Viðbjóður á Vestfjörðum

Það er lítið sem hundstungan finnur ekki. Þetta gamla spakmæli datt mér í hug þegar ég horfði á Sjónvarpsfréttir í kvöld. Fréttastofa, sem er staðin að hlutdrægni og óheiðarleika, lætur hafa sig í það að sjónvarpa langri frétt um viðbjóð á Vestfjörðum. Það er greinilega ekki kreppa hjá öllum þar vestra. Hópur manna kemur saman og keppir í því sem þeim finnst eflaust göfugust íþrótta; að keppa í ofáti!!!

Þar voru menn látnir keppa í því að éta á ákveðnum tíma 1 kg af steik, líklega lambasteik en það skiptir svo sem ekki máli. 

Þennan viðbjóð telur Fréttastofa Sjónvarps nauðsynlegt að koma á framfæri við alla landsmenn á sama tíma og hún grjótheldur kjafti yfir fréttum um vísindahneyksli sem "elítan" rembist við að þagga niður, hneykslinu sem hefur fengið heitið "Climategate". En auðvitað fáum við stöðugar fréttir frá Kaupmannahöfn um ráðstefnuna miklu þar sem bjarga á heiminum frá agnarsmárri einingu í gufuhvolfi jarðar, koltvísýringi CO2, sem er hvorki meira né minna en 0,0387% af gufuhvolfinu eða 1% af gróðurhúsahjálminum þegar dregin hafa verið frá öll þau efni sem ekki tilheyra honum.

Um miðja síðustu öld var opnað veitingahús í Reykjavík við Vesturgötu sem hlaut nafnið Naust. Þetta veitingahús var um árabil eitt vinsælasta veitingahús í höfuðborgini. Eitt af því sem það endurvakti var íslenskur þjóðlegur matur, súrmatur, sem síðar hefur gengið undir nafninu "þorramatur". Það varð ákaflega vinsælt að fara í Naustið og éta súrmat úr trogum á gamlan máta. En því miður tóku veitingamennirnir upp á skelfilegum ósið. Þeir auglýstu að hver sem gæti torgað öllu úr troginu þyrfti ekki að borga góðmetið súrsaða. Þetta varð of mikil freisting fyrir suma þó margir snæddu sinn mat af yfirvegur og fágun. Sumir sem reyndu við áskorunina tókst að lokum að komast á salernin í kjallaranum þar sem spýjan stóð upp úr þeim, aðrir höfðu ekki svo mikið þrek svo magainnhaldið lenti á borðum eða gagnvegum.

Sem betur fer sáu veitingamenn að sér og drógu þetta eindæma "tilboð" til baka og seinna vildu þeir aldrei ræða það, þetta varð þeirra feimnismál.

En nú segir Sjónvarpið okkur að komnir séu fram víkingar á Vestfjörðum sem ætli að endurvekja siðinn.

Kannski við fáum framvegis að  sjá í Sjónvarpsfréttum spúandi Vestfirðinga, ætli þau Óðinn, Elín og aðrir fréttavíkingar Sjónvarpsins fari ekki vestur og kanni hvar spýjuþolmörk þeirra eru? 


Bloggfærslur 10. desember 2009

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 114283

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband