20.4.2010 | 12:16
Þetta skrifaði ég til konu sem heitir Guðrún Sæmundsdóttir hér á blogginu, vona hennar vegna að hún fjalli um menn og málefni á heiðarlegri hátt en hingað til
Sú endurvakning sem ég vonaði að Skýrslan mikla hefði í för með sér var að ekki aðeins sú að forystumenn þjóðarinnar, heldur hver og einn, temdi sér heiðarlegri starfshætti, sérstaklega margir bloggarar þyrftu á því að halda.
Guðrún, þú virðist ekki taka það til þín að heiðarleg umfjöllun um öll mál er nauðsyn, þú virðist ekki hafa neitt á móti því að fara með rangt mál ef þér finnst það henta þér, tilgangurinn helgar meðalið:
1. Skýrslan mikla segir ítarlega frá því hvernig Bresk yfirvöld reyndu nánast allt sumarið 2008 að fá Landsbankann til að færa Icesave innlánin inn í banka sinn í London úr útibúinu. Ef það hefði verið gert værum við á engan hátt í ábyrgð fyrir þessum innlánum þau hefðu orðið á ábyrgð breska fjármáleftirlitsins og þarlends tryggingarsjóðs innlána. Landsbankinn hafði góð orð um þetta í byrjun en þæfði það stöðugt og lét ekki undan þrýstingi Breta. Hversvegna? Landsbanka menn segja frá því í skýrslunni. Það var vegna þess að þá hefðu þeir ekki getað mergsogið útibúið í London, flutt þessi innlán til Íslands til að lána þetta fjármagn Björgólfunum og öðrum tortúlulubbum.
Ætlar þú að halda því fram að það sem sagt er í Skýrsluni um þetta sé rangt?
2. ESB reglum var ekki þröngvað upp á okkur, við samþykktum á Alþingi að taka þessar reglur upp. Bankahrunið er ekki þessum reglum að kenna heldur þeim sem brutu þær. Er það umferðarlögum að kenna að skelfileg umferðaslys verða á íslenskum þjóðvegum á hverju ári? Þeir menn sem eyðilögðu bankana voru eigendur og stjórnendur allra íslensku bankanna sem hafa, skv. Skýrslunni brotið nær öll lög og reglur um bankastarfsemi og sópuðu að lokum fjármagni úr gjaldþrota bönkum, lánuðu sjálfum sér og einnig erlendum fjárglæframönnum.
3. Við höfum ekki hugmynd um hvaða réttindi og skyldur fylgja því að ganga í ESB, það fæst einungis með aðildarviðræðum. ESB er í miklum ógöngum með sína sjávarútvegsstefnu. Við munum ALDREI framselja yfirráð okkar yfir fiskveiðilögsögunni til ESB, ég er fylgjandi aðild, en þetta mundi ég aldrei samþykkja slíkt. Er einhver von til að við fáum það samþykkt? Á langri ævi hef ég upplifað þá tíma sem íslensk landhelgi var aðeins 3 mílur frá strönd. Þá áttum við framsýna og dugmikla stjórnmálamenn svo sem Ólaf Thors og Lúðvík Jósepsson sem hikuðu ekki við að hefja baráttu fyrir auknum réttindum okkar til að ráða okkar eigin auðlindum, hafinu í kringum Ísland. Fyrsta baráttan var 12 mílur frá grunlínupunktum, sigur í þeirri baráttu. Síðan barátta fyrir 50 mílum frá grunnpunktum, þá barátta fyrir200 mílum einnig sigur þar. Við segjum einfaldlega við Evrópusambandið: hvers vegna eiga Danir og Bretar rétt á olíu og gasi í sinni lögsögu, hvers vegna eigum við rétt á því sama á Drekasvæðinu. Hvers vegna gildir ekki það sama um staðbundna fiskistofna innan lögsögunnar? Það á enginn sögulegan rétt til fiskveiða innan lögsögu Íslands.
Getur þú fullyrt að við getum ekki náð fram þessum sjálfsögðu réttindum okkar?
Guðrún, eitt að lokum. Ef þú ætlar að halda áfram að blogga þá ég bið þig að bera það mikla virðingu fyrir sjálfri þér og þínum viðmælendum að hafa það sem sannara reynist en ekki gaspra um hluti sem þú greinilega hefur ekkifyrir að kynna þér.Bloggfærslur 20. apríl 2010
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar