17.3.2010 | 17:21
Hvað ætlast þingemnn fyrir með því að fara að krukka í stjórnskipunina handahófskennt?
Tvö þingmannafrumvörp hafa litið dagsins ljós á hinu há Alþingi um stjórnskipan landsins. Annað leggur til að þeir þingmenn, sem taka við ráðherraembættum, láti af þingmennsku og varamenn taki sæti þeirra. Hinsvegar virðast þeir þingmen sem verða ráðherrar að sitja á þingi áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Hinsvegar er frumvarp um að gera landið að einu kjördæmi til að tryggja að vægi allra atkvæðisbærra einstaklinga hafi nákvæmlega sama vægi hvort sem þeir búa í Reykjavík, Rauðasandi eða Raufarhöfn
Hvað gengur þeim þingmönnum til sem með þessu vilja fara að krukka í stjórnskipunina?
Það er eins og hin sterka krafa um stjórnlagaþing og endurskoðun stjórnarskrár og þar með stjórnskipun landsins sé týnd og tröllum gefin, að minnsta kosti virðist þessi krafa vera týnd hjá þeim alþingismönnum sem að þessu "krukki" standa. Það er engin lausn að þeir alþingismenn, sem verða ráðherrar, láti af þingmennsku og varmenn þeirra setjist á þig. Lítill flokkur fær ekki lítinn liðstyrk ef hann á aðild að ríkisstjórn, hann gæti jafnvel tvöfaldað þá sem sitja fyrir flokkinn á Alþingi þó atkvæðisbærum hafi ekki fjölgað. Þetta þarf að skoða miklu betur og ég er í grundvallaratriðum sammála því að aðskilja löggjafarþingið og framkvæmdarvaldið betur en gert hefur verið. Ég álít að þeir sem eru ráðherrar eigi ekki að vera þingmenn og ekki nóg með það; þeir eiga alls ekki að sitja á þingi en þingnefndir eiga að kalla þá fyrir þegar ástæða þykir til.
Að gera landið að einu kjördæmi án nokkurra annarra rástafana er neyðarúrræði sem þó líklega þarf að grípa til, en ekkert mun efla flokksræðið meira en sú gjörð. Hinsvegar má fara blandaða leið og jafnvel skoða að á landinu verði nokkur einmenningskjördæmi jafnframt til að flokksræðið verði ekki algjört.
Báðum þessum tillögum á að kippa til baka, þær eru engan veginn tímabærar. Slíkar breytingar eru hluti að miklu stærra máli, stjórnskipaninni í heild og endurskoðun stjórnarskrárinnar. Af hverju hefur það mál algjörlega lognast út af, við eigum að krefjast stjórnlagaþings nú á þessu ári svo að unnt sá að vinna að alefli að stjórnlagaumbótum. Þær eiga að vera komnar til framkvæmda í næstu þingkosningum ef þær verða á eðlilegum tíma.
17.3.2010 | 16:54
Froðufellandi Sigmar gegn Árna Páli félagsmálaráðherra
Það var mjög eftirminnilegt viðtalið sem Sigmar í Kastljósi átti við Árna Pál félagsmálaráðherra um leiðréttingar á gengistryggðum bílalánum. Það hefur lengi verið gagnrýnt, og það með réttu að nokkru leyti, að meira sé gengið að og meiri ábyrgð sett á skuldara en lánveitendur, og það er talsvert til í því. Nú hefur Árni Páll skorið upp herör gegn þeim sem lánuðu villt og galið fé til bílakaupa og ég hef verið einn af þeim sem hefur fundist að það hafi verið krafan að öllum skuli bjargað hve óskynsamlega sem menn höguðu sér í lántökum fyrir hrunið og fjölmiðlar hafa tekið undir það að meiri ábyrgð ætti að leggja á lánveitendur. Það er einmitt það sem Árni Páll stefnir að með aðgerðum sínum að krefja lánveitendur um lækkun höfuðstóls bílalána jafnveð ganga svo langt að þessir einu og sönnu sem lánuðu til bílakaupa emja og veina og segjast sjá fram á gjaldþrot.
En í gærkvöldi gerðist nokkuð athyglisvert í Kastljósi. Það mátti segja að Sigmar fréttamaður missti algjörlega stjórn á sér og segja má að Árni Páll hafi tæpast fengið frið til að ljúka nokkurri setningu. Sigmar varð þarna næstum því sér til skammar. Þeir lántakendur eru til vissulega sem höguðu sér eins og þeir ættu heiminn og slógu endalaust lán, margir hefðu farið á hausinn þó ekkert hrun hefði orðið. En ég held að fréttamann verði að halda sér ámottunni og koma fram af kurteisi en ekki froðufellandi bræði eins og Sigmar gerði í gærkvöldi.
Bloggfærslur 17. mars 2010
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar