Fimm ár frá hinum skelfilegu jarðskjálftum á Indlandshafi sem leiddu til dauða 225.000 manna

Þessir hrikalegu atburðir gerðust 26. desember árið 2004. Úti á Indlandshafi reis hafsbotninn upp, lyfti sjónum á stóru svæði svo víða  sogaðist sjórinn frá þeim löndum sem að Indlandshafi lágu. Yfirborð sjávar lækkaði skyndilega, þetta sáu frumbyggjar víða og þeir vissu hvað var að gerast, forðuðu sér frá ströndum, En hinn upplýsti vestræni nútímamaður, sem flatmagaði á sólarströndum í jólafríi, sá ekki neitt. Síðan kom sjórinn æðandi og skall á landi, byggðum og borgum, olli gífurlegri eyðileggingu.

picture_1_946533.png Þessi flóðbylgja, sem aðallega lenti á ströndum Indónesíu, kostaði 225.000 manslíf. Auk þess slösuðust fjölmargir og voru eftir hamfarirnar í reiðileysi. Mörgum vestrænum þjóðum gekk treglega að átta sig á alvarleika málsins, margar ríkisstjórnir brugðust seint við til að skunda á vettvang og hjálpa sínum landsmönnum og öðrum sem áttu um sárt að binda eftir hamfarirnar. En það má segja stjórnvöldum á Íslandi það til lofs að þau sendu hjálparsveit og hjúkrunarlið austur á hamfararsvæðið, aðallega til að hjálpa hvítum Skandínövum og koma þeim heima.

Af hverju stöfuðu þessar hamfarir?

Þetta er auðvitað það sem alltaf má búast við á þessum hvika hnetti sem við lifum á. Nú eru jafnvel uppi raddir um að innar stutts tíma geti álíka viðburðir orðið á Kyrrahafi, jafnvel jarðskjálftar yfir 9 stig með gífurlegum flóðöldum allt frá San Fransiskó norður til Kanada.

Enn hefur engum dottið í hug að halda öðru fram en að hér eru flekahreyfingar jarðskorpunnar orsökin, það er vissulega merkilega staðreynd. Eftir sirkusinn í Kaupmannahöfn kæmi mér ekki á óvart þó einhverjir "árnar" færu að leiða rök að því að hér væri hinn öflugi maður að verki, hann er orðinn svo kröftugur að hann getur ráðið veðri og vindum, því þá ekki jarðskjálftum, flóðbylgjum og eldgosum?

Sömmu fyir jól skrifaði ung söngkona greinarkorn í Fréttablaðið undir yfirskriftinni "Hugleiðingar um loftslagsráðstefnuna". Þar á hún auðvitað um sirkusinn í Bella Center í Kaupmannahöfn, Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.

Ég ætla að leyfa mér að birta hér upphafið að þessari grein, varla hefur höfundur neitt á móti því.

"Það þarf ekki vísindaleg sannindi til að sjá eyðileggingarmátt mannkyns. Sannleikurinn uppljóstrast með flóðum, stækkun eyðimarka, aukinni tíðni hvirfilbylja og storma, hækkandi sjávarmáli, súrnun hafsins, eyðileggingu skóglenda, bráðnun jökla vítt og breitt um heiminn í dag - einnig þeirra sem stóðu háreistir í minni æsku í norðrinu".

Já, svo mörg eru þau orð. Vissulega er margskonar mengun í heiminum í dag. En ákveðnum öflum hefur tekist að leiða umræðuna frá réttum grundvallaratriðum og hefur tekist það svo "vel" að það er búið að trylla fólk um allan heim til að trúa því að allt sé að kenna hlýnun andrúmsloftsins, sem þó var ekki meiri en 0,74°C á síðustu öld með hámarki 1998. Síðan hefur hiti annaðhvort staðið í stað eða lækkað á þessum fyrsta ártug 21. aldar. Sömu öflum hefur einnig tekist að sannfæra nánast alla stjórnmálamenn heimsins um að allt sé þetta að kenna einni mikilvægustu undirstöðu lífsins á jörðinni, koltvísýringi CO2, sem er þó aðeins 0,0387% af öllum þeim efnum og gastegundum sem eru í gufuhvolfinu.

Þessi pistill söngkonunnar ungu er dæmigerður um hvernig tekist hefur að afvegaleiða fólk. Í fyrstu var aðeins haldið fram að hækkun CO2 í andrúmslofti væri orsök hækkandi hita, sem reyndar óverulegur en þó nokkur á síðustu öld. En nú er nánast allt sem aflaga fer í heiminum, eins og sjá má í framangreindri tilvitnun, allt þessum "lífsanda CO2" að kenna.

Hvað næst?

Spyr sá sem ekki veit, en áróðurinn þyngist stöðugt ekki síst eftir að þeir sem undirbyggt hafa þessar heimsendaspár hafa orðið uppvísir því að hagræða vísindagrundvellinum til að beygja hann að þeirri niðurstöðu sem þeir vilja fá og þeim var reyndar fyrirskipað að finna af IPCC, loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna; að koltvísýringur CO2 væri orsök að hlýnun andrúmsloftsins.

Þetta gerist á sama tíma og mannkyn allt ætti að hafa meiri áhyggjur af LÆKKANDI hita frekar en HÆKKANDI hita í andrúmslofti. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Svona til að það sé með hérna, þá eru öll árin eftir 2000 á topp tíu listanum yfir heitustu árin síðan 1880, þannig að það er í hæsta máta undarlegt að segja að hitastig hafi lækkað eða staðið í stað á síðustu árum, sjá hér og áratugurinn sem slíkur er sá heitasti síðan mælingar hófust. Auk þess er aukning CO2 í andrúmsloftinu um 38% frá því um iðnvæðingu, sem er töluverð aukning á þessari gróðurhúsalofttegund. Gróðurhúsalofttegundir hafa áhrif á hitastig, jafnvel í "litlu" magni, það eru vísindamenn almennt sammála um.

Enn og aftur hefur þér tekist að sneyða hjá því að benda á heimildir fyrir máli þínu, t.d. er það í þessu sambandi mikilvægt að vita hvaða heimildir eru fyrir því að fólk eigi að hafa áhyggjur af lækkandi hitastigi á næstunni.

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.12.2009 kl. 20:13

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Svatli, stundum erum við sammála! Ég hef margsinnis sagt í ræðu og riti að gróðurhúsalofttegundir hafa áhrif á hitastig jarðar eða það fyrirbrigði sem ég nota sem samheiti yfir, gróðurhúsahjálmur. Í þessum gróðurhúsahjálmi er vatnsgufa  ríkjandi efni 75%. Með góðum vilja má viðurkenna að koltvísýringur CO2 sé um 1% þó hann sé ekki nema 0,0387% af öllum efnum gufuhvolfsins. Ég vona að enn sért þú mér sammála.

Eins og þú segir hafa gróðurhúsalofttegundir áhrif á hitastig, hitastig á jörðinni áttu eflaust við. En hvernig? Á þann hátt að varna því að við missum til baka of mikið af  hitanum sem sólin færir okkur, stundum tekst gróðurhúsahjálminum það ekki nægilega vel eins og um nóttina í júlí sl. þegar næturfrost varð í Þykkvabæ og kartöflugrös féllu bændum til mikils skaða.

Og nú að kjarnanum um gróðurhúsahjálminn.

Það er ótvírætt viðurkennt (ég ætla ekki að vitna í neinn sérstakan, tel þess ekki þörf) að ef gróðurhúsahjálmsins nyti ekki við væri meðalhiti á jörðinni ekki plús 14,5°C heldur heldur mínus 18°C.

Jörðin væri óbyggileg! 

Þess vegna eru gróðurhúsalofttegundirnar ein af mikilvægustu grunstoðum lífs á jörðinni. Þú og þínir skoðanabræður hafa valið að ráðsat gegn þessari grunnstoð, að vísu ekki í heild því þið vitið að þið getið ekki haft nein áhrif á 95%, vatnsgufuna (eða hafið ekki gert það til þessa, kannski kemur það). Þess í stað er ráðist á litlu eininguna, CO2, sem að hámarki er 1% af því að það er hægt að búa til þann feril að maðurinn með brennslu kolefnis sé að auka magn CO2 í andrúmsloftinu frá því mælingar hófust fyrir hálfri öld úr 0,0256 í 0.0387%. Hinsvegar er það sannað að á öldum áður, meira að segja áður en maðurinn kunni að tendra eld, var miklu meira magn CO2 í andrúmsloftinu. Við skulum heldur ekki gleyma því að CO2 er undirstaða alls gróðurs á jörðinni og tryggir okkur súrefni, við höfum öll jafn mikla þörf fyrir súrefni, líka þeir sem eru á mála hjá IPCC.

Hvaðan kom þá koltvísýringur CO2 á öldum áður?

Síðan er það kenningin sem allt byggist á:

Að þessi örstærð, 1% í gróðurhúsahjálminum, hafi áhrif til hækkunar hita á jörðinni. Hiti á jörðinni fór hækkandi í rykkjum á síðustu öld eins og sést á línuritinu að ofan en var þó í heild ekki meiri en 0,74°C alla öldina og nær hámarki árið 1998. En hvernig sem þú og aðrir mótmælið þá hefur hiti ýmist lækkað eða staðið í stað á þessari öld þó hiti á jörðinni sé heitasti ártugur síðan mælingar hófust. Hins vegar vitum við báðir að það hefur verið fiktað við staðreyndir, hitastigstölur hafa verið lagaðar til svo þær falli betur að kenningunni um hækkandi hita á jörðinni.

Það hefur aldrei verið sannað að maðurinn hafi minnstu áhrif á hitastig jarðar!!!

Með öllum þeim gífurlega kostnaði sem búið er að draga fávísa stjórnmálamenn til að samþykkja til að draga úr hækkun CO2 í andrúmslofti þá má búast við að ef farið verður í þessar fávíslegu aðgerðir með tilheyrandi skattheimtu út af "kenningu" sé hægt að höggva 4% af þessu 1 vesalings prósenti. En þá þarf að verða við öllum ýtrustu kröfur öfgasinna og þá verða miklir erfiðleikar í heimi hér sem munu á endanum koma harðast niður á fátækustu og frumstæðustu þjóðum heims.

Þú krefur mig stöðugt um að ég vísi á heimildir. Ég krefst ekki þess sama af þér, gef ekki mikið fyrir þegar einhver vísindamaður á mála já IPCC, loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, fær vísindagrein birta í vísindariti sem síðan er ritrýnd af öðrum vísindamönnum á mála hjá sömu stofnun.

En ég er hér með fyrir framan mig áskorun og áleitnar spurningar 154 vísindamanna til Ban-ki-moon framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, áleitnar spurningar sem þeir ætlast til að hann láti sitt vísindagengi svara. Ég er líka með fyrir framan mig svör þeirra sjálfra við þessum áleitnu spurningum og þær eru svo sannarlega athyglisverðar. Ef mér tekst að koma þessu að einhverju eða öllu leyti á bloggið skal ég ekki liggja á því hverjir þessir vísindamenn eru, þeir hafa aldrei farið í felur en eiga það sameiginlegt að fá ekki að koma á ráðstefnur IPCC og i fá sjaldan  birt eftir sig í vísindaritum.

Þannig er málfrelsið í upphafi 21. aldar.

Þú spyrð hvað ég hafi fyrir mér í þeirri aðvörun að mannkynið ætti að hafa meiri áhyggjur að lækkandi hita á jörðinni frekar en hækkandi. Ég get bent þér á það að við höfum ekki enn náð þeim meðalhita sem var á miðöldum, fyrstu 400 árum Íslandsbyggðar þegar hér var allt í blóma, mikill jarðargróður svo sem akuryrkja og þá hét Vatnajökull öðru nafni, Klofajökull, enda voru þetta tveir jöklar og þjóðleið á milli þeirra milli Norður- og Suðurlands. Ég get nefnt marga vísindamenn máli mínu til stuðnings en ætla aðeins að nefna einn, sem er einhver merkasti vísindamaður í loftslagsfræðum sem uppi hefur verið.

Það er Theodor Landsceidt, f. 1927, d. 2004. Ég veit að hann er ekki í hávegum hafður í hópi þeirra sem eru á mála hjá IPCC. Hann sagði frá unga aldri fyrir um loftlag og hitastig jarðar áratugi fram í tímann.

það væri ekki úr vegi að þú brjótir odd af oflæti þínu og kynnir þér hverjir voru síðustu spádómar Theodor Landscheidt. 

Sigurður Grétar Guðmundsson, 29.12.2009 kl. 08:43

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

CO2 hefur aukist úr u.þ.b. 280 ppm í u.þ.b. 386 ppm í dag á ca. 150 árum. Það er mælanleg staðreynd. Það þarf ekkert að reyna að námunda það upp í 1% eins og þú reynir að færa rök fyrir. Vísindamenn eru almennt sammála um að styrkur CO2 í lofthjúpnum hafi áhrif á hitastig jarðar, sjá t.d. hér.

Ég kynnti mér stjörnuspekinginn og áhugamanninn um loftslagsfræði Theodor Landscheidt og hans kenningar. Mér þykir þú kaldur að treysta á þessa heimild varðandi hitafar jarðar í framtíðinni, en það er náttúrulega bara mitt mat.

Mælingar benda ekki til þess að virkni sólar hafi haft áhrif á hitastig jarðar (þ.e. til hækkunar hitastigs) síðustu 20 árin. Í raun eru áhrif hennar frekar í áttina að kólnun síðustu ár, sjá t.d. þessa ritrýndu grein, þó svo hitastig hafi á sama tíma hækkað.

Loftslagsbreytingar hafa átt sér stað og munu halda áfram að eiga sér stað, breytingar á magni CO2 og annarra gróðurhúsalofttegunda hefur átt sér stað áður og verið í mun meira magni fyrir miljónum ára en nú er, þetta vitum við m.a. vegna þess að vísindamenn hafa stundað vinnu við að rannsaka þetta, svo og aðra þætti. Vísindamenn telja að styrkur CO2 (og annarra gróðurhúsalofttegunda) í lofthjúpnum hafi áhrif á hitastig jarðar. T.d. er talið að næmni CO2 sé u.þ.b. 1,5°-4,5°C við tvöföldun CO2 í lofthjúpnum. Það er þess vegna sem vísindamenn vilja ekki að styrkur CO2 í lofthjúpnum haldi áfram að aukast, sérstaklega ekki á þeim hraða sem verið hefur.

CO2 er ekki eini orsakavaldur hitastigsbreytinga á jörðu, sólin hefur einng áhrif, ásamt fleiri þáttum, en þáttur sólarinnar hefur ekki verið til hækkunnar hitastigs jarðar undanfarin ár og áratugi, heldur þvert á móti, eins og fram kom í tengli hér að ofan. En segjum sem svo að það komi nýtt Maunder Minimum (svona til að skoða þann mögulega, sem mun gerast einhverntíma sé sagan skoðuð), þá útilokar það í sjálfu sér ekki að virkni CO2 sem gróðurhúsalofttegund geti ekki verið til staðar eins og lang flestir vísindamenn gera ráð fyrir. Til nánari upplýsingar þá langar mig að benda á upplýsingar um orsakir fyrri loftslagsbreytinga.

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.12.2009 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 113862

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband