13.10.2010 | 09:35
Að einstaklingur eyði 2 milljónum króna i kosningabaráttu fyrir sjálfan sig fyrir Stjórnlagaþingið nær ekki nokkurri átt
Ég lauk við í gær að senda þau gögn sem ég átti að senda rafrænt til Landskjörstjórnar vegna framboðs míns til Stjórnlagaþings svo ég tel á þar með sé ég orðinn fullgildur frambjóðandi. Ég ætla á næstunni að setja fram skoðanir mínar um helstu atriði sem ég legg á herslu á á Stjórnlagaþinginu. Ég er þegar búinn að lýsa þeirri skoðun minni að ég tel að gera landið að einu kjördæmi sé lýðræðinu ekki til framdráttar og er andvígur því.
En því miður eru þeir sem sett hafa saman reglur fyrir frambjóðendur til Stjórnlagaþings undir áhrifum síðustu bólutíma í fjármálum. Í reglum fyrir frambjóðendur stendur skýrum stöfum að hverjum og einum frambjóðanda sé heimilt að verja 2 milljónum króna til að kynna sjálfan sig.
Fékk enginn í undirbúningsnefnd Stjórnlagaþings bakþanka þegar þetta var ákveðið? Eru menn enn svo samdauna því siðlausa peningasukki sem viðgengist hefur hjá mörgum stjórnmálamönnum sem hafa verið í framboði til Alþingis? Framboð til Stjórnlagþings er algjörlega persónulegt, eða það vona ég að minnsta kosti. Að leyfa þetta peningasukk í undirbúningi kosninga til Stjórnlagaþings er andlýðræðislegt og skekkir stórlega aðstöðu frambjóðenda. Ég persónulega á engar 2 milljónir til að leggja í framboðssukk og þó svo væri mundi ég aldrei fara að eyða peningum í framboð mitt.
Ég ætla stoltur að lýsa því yfir að ég muni ekki eyða 1 krónu í að koma mér á framfæri og skora á undirbúningsnefnd Stjórnlagaþings að afturkalla þetta sukkákvæði úr reglum um kosningar til Stjórnlagaþings. Ef það verður ekki gert tel ég að ég og margir fleiri drögum framboð okkar til baka eða sumir hætti við framboð.
Bloggfærslur 13. október 2010
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar