Færsluflokkur: Bloggar

Það er hægt að vera "alki" á margan hátt

Sá sem hefur skrifað pistil í prentmiðil í 16 ár og missir skyndilega þá aðstöðu og á erfitt með að komast inn í prentmiðla, hann sér ekki aðra útleið að að hella sér í bloggið. En um hvað er ætlunin að blogga? Líklega ætlast flestir til að bloggað sé um pólitíkina og vissulega getur það komið til greina, hins vegar virðist vera mikið framboð af spekingum svo það er kannski ekki á það bætandi. En ég ætla örugglega að taka aftur upp þráðinn frá mínum gömlu pistlum "Lagnafréttum" það er ýmislegt í þeim fræðum sem ekki komst á blað. Annað sem ég mun örugglega koma inn á er móðursýkin um loftlagsmál, að maðurinn sé með eigin gjörðum að beina mannkyninu beina leið í glötun. Að vísu eru það þekkt fræði að einhverntíma tekur lífið á þessum hnetti enda, sólin mun kólna og þá er lífið í þessu sólkerfi búið að vera. En okkur er sagt að það sé hlýnun á jörðinni sem sé vandamálið, þetta eru orðin opinber trúarbrögð. Í byrjun mars var fjölmenn ráðstefna vísindamanna í New York,vísindamanna sem ekki haf látið heilaþvo sig og sýna fram á með rökum að þessi hattræna hlýnun er blekking, ísinn á Norðurpólnum, Grænlandi og Suðurskautinu er ekki að minnka, þvert á móti. Sá sem flutti lokaræðuna komst m. a. þannig að orði:  "Það er ekkert ósamræmi milli vísinda og trúar svo lengi sem trú hrifsar ekki völdin yfir vísindunum og svo lengi sem vísindi eru ekki gerð að trúarbrögðum". En kannski maður kíki aðeins inn í pólitíkina næst.

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 114094

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband