Hvað ætlast þingemnn fyrir með því að fara að krukka í stjórnskipunina handahófskennt?

Tvö þingmannafrumvörp hafa litið dagsins ljós á hinu há Alþingi um stjórnskipan landsins. Annað leggur til að þeir þingmenn, sem taka við ráðherraembættum, láti af þingmennsku og varamenn taki sæti þeirra. Hinsvegar virðast þeir þingmen sem verða ráðherrar að sitja á þingi áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Hinsvegar er frumvarp um að gera landið að einu kjördæmi til að tryggja að vægi allra atkvæðisbærra einstaklinga hafi nákvæmlega sama vægi hvort sem þeir búa í Reykjavík, Rauðasandi eða Raufarhöfn

Hvað gengur þeim þingmönnum til sem með þessu vilja fara að krukka í stjórnskipunina?

Það er eins og hin sterka krafa um stjórnlagaþing og endurskoðun stjórnarskrár og þar með stjórnskipun landsins sé týnd og tröllum gefin, að minnsta kosti virðist þessi krafa vera týnd hjá þeim alþingismönnum sem að þessu "krukki" standa. Það er engin lausn að þeir alþingismenn,  sem verða ráðherrar, láti af þingmennsku og varmenn þeirra setjist á þig. Lítill flokkur fær ekki lítinn liðstyrk ef hann á aðild að ríkisstjórn, hann gæti jafnvel tvöfaldað þá sem sitja  fyrir flokkinn á Alþingi þó atkvæðisbærum hafi ekki fjölgað. Þetta þarf að skoða miklu betur og ég er í grundvallaratriðum sammála því að aðskilja löggjafarþingið og framkvæmdarvaldið betur en gert hefur verið. Ég álít að þeir sem eru ráðherrar eigi ekki að vera þingmenn og ekki nóg með það; þeir eiga alls ekki að sitja á þingi en þingnefndir eiga að kalla þá fyrir þegar ástæða þykir til.

Að gera landið að einu kjördæmi án nokkurra annarra rástafana er neyðarúrræði sem þó  líklega þarf að grípa til, en ekkert mun efla flokksræðið meira en sú gjörð. Hinsvegar má fara blandaða leið og jafnvel skoða að á landinu verði nokkur einmenningskjördæmi jafnframt til að flokksræðið verði ekki algjört. 

Báðum þessum tillögum á að kippa til baka, þær eru engan veginn tímabærar. Slíkar breytingar eru hluti að miklu stærra máli, stjórnskipaninni í heild og endurskoðun stjórnarskrárinnar. Af hverju hefur það mál algjörlega lognast út af, við eigum að krefjast stjórnlagaþings nú á þessu ári svo að unnt sá að vinna að alefli að stjórnlagaumbótum. Þær eiga að vera komnar til framkvæmda í næstu þingkosningum ef þær verða á eðlilegum tíma. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Hefur þú kynnt þér hugmyndir mínar varðandi kjördæmi?

Axel Þór Kolbeinsson, 17.3.2010 kl. 18:39

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Sæll Axel Þór

Ég hef aðeins litið snöggt á þínar hugmyndir um löggjafarvaldið. Mér finnst margt þar áhugavert. Þú virðist sama sinnis og ég að allt landið eitt kjördæmi án nokkurs annars er mjög varhugavert. Hverfum ekki til baka til tveggja þingdeilda. Aðeins Ómar kemur inn á að fækka þingmönnum. Ég hef ekki langa þingsetu að baki en nóg til þess að vita nokkuð hvernig Alþingi starfar, er þess vegna alfarið á móti fækkun þingmanna.

Hvers vegna? 

Vegna þess að með því er Alþingi ekki eins starfhæft, starf þingsins fer fram að grundvelli til í þingnefndunum. Þær þurfa að vera fjölbreyttar og með færri þingmönnum náum við ekki að manna þingnefndirnar. Sýnilegir þingfundir er "leiksviðið" þeir eru ekki þungamiða þingstarfa. Auk þess við ég elst búa svo um hnúta að "atvinnuþingmenn" verði sem fæstir, þingmenn sem hópur verði þverskurður af þjóðinni, ekki aðeins "lögfræðingagengi".

En umfram allt; knýjum á endurbætur á stjórnskipan landsins, engar "skóbætur" á stjarnskipaninni eða stjórnarskránni, knýjum á um stjórnlagaþing og það sem fyrst.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 17.3.2010 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 113923

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband