um bankahrunið er algjörlega út í hött. Má ég taka samlíkinu. Við höfum náð ótrúlegum árangri í því á undanförnum árum að endurbæta þjóðvegi landsins, man að ég fór "hringinn" 1974, þá var lítið af vegum eða ekkert með bundnu slitlagi.

En þó við fáum góða vegi verður að vera til öflug löggjöf til að að ökumenn hagi sér skynsamlega og vegum úti og verði hvorki sjálfum sér að öðrum til skaða. Þrátt fyrir það verður að vera til eftirlit, löggæsla, því það eru alltaf einhverjir sem ekki vilja fara eftir settum reglum

Þannig var það með aðild okkar að EES og fjórfrelsið. Mannskepnan er ekki fullkomnari en það að það er alltaf einhver hluti manna sem vilja brjóta lög, þjösnast áfram og  hrifsa til sín. Það var einmitt það sem gerðist þegar frelsið og möguleikarnir jukust með EES samningum. Við hér á landi áttum að hafa mikið og virkt eftirlit með þeim sem komnir voru á "þjóðveginn" en það brást algjörlega. 

Þess vegna er sökin hvernig fór, bankahrun og hrun innviða á landi hér, okkar sjálfra. Ég hef lítið álit á því sjónarmiði sem margir hlaupa á bak við að þetta sé öllum öðrum að kenna en okkur Íslendingum, það eru allir svo vondir við okkur á litla Íslandi, ég er búinn að fá nóg af því væli.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 17.12.2009 kl. 13:29

3 identicon

Það er magnað að þeir þokulúðrar stjórnvalda sem flauta hvað hæst og falskast hafa ekki minni sem nær lengra en einhverja par daga.  Þess vegna hafa þeir ekki minnstu hugmynd um að EES er fullkomlega á ábyrgð Samfylkingarinnar (Alþýðuflokksins) undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar.  EES var lykillinn að bankahruninu undir styrkri stjórn viðskipta og bankamálaráðherrans Björgvins G. Sigurðssonar í tæp 2 ár, með sérlegan læriföður sér við hlið, eðalkratann Jón Sigurðsson fyrrum ráðherra og Seðlabankastjóra.  Hann var þáverandi varaformann bankaráðs Seðlabankans, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og til að toppa sjálfan sig og Samfylkinguna í fáránleikanum, þá var hann sérlegur málsvari og auglýsingamódel fyrir markaðssetningu Icesave svikamyllu Landsbankans erlendis. Toppi einver það. En auðvitað eru fleiri en 2 dagar liðnir svo að kratarnir muna ekkert. Þess er vert að geta að Jón Sigurðsson eðalkrati, þiggur ríflega 8 milljónir króna fyrir „ráðgjöf um gjaldeyrislán frá öðrum ríkjum“. Þær greiðslur voru víst ekki árangurstengdar.

Upplýsandi skrif óflokkstengds álitsgjafa um þörf krata að endurskrifa söguna og 2 daga minnið:

http://egill.blog.is/blog/egill/entry/939479/

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 13:50

4 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Guðmundur 2. notar texta úr Staksteinum Mogga í dag án þess að segja hvaðan textinn er kominn. Eftir öðru.

Um árangurstengdar greiðslur , skrifaði ég á www.eidur.is :

Í Staksteinum Morgunblaðsins (17.12.2009) er rætt um greiðslur til Jóns Sigurðssonar fv. ráðherra og bankastjóra Norræna fjárfestingarbankans vegna vinnu við samninga um erlend lán til Íslands eftir hrunið. Segir þar að þessar greiðslur hafi víst ekki verið árangurstengdar. Þetta er ekki nákvæmt hjá Staksteinahöfundi. Þessar greiðslur eru árangursleysistengdar, – þær eru tengdar árangursleysi fyrri ríkisstjórna ,sem Sjjálfstæðisflokkur ber ábyrgð á umfram alla aðra stjórnmálaflokka. Þessvegna þurfum við þessi lán.

Eiður Svanberg Guðnason, 17.12.2009 kl. 16:50

5 identicon

Eiður.  Ertu líka dómari í texta eins og þegar þú dylgjar um stjórnarandstöðuþingmenn og glæpkennir þá sem tala fyrir hönd 70% þjóðarinnar í Ivcesave andstöðunni?   Þú og vinur þinn komust að þeirri athyglisverðu niðurstöðu að þar færu þingmenn sem gengu sjálfsagt fyrir mútum, en hefur ekki treyst þér til að ræða nánar.  Hefði satt að segja haldið að þér væri nær að hafa áhyggjur á hverju Samfylkingarþingmenn og aðrir sem leika í vitlausu liði Breta og Hollendinga gengu fyrir?  Afar tignalegt fyrir mann sem hefur alla sína tíð starfað eða átt að starfa fyrir þjóðina og á hennar kostnað og gott ef ekki verið á þingi sem einn slíkur.  Eftir öðru sem þaðan kemur og en reynslan er ólygnust.

Það er sennilega hollara fyrir suma að kynna sér hver hefur skrifað hvað áður en hann fer á háan hest eins og forsetinn og hrynja strax af baki.  Hef skrifað tugi innleggja allt frá hruni þar sem ég hef lýst hneykslan minni á hrunslykilhlutverki Jóns Sigurðssonar fyrir og eftir, með nákvæmlega sömu tilvitnunum, og jafnvel birt allar heimildir um starfsferil hans fyrir Samfylkinguna.  Afar áhugaverður listi.  Starfsafglöp eins og að vera Icesave sölumaður og rödd svikavefsins erlendis, segja allt um fáránleika hlutverks hans í dag og 8 miljóna gjafakvóta úr ríkissjóði, væntanlega ekki árangurstengdur.  Að einhverjum þyki það eðlilegt og sjálfsagt segir okkur hvað þjóðfélagið er orðið illa statt hvað spillinguna varðar, sem er ekki fundin upp árið 2007.  Hana má finna langt aftur í tíma gömlu 4 flokkanna.  En það hlýtur Eiður að hafa góða þekkingu á.  Það er með ólíkindum að Morgunblaðið er fyrst núna að taka við sér varðandi þessa spillingu og subbuskap Samfylkingarinnar.  Kannski hefur það eitthvað með nýja eigendur að gera?  Samfylkingarvinurinn og styrktaraðilinn Björgólfur yngri er ekki lengur einn þeirra.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 19:35

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er sorglegt að sjá hvernig þú bullar Sigurður minn, eins og þú varst nú efnilegur á þínum yngri árum. Þetta skítkast þitt að Framsóknarmönnum hittir engan fyrir nema þig sjálfan. Sigmundur og Höskuldur eru djarfir synir þessarar þjóðar og hafa unnið okkur mikið gagn, en annað verður sagt um Sossana þína vini. Þar ber ekki á öðrum eiginleikum en undirlægjuhætti og aumingjaskap.

 

Eins og öllum er kunnugt sem komnir eru til nokkurs vits, þá var innganga landsins á Evrópska efnahagssvæðið ástæðan fyrir bankahruninu. Þar gengu fremstir Jón Baldvin, Jóhanna og Össur. Þetta fólk sætir alltaf færis að vinna þjóðinni skaða og það tókst þeim svo sannarlega með þessum gjörningi. Það hikar ekki við að beita ósæmilegum vinnubrögðum til að þoka þjóðinni í fang nýlenduvelda Evrópu, sem ekkert annað hafa í huga en að mergsjúga almenning þessa lands, eins og Danirnir gerðu á sínum tíma.

 

Eins og ég sannaði í nýlegri blaðagrein, þá báru nýlenduveldin Bretland og Holland alla ábyrgð á starfsemi útibúa bankanna og þar á meðal Icesave-reikningum Landsbankans. Ekki þýðir því lengur, í þessu sambandi, að syngja sönginn um vanhæfni og glæpamennsku Íslendskra stjórnmála- og embættismanna (að Sossum undanskyldum auðvitað!!).

  

Nýjar upplýsingar hafa leitt í ljós, að Bretarnir vildu bara kollvarpa efnahag Íslendinga og að allar þeirra aðgerðir miðuðust við það markmið. Þeir þurftu ekki hryðjuverkalögin til að stjórna útibúum Íslendsku bankanna. Undirbúningur þeirra hófst snemma sumars 2008, með samkomulagi á milli Gordon Brown og Henry Paulson.

 

Við áttum aldreigi möguleika á móti þessu harðsvíraða liði, sem var ákveðið að koma okkur á kné. Við erum ekki búnir að bíta úr nálinni með, að þeir eiga bandamenn í Samfylkingunni. Án þessarar fimmtu herdeildar værum við búnir að losa okkur við Icesave-kröfurnar.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.12.2009 kl. 23:51

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú átt engan heiður skilinn, Sigurður Grétar, fyrir að reyna að tjasla þér upp vörn fyrir málstað Icesave-svikastefnumanna hér á Moggavefnum. Þetta snýst um þjóðarhagsmuni, lög og rétt og sakleysi þjóðarinnar, ekki þrönga flokkshagsmuni.

Að atyrða hina ungu, öflugu, þjóðhollu þingmenn Framsóknarflokksins er þér ekki til afsökunar, nema síður sé!

Eiður Guðnason hefur hér enga athugasemd fram að færa um samflokksmann sinn Jón Sigurðsson, áður í FME og Seðlabankanum, sem stóð í auglýsingastarfsemi Landsbankans um hina frábæru Icesave-reikninga í Hollandi (!). Kemur það ekki á óvart um þann flokksgæðing (þ.e.a.s. hann Eið). Hann er málpípa síns flokks og styður Icesave-uppgjöfina alveg í botn – það segir allt sem segja þarf.

Jón Valur Jensson, 18.12.2009 kl. 05:12

8 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Flott og satt allt sem skrifar í þessari grein.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 18.12.2009 kl. 09:55

9 identicon

Smjörklípuglamur!  Gamla Framsókn hefur margt til saka unnið en þessu tilfelli var Framsókn komin í aftursæti í bíls sem ekið var af Sjálfstæði í bílstjórasætinu og Samfylkingu í frúarsætinu.  Vissulega ber Framsókn ábyrgð á því að fjölskyldubílinn var keyptur, of þeir sátu í frúarsætinu í upphafi ferðar, en aksturinn var á ábyrgð þeirra sem frammí sátu þegar útafraksturinn átti sér stað.

Íslendingar eru í stöðu grunaðs manns í glæparannsókn, til að koma í veg fyrir að málið fari fyrir dóm eru okkar "lögfræðingar" að semja um dauðarefsingu (hámarksrefsingu) í stað þess að láta reyna á hvaða niðurstöðu væri hægt að fá fyrir dómi.  Vesælasti glæpamaður landsins væri búinn að leita sér að nýjum lögfræðingi!

Bjorn Jonason (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 11:12

10 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Heill og sæll Loftur og þakka þér fyrir lofsamleg ummæli um undirritaðan; að hann hafi verið efnilegur á yngri árum. Það fer ekki á milli mála að í dag virðumst við vera ósammála um flest sem er að gerast í þjóðmálum en á alþjóðavísu erum við sammála um þá yfirgengilegu dellu sem birtist á fáránlegan hátt á Loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn. Sem betur fer er maðurinn ekki svo máttugur að hann geti ráðið loftslagi, veðri og vindum. Ég vona að einhvern tíma renni upp þeir tímar að þessi yfirgengilegi heilaþvottur nær allra stjórnmálamanna og mikils hluta almennings verði tákn um á hvaða villigötum mannkynið getur lent þrátt fyrir alla upplýsingatæknina.

En aðeins nokkur orð til að svara þér beint. Þó við séum ósammála um menn og málefni þá mun ég aldrei segja að það sem frá þér kemur sé bull, þú hefur fullt leyfi til að hafa þínar skoðanir ég mínar. Ég finn það á mínum efri árum að ég tek meira tillit til annarra og mér finnst að hver og einn verði að tileinka sér víðsýni. Þess vegna finnst mér dapurlegt hvað þú sérð heiminn í svart/hvítu og hatur þitt, ég sé ekki annað út úr þínum skrifum, á Samfylkingunni  er ótrúleg. Hins vegar skil ég hvað að baki býr; loksins er kominn fram á sjónarsviðið flokkur sem getur ógnað ofurveldi Sjálfstæðisflokksins sem þú og þínir skoðanabræður verjið fram í rauðan dauðann þrátt fyrir að þetta sé flokkur sem með 18 ára ráðsmennsku sinni, einkavæðingu og spillingu (gefa bankana t. d.) orsakaði hrunið mikla í samvinnu við Framsóknarflokkinn. Svo spilar auðvitað inn í hjá þér að þú ert gamaldags einangrunarsinni sem villt  að Ísland loki sig sem mest frá því að tengjast öðrum þjóðum og ég sé ekki betur en þú viljir ríghalda í krónuna, þessa gjörsamlegu ónýtu mynt. Þú nefnir þá Sigmund og Þórhall þingmenn Framsóknarflokksins "djarfa syni þessarar þjóðar". Ég hef ekki ráðist að persónu þessara manna heldur að verkum þeirra, þeir eru með störfum sínum á Alþingi að fiska í gruggugu vatni, hjá þeim er það höfuðmarkmið að ráðast að núverandi ríkisstjórn sem er að gera allt sem hægt er til að bjarga því sem bjargað verður eftir áralanga óstjórn og spillingu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þeir berjast gegn samþykkt ríkisábyrgðar vegna Icesave sem er skrímsli sem var skapað í skjóli fyrrnefndra tveggja flokka. Þú hefur hvergi sýnt fram á, eins og þú heldur fram, að við berum ekki ábyrgð á Icesave, ég vildi ekkert frekar en þú hefðir rétt fyrir þér en því miður er það óskhyggja. Mér sýnist að þeir Sigmundur og Þórhallur og þeir sem mest láta á sér bera í baráttunni gegn ríkisstjórninni séu með háreisti og gífurbarka geri það í trausti þess að Icesaveábyrgðin verði samþykkt.

Þeir gera sér grein fyir því, það mega þeir líklega eiga, að skelfilegt ástand skapast verði ábyrgðin ekki samþykkt. Þeir berjast gegn ríkisstjórninni á óbilgjarnan og óheiðarlegan hátt eins og öll stjórnarandstaðan, að undanskildum Þráni Bertelssyni, í trausti þess að hún haldi velli. Þeir gera sér grein fyrir því að stjórnarandstaðan getur ekki tekið við stjórn landsins. Stjórnarkreppa og upplausn er það sem þessi þjóð má síst við á þessum alvarlegu tímum, það verður að halda áfram að rétta við fjárhag ríkis og þjóðar og hreinsa til eftir óstjórn og spillingu flokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Með bestu kveðjum.

Sigurður Grétar

ES: Þú harmaðir það að ég sé ekki í Vinstri grænum. Ég er svo sannarlega ekki á förum úr Samfylkingunni sem er eina þjóðfélagsaflið sem hefur kraft og yfirsýn til að leiða okkur úr vandanum. Ég mun aldrei ganga í íhalds- og einangrunarflokka hvað nafni sem þeir nefnast svo við eigum tæplega eftir að verð flokksbræður að nýju. En hver veit nema Eyjólfur (Loftur) hressist? 

Sigurður Grétar Guðmundsson, 19.12.2009 kl. 11:11

11 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sæll vertu Sigurður og þakka þér málefnalega orðsendingu. Þarna eru þó þrjú atriði sem eru svo furðanlega röng að ég verð að svara þeim. Líklega eru þessar rangfærslur þínar merki um að þú fylgist ekki vel með umræðunni.

 

Þú ferð ákaflega rangt með, þegar þú segir:

 

Svo spilar auðvitað inn í hjá þér að þú ert gamaldags einangrunarsinni sem villt  að Ísland loki sig sem mest frá því að tengjast öðrum þjóðum og ég sé ekki betur en þú viljir ríghalda í krónuna, þessa gjörsamlegu ónýtu mynt.

 

Fyrir það fyrsta, þá er ég alþjóða-sinni í þeirri merkingu að ég vil mikil samskipti við aðrar þjóðir, sérstaklega á sviði viðskipta. Innganga í Evrópusambandið er hins vegar alvarleg lokun á alþjóðleg samskipti okkar. ESB er tollabandalag og væntingar eru um að það verði stórveldi með háa tollmúra. Þeir sem eru fylgjandi inngöngu Íslands í ESB eru því einangrunarsinnar.

 

Í öðru lagi, er ég þekktur fyrir að hafa mælt gegn Krónunni og hef ég skrifað margar greinar um það mál. Ekki er þó sama hvað kemur í staðinn og til dæmis er Evran slæmur kostur. Bæði er Evran “sýndar peningur” (fiat money) gagnvart Evrulöndum, eins og Krónan er gagnvart Íslandi, en einnig eru Evrulönd svo ólík hagsvæði innbyrðis að veldur stöðugum vandræðum. Að þessu leyti er staða Íslands mjög viðkvæm.

 

Ég hef mælt fyrir upptöku “fastgengis undir stjórn Myntráðs”, sem felur í sér að Seðlabankinn er lagður niður. Þetta væri liður í nýrri peningastefnu, sem nefnist “reglu-bundin peningastefna” (rule-bound monetary policy). Ég tel að “hókus-pókus” stjórnun Seðlabankans á peningamálunum gangi ekki lengur og eitt af því sem verður að gera er upptaka “alvöru penings” (real money). Um þessi atriði hef ég skrifað blaðagreinar og er að flytja fyrirlestra um málið í klúbbum og félögum.

 

Heimildir:

  Lettland: Torgreind peningastefna er ávísun á hrun ! 

 

LOKSINS: fastgengi undir stjórn Myntráðs ! 

 

Evran í dauðateygjunum: hvað er til ráða ? 

 

Úreltar og skaðlegar hagfræði-kenningar ! 

 

Efnahagslausn með tvöföldu peningakerfi ! 

 

 

Sigurður, þú ferð einnig með rangt mál, þegar þú segir:

 

Þú hefur hvergi sýnt fram á, eins og þú heldur fram, að við berum ekki ábyrgð á Icesave, ég vildi ekkert frekar en þú hefðir rétt fyrir þér en því miður er það óskhyggja.

 

Þriðja atriðið er, að um Icesave-málið hef ég fjallað ýtarlega og sýnt rækilega fram á, að okkur ber ekki lagaleg skylda til að taka ábyrgð á Icesave-reikningunum. Tilskipun 94/19/EB sýnir ljóslega að aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins mega ekki veita ríkisábyrgð á innistæðu-trygginga-kerfunum. Jafnframt hef ég sannað, að gistiríki bankanna Bretland og Holland báru fulla og ótakmarkaða ábyrgð á starfsemi Landsbankans. Þetta gildir um ESB-ríki, sem veitir banka frá EFTA-ríki leyfi til að opna útibú. Mönnum hefur sést yfir, að ekki eru allir jafnir innan Evrópska efnahagssvæðisins.

 

Heimildir:

 

Nýlenduveldin bera alla ábyrgð á Icesave-reikningunum 

  Stjórnarskráin leyfir ekki Icesave-samningana 

 

Tilskipun 2009/14/EB og kæfandi faðmlag Evrópusambandsins 

 

Evrópusambandið sjálft bannar Icesave-samninginn ! 

     

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.12.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband