Fimm ár frá hinum skelfilegu jarðskjálftum á Indlandshafi sem leiddu til dauða 225.000 manna

Þessir hrikalegu atburðir gerðust 26. desember árið 2004. Úti á Indlandshafi reis hafsbotninn upp, lyfti sjónum á stóru svæði svo víða  sogaðist sjórinn frá þeim löndum sem að Indlandshafi lágu. Yfirborð sjávar lækkaði skyndilega, þetta sáu frumbyggjar víða og þeir vissu hvað var að gerast, forðuðu sér frá ströndum, En hinn upplýsti vestræni nútímamaður, sem flatmagaði á sólarströndum í jólafríi, sá ekki neitt. Síðan kom sjórinn æðandi og skall á landi, byggðum og borgum, olli gífurlegri eyðileggingu.

picture_1_946533.png Þessi flóðbylgja, sem aðallega lenti á ströndum Indónesíu, kostaði 225.000 manslíf. Auk þess slösuðust fjölmargir og voru eftir hamfarirnar í reiðileysi. Mörgum vestrænum þjóðum gekk treglega að átta sig á alvarleika málsins, margar ríkisstjórnir brugðust seint við til að skunda á vettvang og hjálpa sínum landsmönnum og öðrum sem áttu um sárt að binda eftir hamfarirnar. En það má segja stjórnvöldum á Íslandi það til lofs að þau sendu hjálparsveit og hjúkrunarlið austur á hamfararsvæðið, aðallega til að hjálpa hvítum Skandínövum og koma þeim heima.

Af hverju stöfuðu þessar hamfarir?

Þetta er auðvitað það sem alltaf má búast við á þessum hvika hnetti sem við lifum á. Nú eru jafnvel uppi raddir um að innar stutts tíma geti álíka viðburðir orðið á Kyrrahafi, jafnvel jarðskjálftar yfir 9 stig með gífurlegum flóðöldum allt frá San Fransiskó norður til Kanada.

Enn hefur engum dottið í hug að halda öðru fram en að hér eru flekahreyfingar jarðskorpunnar orsökin, það er vissulega merkilega staðreynd. Eftir sirkusinn í Kaupmannahöfn kæmi mér ekki á óvart þó einhverjir "árnar" færu að leiða rök að því að hér væri hinn öflugi maður að verki, hann er orðinn svo kröftugur að hann getur ráðið veðri og vindum, því þá ekki jarðskjálftum, flóðbylgjum og eldgosum?

Sömmu fyir jól skrifaði ung söngkona greinarkorn í Fréttablaðið undir yfirskriftinni "Hugleiðingar um loftslagsráðstefnuna". Þar á hún auðvitað um sirkusinn í Bella Center í Kaupmannahöfn, Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.

Ég ætla að leyfa mér að birta hér upphafið að þessari grein, varla hefur höfundur neitt á móti því.

"Það þarf ekki vísindaleg sannindi til að sjá eyðileggingarmátt mannkyns. Sannleikurinn uppljóstrast með flóðum, stækkun eyðimarka, aukinni tíðni hvirfilbylja og storma, hækkandi sjávarmáli, súrnun hafsins, eyðileggingu skóglenda, bráðnun jökla vítt og breitt um heiminn í dag - einnig þeirra sem stóðu háreistir í minni æsku í norðrinu".

Já, svo mörg eru þau orð. Vissulega er margskonar mengun í heiminum í dag. En ákveðnum öflum hefur tekist að leiða umræðuna frá réttum grundvallaratriðum og hefur tekist það svo "vel" að það er búið að trylla fólk um allan heim til að trúa því að allt sé að kenna hlýnun andrúmsloftsins, sem þó var ekki meiri en 0,74°C á síðustu öld með hámarki 1998. Síðan hefur hiti annaðhvort staðið í stað eða lækkað á þessum fyrsta ártug 21. aldar. Sömu öflum hefur einnig tekist að sannfæra nánast alla stjórnmálamenn heimsins um að allt sé þetta að kenna einni mikilvægustu undirstöðu lífsins á jörðinni, koltvísýringi CO2, sem er þó aðeins 0,0387% af öllum þeim efnum og gastegundum sem eru í gufuhvolfinu.

Þessi pistill söngkonunnar ungu er dæmigerður um hvernig tekist hefur að afvegaleiða fólk. Í fyrstu var aðeins haldið fram að hækkun CO2 í andrúmslofti væri orsök hækkandi hita, sem reyndar óverulegur en þó nokkur á síðustu öld. En nú er nánast allt sem aflaga fer í heiminum, eins og sjá má í framangreindri tilvitnun, allt þessum "lífsanda CO2" að kenna.

Hvað næst?

Spyr sá sem ekki veit, en áróðurinn þyngist stöðugt ekki síst eftir að þeir sem undirbyggt hafa þessar heimsendaspár hafa orðið uppvísir því að hagræða vísindagrundvellinum til að beygja hann að þeirri niðurstöðu sem þeir vilja fá og þeim var reyndar fyrirskipað að finna af IPCC, loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna; að koltvísýringur CO2 væri orsök að hlýnun andrúmsloftsins.

Þetta gerist á sama tíma og mannkyn allt ætti að hafa meiri áhyggjur af LÆKKANDI hita frekar en HÆKKANDI hita í andrúmslofti. 

 


Bloggfærslur 28. desember 2009

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 114283

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband