Að einstaklingur eyði 2 milljónum króna i kosningabaráttu fyrir sjálfan sig fyrir Stjórnlagaþingið nær ekki nokkurri átt

Ég lauk við í gær að senda þau gögn sem ég átti að senda rafrænt til Landskjörstjórnar vegna framboðs míns til Stjórnlagaþings svo ég tel á þar með sé ég orðinn fullgildur frambjóðandi. Ég ætla á næstunni að setja fram skoðanir mínar um helstu atriði sem ég legg á herslu á á Stjórnlagaþinginu. Ég er þegar búinn að lýsa þeirri skoðun minni að ég tel að gera landið að einu kjördæmi sé lýðræðinu ekki til framdráttar og er andvígur því.

En því miður eru þeir sem sett hafa saman reglur fyrir frambjóðendur til Stjórnlagaþings undir áhrifum síðustu bólutíma í fjármálum. Í reglum fyrir frambjóðendur stendur skýrum stöfum að hverjum og einum frambjóðanda sé heimilt að verja 2 milljónum króna til að kynna sjálfan sig.

Fékk enginn í undirbúningsnefnd Stjórnlagaþings bakþanka þegar þetta var ákveðið? Eru menn enn svo samdauna því siðlausa peningasukki sem viðgengist hefur hjá mörgum stjórnmálamönnum sem hafa verið í framboði til Alþingis? Framboð til Stjórnlagþings er algjörlega persónulegt, eða það vona ég að minnsta kosti. Að leyfa þetta peningasukk í undirbúningi kosninga til Stjórnlagaþings er andlýðræðislegt og skekkir stórlega aðstöðu frambjóðenda. Ég persónulega á engar 2 milljónir til að leggja í framboðssukk og þó svo væri mundi ég aldrei fara að eyða peningum í framboð mitt. 

Ég ætla stoltur að lýsa því yfir að ég muni ekki eyða 1 krónu í að koma mér á framfæri og skora á undirbúningsnefnd  Stjórnlagaþings  að afturkalla þetta sukkákvæði úr reglum um kosningar til Stjórnlagaþings. Ef það verður ekki gert tel ég að ég og margir fleiri drögum framboð okkar til baka eða sumir hætti við framboð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er heimilt samkvæmt þessum reglum að nota 2 milljónir í að koma sér á framfæri, en enginn þarf að gera það. Það er einmitt hugsanlegt að það verði til trafala fyrir frambjóðendur að fram fari, greinanlega kostnaðarsamt framboð í þeirra nafni

Dagný (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 10:30

2 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Sammála þér Sigurður, þetta er algjört bull að opna á svona háa heimild kynningarkostnaðar.

Augljóslega runnið undan rifjum s.k. hagsmunaaðila til að geta keypt sér fulltrúa inná þingið. Kæmi manni t.d. ekki á óvart að LÍÚ klíkan vildi fá að hafa áhrif á vinnu stjórnlagaþings sem og fleiri klíkur.

Besta svarið við þessu hjá ykkur sjálfsprottna áhugafólkinu er að knýja fram kostnaðaryfirlit allra áður en til atkvæða er gengið. Þá sjúm við kjósendur hverjir eru á eigin forsendum og hverjir eru GERÐIR ÚT til að hafa áhrif!

Kristján H Theódórsson, 13.10.2010 kl. 10:49

3 identicon

Get ekki stillt mig um að benda á að það var ALÞINGI sem lögfesti þessar tvær milljónir sem hámark en ekki einhver undirbúningsnefnd. Þess vegna er það Alþingi eitt sem getur breytt því ákvæði en ekki einhver undirbúningsnefnd. Og vel að merkja, þetta er HÁMARK! Það stendur auðvitað hvergi í lögunum að menn þurfi að verja allt að tveimur milljónum króna í framboðið og menn geta haft allar skoðanir á upphæðinni, það er bara annað mál. Svo sé ég í lögunum ákvæði um að sama upplýsingaskylda hvíli á frambjóðendum um framlög og styrki og gildir um frambjóðendur í öðrum kosningum og stjórnmálasamtök. Auðvitað má breyta öllum lagabálkum í stóru eða smáu, ef þurfa þykir. Hæpið er hins vegar að Alþingi rjúki til nú og breyti lögum um stjórnlagaþing þegar ferli kosninganna er hafið og reyndar svo langt komið að framboðsfrestur er að renna út. Kröfur um slíkt eru meira en lítið sérkennilegar, reyndar alveg út úr kú.

Atli Rúnar Halldórsson (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 13:39

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Sigurður.

Ég er alls ekki sammála þér um að það eigi að setja meiri höft á það hvað fólkið gerir við peningana sína. Þessi heilaþvottur sem ég vil kalla að sé í gangi núna er komin út í öfgar eins og allflest hjá okkur Íslendingum.

Því má einstaklingur sem hefur áhuga á pólitík ekki eyða sínu fé í það. Það er ekki það sama og að þiggja styrki frá hagsmunaaðilum. Þú vilt kannski að það séu bara þjóðþekktar persónur sem komi þarna inn. Það hefur verið auðveld leið fyrir þekkta fréttamenn og fjölmiðlaandlit að komast áfram í íslenskri pólitík. Ég er ekki hrifin af því og ég er ekki hrifin af hafta-boð-og bannstefnum sem mikið er rætt um núna og þú virðist aðhyllast.

Ætli það sé borin von að heilbrigð skynsemi og frjálst val með viðeigandi ábyrgð komist á koppinn hjá okkur.

Gangi þér annars allt í haginn. Kveðja Kolla 

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.10.2010 kl. 17:32

5 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Satt að segja undarleg viðbrögð sem ég fæ viðþessum pistli mínum. Kolbrún, þú vilt ekki setja höft á kvað fólk geri við peningana sína. Þá ert þú líklega fylgjandi því að það eigi ekki að vera nein höft á því hvað einstakir frambjóðendur leggja í kosningabarátttuna, er það ekki réttur skilningr hjá mér?

Eitt er víst; ef heimilt er að verja 2 milljónum króna til að kynna sjálfan sig þá er jafnræðið brotið. Það eru örugglega fleiri en  sem ekki hafa slíka fjármuni handbæra. 

Sigurður Grétar Guðmundsson, 13.10.2010 kl. 17:54

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er algerlega ósammála Kolbrúnu í þessu máli og 100% sammála þér, Sigurður Grétar, að þetta 2 millj. kr. ákvæði er "andlýðræðislegt og skekkir stórlega aðstöðu frambjóðenda." Hneykslanlegt raunar að mínu mati.

Kristinn má gæta að því, að "LÍU-klíkan" hefur engin fjárráð til jafns við Brussel-ofurvaldið, og það eru þegar komnir fram a.m.k. tveir harðvítugir ESB-innlimunarsinnar sem frambjóðendur til stjórnlagaþings: Jón Steindór Valdimarsson og Pavel Bartozek.

Jón Valur Jensson, 13.10.2010 kl. 18:27

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hi aftur. Það er ekki alveg nýtt að við Jón Valur séum ósammála  þó við séum hrikalega sammála með sum mál eins og að halda þjóðinni frá ESB. Ég sé heldur ekki hvað er undarlegtvið að menn séu á annarri skoðun en þú Sigurður, sorry.

Hvað jafnræði varðar þá er betra að miða sig uppá við en niður og það má þá hugsa sér að þeir sem "höllum fæti standa" fái styrki frá ríkinu ef aðrir eru miklu hærri. Ég er þó ekki hrifin af styrkjakerfi nema í undantekningartilfellum og til að jafna leikinn.

Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.10.2010 kl. 23:18

8 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

LÍÚ mun sjá til þess að eiga "sína menn og konur"(leppi) á þessu þingi. Mikill er máttur LÍÚ því má aldrei gleyma.

Sigurður I B Guðmundsson, 13.10.2010 kl. 23:18

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eins og hverja, Sigurður?

Þetta heitir að skrifa án ábyrgðar.

Kolla mín, þú veizt að ríkið hefur ekki efni á neinu bruðli nú um stundir. En það verður einhver kynning á vegum stjórnlaganefndar, og svo geta menn skrifað blaðagreinar og fá ugglaust að heyrast á ljósvakamiðlunum. Það nægir. Bara veslingum nægir það eitt að kaupa sig til áhrifa, embætta og jafnvel ráðherrasætis með því að ausa fé í auglýsingar. Ef einhverjir eiga hins vegar eitt til þrjú hundruð þúsund til að fleygja í slíkar auglýsingar, er það mér að meinalausu, mér finnst það reyndar meira en nógu há upphæð.

Jón Valur Jensson, 13.10.2010 kl. 23:27

10 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Jón Valur, ég vissi ekki að stjórnlagaþingið ætti að fjalla um aðildina að ESB. Hef eitthvað misskilið þetta.

Sigurður I B Guðmundsson, 13.10.2010 kl. 23:55

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lagaprófessor í HR, Ragnhildur Helgadóttir, gekk svo langt að segja, eins og ekkert væri, í útvarpi: “Og svo þarf auðvitað að afnema fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar”! (efnislega þannig).

En þetta eru fjöregg sjálfstæðis okkar og fullveldis, þau má ekki afnema! Það eru helgispjöll og lygi að tala svona, það er engin þörf á þessu ... nema að vísu fyrir þá sem vilja svíkja þetta lýðveldi feðra okkar og mæðra í tryggðum og gefa allt æðsta vald í hendur … Brusselráðanna. (Meira hér: Stjórnlagaþing verji lýðveldið.)

Til þess eru refirnir skornir hjá Samfylkingarliðinu, Sigurður, að svo líti út sem stjórnlagaþingið muni bæta hér stjórnarhætti, sem og réttindi fólks, en aðaltilgangurinn er að auðvelda innlimun lýðveldisins í Evrópu-tröllríkið og tilgangur nr. 2 sennilega sá að svipta forsetann synjunarvaldinu, þ.e. áfrýjunarvaldinu til þjóðarnnar.

Jón Valur Jensson, 14.10.2010 kl. 01:43

12 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Gangi þér vel Sigurður!

Lúðvík Júlíusson, 14.10.2010 kl. 10:06

13 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég er sammála því sem þú skrifar hér nafni, þó við séum oft mjög ósammála. Gangi þér vel í þessu framboði og vonandi fara flestir að fordæmi þínu að eyða ekki neinu í auglýsingar.

Svo tek ég undir með öðrum nafna okkar hér, ég held að stjórnlagaþing snúist ekki um mögulega aðild að ESB eða öðrum ríkjabandalögum. Jón Valur ætti frekar að bjóða sig fram til Alþingis eða ganga til liðs við einhvern þeirra flokka sem virðast staðráðnir í að vera á móti ESB aðild.

Sigurður Hrellir, 15.10.2010 kl. 23:41

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Sigurður, næsta stig fullveldisbaráttunnar verður einmitt þarna!

Jón Valur Jensson, 16.10.2010 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 113864

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband