Viðbjóður á Vestfjörðum

Það er lítið sem hundstungan finnur ekki. Þetta gamla spakmæli datt mér í hug þegar ég horfði á Sjónvarpsfréttir í kvöld. Fréttastofa, sem er staðin að hlutdrægni og óheiðarleika, lætur hafa sig í það að sjónvarpa langri frétt um viðbjóð á Vestfjörðum. Það er greinilega ekki kreppa hjá öllum þar vestra. Hópur manna kemur saman og keppir í því sem þeim finnst eflaust göfugust íþrótta; að keppa í ofáti!!!

Þar voru menn látnir keppa í því að éta á ákveðnum tíma 1 kg af steik, líklega lambasteik en það skiptir svo sem ekki máli. 

Þennan viðbjóð telur Fréttastofa Sjónvarps nauðsynlegt að koma á framfæri við alla landsmenn á sama tíma og hún grjótheldur kjafti yfir fréttum um vísindahneyksli sem "elítan" rembist við að þagga niður, hneykslinu sem hefur fengið heitið "Climategate". En auðvitað fáum við stöðugar fréttir frá Kaupmannahöfn um ráðstefnuna miklu þar sem bjarga á heiminum frá agnarsmárri einingu í gufuhvolfi jarðar, koltvísýringi CO2, sem er hvorki meira né minna en 0,0387% af gufuhvolfinu eða 1% af gróðurhúsahjálminum þegar dregin hafa verið frá öll þau efni sem ekki tilheyra honum.

Um miðja síðustu öld var opnað veitingahús í Reykjavík við Vesturgötu sem hlaut nafnið Naust. Þetta veitingahús var um árabil eitt vinsælasta veitingahús í höfuðborgini. Eitt af því sem það endurvakti var íslenskur þjóðlegur matur, súrmatur, sem síðar hefur gengið undir nafninu "þorramatur". Það varð ákaflega vinsælt að fara í Naustið og éta súrmat úr trogum á gamlan máta. En því miður tóku veitingamennirnir upp á skelfilegum ósið. Þeir auglýstu að hver sem gæti torgað öllu úr troginu þyrfti ekki að borga góðmetið súrsaða. Þetta varð of mikil freisting fyrir suma þó margir snæddu sinn mat af yfirvegur og fágun. Sumir sem reyndu við áskorunina tókst að lokum að komast á salernin í kjallaranum þar sem spýjan stóð upp úr þeim, aðrir höfðu ekki svo mikið þrek svo magainnhaldið lenti á borðum eða gagnvegum.

Sem betur fer sáu veitingamenn að sér og drógu þetta eindæma "tilboð" til baka og seinna vildu þeir aldrei ræða það, þetta varð þeirra feimnismál.

En nú segir Sjónvarpið okkur að komnir séu fram víkingar á Vestfjörðum sem ætli að endurvekja siðinn.

Kannski við fáum framvegis að  sjá í Sjónvarpsfréttum spúandi Vestfirðinga, ætli þau Óðinn, Elín og aðrir fréttavíkingar Sjónvarpsins fari ekki vestur og kanni hvar spýjuþolmörk þeirra eru? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; lagna jöfur góður !

Þarna; skal ég taka, heilshugar undir, með þér. Það var lítil reisn; yfir þessum aðförum Vestfirzkra frænda minna, Sigurður Grétar.

Með beztu kveðjum; úr Hveragerðis og Kotstrandar sóknum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 21:09

2 identicon

Ég læt ofátið liggja á milli hluta en þetta loftlagsvesen er að yfirkeyra allt. Hvað ætli verði mikil "losun" við það að flytja þessar 15 þúsund manneskjur á ráðstefnuna marga á einkaþotum . Það er oftast nógu erfitt að fá vitræna niðurstöðu í 15 manna nefnd hvað þá 15 þúsund manna. Af hverju eru enn til hitamet frá 1933 og Vatnajökull hét Klofajökull og  á landnámsöld var samgönguleið milli Möðrudals og Skaftafells. Nú um stundir gengur yfir hlýindatímabil en það  gæti farið að breytast. Hvernig væri fyrir Ríkisstjórnina að leggja niður ráðherrabílaruglið. Hvað skyldu þeir bílar ganga lengi lausagang á sólarhring. Ráðherrar geta keyrt sjálfir í vinnuna eins og annað fólk og ef þeir fá sér í glas er til nóg af leigubílum. Á sama tíma og bruðlað er í þessu þarf að draga hættulega úr sjúkrabílaþjónustu. Þetta er rugl eins og kjötátið fyrir vestan. Olgeir

Olgeir E. (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 00:02

3 Smámynd: Eygló

Úr því að Olgeir fór hjáleið breyti ég byrjuninni hjá mér - - -
Hvað haldið þið að verði mikil losun á gasi og úrgangi hjá þessum kjánalegu mönnum vestra?(ath. sagði þá ekki "kjána" heldur "kjánalega")

Nei, það sem ég vildi sagt hafa um átfréttina (ef frétt skyldi kalla) þá vantaði bara að næsta frétt á undan eða eftir, hefði verið frá sveltandi fólki!  Fólki sem teldi sig komið í Paradís, kæmist það í "kreppuna" okkar.

Auðvitað mega menn éta yfir sig og vera með hallærisstæla .... en að bjóða upp á það sem frétt!
Frá því að ég var krakki ef ég alltaf haft óbeit á svona rugli. "Kappát" var stundað á skólaskemmtunum o.s.frv.  Nú, svo eru heimsmet sett í pylsuáti og stundað alls kyns "át" (sem mér finnst algjörlega OUT)

Eygló, 11.12.2009 kl. 00:35

4 identicon

Fréttastofan er til skammar, þeir fjalla ekki um Climategate sem frétt, en reyna að gera lítið úr þessum uppljóstrunum með kastljósviðtölum og spegilblaðri.

Olgeir spyr hvað sé mikil 'losun' vegna ráðstefnunnar?  Það er góð spurning, sérstaklega vegna þess að þessir hræsnarar sem þar funda lifa í fullum lúxus, öfugt við það sem þeir ætla okkur, losunin er talin vera 41.000 tonn, sama og heilt land í Afríku 'losar' á sama tíma, sjá Umhverfiskrimmar í Köben, kavíar, einkaþotur og kynlífsstarfsmenn.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 08:55

5 identicon

Ég virði almennt skoðanir fólks og tel að allir hafi rétt á einni og því kemur hérna ein frá mér. Titillinn á greininni hjá þér, "Viðbjóður á vestfjörðum" finnst mér ósmekklegur og litast það sennilega af því að ég ólst upp og bý á vestfjörðum. Ég hef tekið eftir slettum hjá bloggurum undanfarið sem hljóða svo: "Það er greinilegt að það er ekki kreppa fyrir vestan". Staðreyndin er sú að síðan kvótakerfið var sett á hefur verið sífelld fólksfækkun í nær öllum byggðarkjörnum. Þetta er staðreynd og ætla ég ekki að fara að rífast um hvort kvótakerfið sé réttlætanlegt. það er allt önnur umræða sem ég tek ekki þátt í. Kreppan hefur því verið að naga í vestfirðinga síðastliðin 20 ár og því er ekkert eftir til að kreppa að því hér er ekkert nema það allra nauðsynlegasta fyrir fólkið sem eftir er til að búa hérna.  Varðandi kappátið sjálft hef ég lítið að segja um því það er einstæklingsbundið... Yfir og út.

Þorbjörn Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 11:42

6 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Mesta kreppan er á fréttastofu RUV og hún er af verstu fáanlegri tegund: andleg!

Helgi Kr. Sigmundsson, 11.12.2009 kl. 11:54

7 Smámynd: Eygló

Mín hugsun vegna efnis yfirskriftarinnar er - að menn hvaðanæva á landinu mega éta og gera það sem þeim hugnast ef er löglegt. Hallærið fannst mér að gera þetta að frétt.

Eygló, 11.12.2009 kl. 13:25

8 identicon

Það er þó skárra en að sýna frá sölum Alþingis þar sem lúsablesar er hafa ekkert gert í þrjátíu ár nema að klóra sitt sigggróna rassgat rayna að troða EINUM of miklum sköttum á fyrir skattpæynda þjóðina.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 17:30

9 Smámynd: Eygló

Sé ég örla á alhæfingu, Óskar?

Eygló, 11.12.2009 kl. 17:56

10 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Þorbjörn, ég lít ekki á fyrirsögnina að mínu bloggi sem ósmekklega. Það sem mér finnst ósmekklegt er að gera ofát að keppni og ekki síður að Fréttastofa RUV skuli taka þessari frétt fagnandi og leggja undir hana ótrúlega langan tíma. Það sýnir á hvað leið þessi fréttamiðill er. Ég sé ekki að ég sé að óvirða Vestfirðinga á nokkurn hátt, þeir sem gera það eru þessir oflátungar sem halda að þeir verði stærri og meiri menn með því éta sig að spýjumörkum. Ég sé ekki að það sé alfarið lögmál að taka upp vörn fyrir sína sveitunga þó þeir hagi sér eins og fífl. Ég er Rangæingur fæddur og uppalinn, átti heima í Kópavogi í 55 ár, hef nú átt heima í Þorlákshöfn í 7 ár. Hins vegar gleymi ég því ekki, og er frekar stoltur af, að ég er hálfur Vestfirðingur af Kollsvíkurætt, móðir mín var fædd í Kollsvík og ólst upp til fullorðinsára í Keflavík sem er lítil skor í Látrabjargi.

Óskar, þú ert tvímælalaust einn af þeim sem dregur bloggið, þann ágæta vettvang til skoðanaskipta, niður í svaðið með bulli og þvættingi. Þú átt greinilega í vandræðum með þitt sálarlíf, vona að þú hressist og verðir viðræðuhæfur og getir skrifað á íslensku svo ekki verði þér til hneisu. 

Sigurður Grétar Guðmundsson, 12.12.2009 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 113884

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband