Færsluflokkur: Menntun og skóli

Aðalheiður "verslar" innlenda framleiðslu

Aðalheiður er samskiptastjóri Tækniskólans-skóla atvinnulífsins. Fyrir skömmu kom fylgirit með Morgunblaðinu sem bar nafnið Sóknarfæri. Þar var á bls. 4 stutt viðtal við fyrrnefnda Aðalheiði sem sagði m. a:

"Í gegnum tíðina hef ég reynt að temja mér að versla innlenda framleiðslu".

Tilvitnun lýkur.

Hér er enn einu sinni unnið ötullega að því að afbaka íslenska tungu, þetta er sýnishorn af því hve tamt mörgum er að útrýma sögninni "að kaupa" úr málinu. Þó Aðalheiður hafi gloprað þessari ambögu "að versla innlenda framleiðslu" út úr sér hefði sómakær blaðamaður átt að leiðrétta hana og setja á prent "að kaupa íslenska framleiðslu". Kannski er Aðalheiður sárasaklaus, var það ambögusmiður í blaðmannastétt sem breytti því sem hún sagði? Það virðist vera nægt framboð af þeim. Því miður er viðtalið við Aðalheiði ekki merkt neinum blaðamanni svo hún verður að eiga amböguna ein. 


Er Ríkisútvarpinu sama um málfar og slettur?

Það skiptir ekki máli hvort stúlkurnar í íslenska landsliðinu í knattspyrnu gerðu mörk eða unnu leiki, þær stóðu þær sig með sóma á EM. Það að komast á EM er stórkostlegur árangur.

Til hamingju með það!

Auðvitað hefur Ríkisútvarpið sagt frá og sýnt leiki íslenska kvennalandsliðsins, en síðasti leikurinn var gegn Þjóðverjum og þannig sagði Páll Magnússon frá því oftar en einu sinni í fréttum Sjónvarpsins.

"Íslenska kvennalandsliðið tapaði leiknum við Þjóðverja með einu marki gegn engu"

Fann Páll Magnússon ekkert athugavert við þessa setningu? Svo virðist ekki vera enda er málfar Ríkisútvarpinu þegar fjallað er um íþróttir oft æði skrautlegt. Rétt er setningin þannig:

"Íslenska kvennalandsliðið tapaði leikum við Þjóðverja með engu marki gegn einu"

Þegar Ásta Ragnheiður forseti Alþingis tilkynnti úrslit atkvæðagreiðslunnar um Icesave ábyrgðina sagði hún:

"Lögin eru samþykkt með 34 atkv.,14 voru á móti".

Ef hún hefði sagt frá þessu með hætti Páls Magnússonar hefði hún sagt:

"Lögin voru samþykkt með 14 atkv. gegn  34". Sjá ekki flestir hve rangt það er?

Á minni löngu ævi hef ég árlega heyrt og séð í fjölmiðlum auglýsingar um að verslanir ætli að auk kaupgleði almennings með því að lækka verð á vörum sínum og efna til þess sem ætíð hefur verið nefnt:

ÚTSÖLUR

En nú í kreppunni er það  líklega ekki nógu fínt að segja "útsala" og yfir dynja í fjölmiðlum og sker í auga skilti út um alt með ömurlegri slettu, það er orðið:

OUTLET

Ríkisútvarpið, þessi gamli varðhundur íslensks máls, hefur greinilega velþóknun á skrípinu, á hverju kvöldi er því þröngvað inn í stofur landsmanna í auglýsingatímum.. Hins vegar er haldið strangt í þann fáránleika að fallbeygja útlensk heiti, menn skulu með illu eða góðu fara til Amsterdams svo dæmi sé tekið.

Hvar er Aðalsteinn Davíðsson málfarsráðunautur RÚV, er hann í endalausu sumarfríi? 


Fyrirlestur Dr. Fred Goldberg í Háskóla Íslands

Föstud. 29. maí kl. 11:00 mun sænski vísindamaðurinn Dr. Fred Goldberg halda fyrirlestur í Háskóla Íslands um hin mjög svo umdeildu loftslagsmál. Dr. Fred er algjörlega á öndverðum meiði við Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna IPCC sem Al Gore fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna byggir kvikmynd sína "Óþægilegur sannleikur" á. Það þarf talsverðan kjark til að ganga gegn þessum öflum sem hafa fengið Nóbelsverðlaun fyrir kenningar sínar.

Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku:

Is it CO2 or the sun and ocean currents that controls our climate?

The lecture will first present a short climate history overview and then I will discuss the CO2 properties and if it has a climate effect or not. Then I will demonstrate some interesting observations concerning the role of ocean currents over the climate, ice conditions in the Arctic and temperatures. Finally I will discuss some observations between sun magnetic activity, temperature changes and cloud formations and what climate we can expect in the future.

Fyrirlesturinn er þannig fram settur að hann er auðskilinn öllum, hann er ekki aðeins fyrir innvígða.

Dr. Fred er einn af sífellt fjölmennari hópi vísindamana og almennra borgara sem hafa opnað augu sín fyrir í hvað ógöngur ríki heimsins eru að koma sér í með þessari ofurtrú á að maðurinn sé með kolefnisbruna og aukningu koltvísýrings CO2 að vinna skaða á loftslagi og hitastigi jarðarinnar.

Ein lítil staðreynd: Eftir árið 2002 hefur hitastig á jörðinni fallið en ekki hækkað.  Á sama tíma  hafa "sloppið" 150 milljarðar tonna af CO2 út í andrúmsloftið.

Hvers vegna hefur hitastig þá ekki hækkað þegar það hefur sannarlega lækkað?

Er hætta á að við séum á leið inn í lækkandi hitastig jarðar?

Það væri svo örugglega miklu alvarlegri tíðindi en að hitastig væri hækkandi.

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband