Þetta skrifaði ég til konu sem heitir Guðrún Sæmundsdóttir hér á blogginu, vona hennar vegna að hún fjalli um menn og málefni á heiðarlegri hátt en hingað til

Sú endurvakning sem ég vonaði að Skýrslan mikla hefði í för með sér var að ekki aðeins sú að forystumenn þjóðarinnar, heldur hver og einn, temdi sér heiðarlegri starfshætti, sérstaklega margir bloggarar þyrftu á því að halda.

Guðrún, þú virðist ekki taka það til þín að heiðarleg umfjöllun um öll mál er nauðsyn, þú virðist ekki hafa neitt á móti því að fara með rangt mál ef þér finnst það henta þér, tilgangurinn helgar meðalið:

1. Skýrslan mikla segir ítarlega frá því hvernig Bresk yfirvöld reyndu nánast allt sumarið 2008 að fá Landsbankann til að færa Icesave innlánin inn í banka sinn í London úr útibúinu. Ef það hefði verið gert værum við á engan hátt í ábyrgð fyrir þessum innlánum þau hefðu orðið á ábyrgð breska fjármáleftirlitsins og þarlends tryggingarsjóðs innlána. Landsbankinn hafði góð orð um þetta í byrjun en þæfði það stöðugt og lét ekki undan þrýstingi Breta. Hversvegna? Landsbanka menn segja frá því í skýrslunni. Það var vegna þess að þá hefðu þeir ekki getað mergsogið útibúið í London, flutt þessi innlán til Íslands til að lána þetta fjármagn Björgólfunum og öðrum tortúlulubbum.

Ætlar þú að halda því fram að það sem sagt er í Skýrsluni um þetta sé rangt?

2. ESB reglum var ekki þröngvað upp á okkur, við samþykktum á Alþingi að taka þessar reglur upp. Bankahrunið er ekki þessum reglum að kenna heldur þeim sem brutu þær. Er það umferðarlögum að kenna að skelfileg umferðaslys verða á íslenskum þjóðvegum á hverju ári?  Þeir menn sem eyðilögðu bankana voru eigendur og stjórnendur allra íslensku bankanna sem hafa, skv. Skýrslunni brotið nær öll lög og  reglur um bankastarfsemi og sópuðu að lokum fjármagni úr gjaldþrota bönkum, lánuðu sjálfum sér og einnig erlendum fjárglæframönnum.

3. Við höfum ekki hugmynd um hvaða réttindi og skyldur fylgja því að ganga í ESB, það  fæst einungis með aðildarviðræðum. ESB er í miklum ógöngum með sína sjávarútvegsstefnu. Við munum ALDREI framselja yfirráð okkar yfir fiskveiðilögsögunni til ESB, ég er fylgjandi aðild, en þetta mundi ég aldrei samþykkja slíkt. Er einhver von til að við fáum það samþykkt? Á langri ævi hef ég upplifað þá tíma sem íslensk landhelgi var aðeins 3 mílur frá strönd. Þá áttum við framsýna og dugmikla stjórnmálamenn svo sem Ólaf Thors og Lúðvík Jósepsson sem hikuðu ekki við að hefja baráttu fyrir auknum réttindum okkar til að ráða okkar eigin auðlindum, hafinu í kringum Ísland. Fyrsta baráttan var 12 mílur frá grunlínupunktum, sigur í þeirri baráttu. Síðan barátta fyrir 50 mílum frá grunnpunktum, þá barátta fyrir200 mílum einnig sigur þar. Við segjum einfaldlega við Evrópusambandið: hvers vegna eiga Danir og Bretar rétt á olíu og gasi í sinni lögsögu, hvers vegna eigum við rétt á því sama á Drekasvæðinu. Hvers vegna gildir ekki það sama um staðbundna fiskistofna innan lögsögunnar? Það á enginn sögulegan rétt til fiskveiða innan lögsögu Íslands.

Getur þú fullyrt að við getum ekki náð fram þessum sjálfsögðu réttindum okkar?

Guðrún, eitt að lokum. Ef þú ætlar að halda áfram að blogga þá ég bið þig að bera það mikla virðingu fyrir sjálfri þér og þínum viðmælendum að hafa það sem sannara reynist en ekki gaspra um hluti sem þú greinilega hefur ekkifyrir að kynna þér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Um margt er skrifað í skýrslunni góðu og líkt og önnur mannanna verk, eru þau skoðuð með afar mörgum gleraugum og hver reynir að finna sínum skilgreiningum og skoðunum stað þar.

Um fyrsta tölulið, vil ég bæta, að samkvæmt sömu skýrslu, var mestur meirihluti þessara fjármuna, sem LÍ færði hingað inn í formi gjaldeyris, seldur til Kaupþings banka, sem svo lánaði sínum vildarvinum, Ólafi í Samskipum, Baug og fl sérstökum valinkunnum skuldurum.

Um annann lið vil ég bæta því, að EES samningurinn um fjórfrelsið byggir á sem frjálsustu flæði bæði manna, fyrirtækja, hugmynda og fjár yfir landamærin.  Á koppinn var sett þar til gert appírat til að gaumgæfa allar kvartanir sem kæmu frá ,,markaðinum" hér um óþarfa hindranir og í þyngjandi regluverk.

Svo mikið er víst af lestri greina og hlustun á ræður Samfylkingamanna, jafnt og Sjálfstæðismanna, að varðstaðan var snörp og ef marka má árvekni núverandi viðskiptaráðherra í hans fyrra embætti (samkeppnisnefndar) er víst, að mjög óvinsælt var að tefja, hefta eða koma með einhverjum hætti í veg fyrir, að EES ,,virkaði" sem til væri ætlast.  Við sjálft lá, að menn hefðu náð að standa yfir hausamótum Íbúðalánasjóðs, slíkur var ákafi formælenda viðskiptalífsins.  Þessu má finna stað allt um fjölmiðla og í frægum Borgarnesræðum Ingibjargar Sólrúnar.

Vegna orða þinna um, að það sé ekki reglunum að kenna á skelfileg umferðaslys verði, þá er jafnvíst, að ekki er að heldur við eftirlitið að sakast, ef mannskapur er sannanlega ekki nægur.  Einnig að smygl viðgengst, þó svo að eftirlitið rembist við líkt og Rjúpan við staurinn, að uppræta og koma í veg fyrir ásetningsbrot í þeim efnum.

Við erum afar líkt hugsandi um framsýna stjórnmálamenn sem við áttum en ég er æ meir að hallast að aðferðum Svisslendinga.  Þar er varkárnin í fararbroddi og virðing fyrir yfirráðum yfir því sem þeir telja til sinna auðæfa, mannvitið, fyrirtækin og auðvitað virðingin fyrir handverki og vandvirkni.   Einnig telja þeir, að yfirráð og stjórn með fólksflutningum sé grundvallaratriði fyrir því að byggja upp áfram samhenta og friðsama þjóð.

Við erum líklega ekki mjög svo ósammála um þjóleg gildi og virðingu fyrir gersemum þeim sem okkur var falin varðveisla með.  Hef frekar lesið út úr þínum skrifum, að hér fari þjóðelskur maður en hitt. 

Mest er  áfallið,að nú geta menn ekki,líkt og fyrr, borið traust til margra stofnanna samfélagsins, svo sem Hæstaréttar, hugvísindasamfélaginu, fjölmiðlum eða þeim fjölmörgu sem farið hafa fyrir okkar stærstu fyrirtækjum.

 Fyrirtækin, sem maður hélt í barnaskap sínum, að væru nánast eilíf, svo sem SH, SÍF, Eimskip, Sjóvá og allmörg önnur, eru nú ekkert nema skurnin og ekki nóg með það, heldur svo skuldug, að ekki nægði þeim öld til að greiða til baka allt sem út ú r þeim var tekið.  Þessi fyrirtæki voru bygg upp með ást á framtíðar börnum landsins og þörfum þeirra.

Allt er þetta sárara en tárum taki en því svíður mjög, að sömu aðilar og komu þessu öllu svona, eru enn við stjórn fyrirtækja sem eru svona mis vel fengin og bankanna sem enginn veit hverjir eiga í raun.  Finnur sem setti Sparisjóðabankann á hausinn í þeirri viðleitni sinni að verða við óskum sumra stórgróssera, ræður nú Arion bankanum og virðist enn við sama keip.

Afsakaðu langhundinn en ég mátti ekki bindask.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 20.4.2010 kl. 13:45

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er góð og tímabær messa hjá þér Sigurður, get tekið undir hvert orð, eins og oftar 

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.4.2010 kl. 14:16

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sigurður hér er þessi umræða sem fer svona fyrir brjóstið á þér

 http://alit.blog.is/blog/alit/entry/1044901/

Guðrún Sæmundsdóttir, 20.4.2010 kl. 16:13

4 identicon

Sæll Sigurður.

Grein Guðrúnar Sæmundsdóttur er mjög góð lesning. Þú skrifar líka oft góðar greinar.

En þú áttar þig ekki á því að ónýtt og gallað regluverk ESB apparatsins má að stórum hluta kenna um hvernig bönkunum var leyft að blása út og halda í glórulausa útrás, án ábyrgðar og án almennilegs eftirlits.  Þú berð þetta saman við að uferðarslys séu ekki umferðarlögunum að kenna en það er slæm samlíking ef leyfður væri 100 km hraði niður Laugaveginn samkvæmt umferðarlögum og svona ca 30 manns létu þar lífið árlega vegna þessa hraðaksturs. Þá verður auðvitað að kenna bæði vondum umferðarlögum og brengluðum bílstjórum um ófarirnar.

  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 16:26

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Fyrr mega nú aldeilis fyrrvera skoðanaskiptin, svörin endurútgefin í sér pistli. . Það er nú með hálfum hug sem maður blandar sér í umræðuna. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta spjall eins og umræða um það hver fékk flensu fyrst og smitaði hvern og hvern smitaði hann og hver smitaði hinn os.frv. Vita ekki allir hvað skeði? Vitum við ekki hverjir ÁTTU að bólusetja lýðinn. Vitum við ekki hverjir voru veikastir. Viljum við ekki skipta út fársjúkum stjórnendum og setja heilbrigt, skynsamt fólk inn sem þorir að tala út um vandann. Vona annars að við séum öll sammála um að halda í auðlyndir Íslands og fara vel með þær. Bestu friðarkveðjur til ykkar Guðrún og Sigurður -Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.4.2010 kl. 18:34

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvernig tengir þú Ólaf Thors við útfærslu landhelginnar í 12 mílur?

Þarna tókst þér að gera í það minnsta mig agndofa.

Árni Gunnarsson, 21.4.2010 kl. 10:04

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Guðrún mætt enn á ný....en ekkert hefur hún lært um að halda uppi rökræðum....hahahaha....stórkostlegt fyrirbæri.

Haraldur Davíðsson, 21.4.2010 kl. 11:10

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigurður, þessi pistill þinn afhjúpar bara enn einu sinni megna vanþekkingu þína á Icesave-málinu. Íslenzka ríkið bar enga ábyrgð á því að tryggja sjálft Icesave-innistæðurnar, þó að Landsbankinn hafi verið með þennan rekstur í útibús-formi í Bretlandi í stað þess að hafa hann í dótturfélagi. TIF (tryggingasjóðurinn íslenzki) ber sína ábyrgð, eins og hann hefur megn til, en innistæðurnar voru "yfirtryggðar", að kalla má, af brezka tryggingakerfinu, FSCS, og í raun af brezku bönkunum, þ.e.a.s. um 50.000 pund hver innistæða að hámarki. Allt frá desember 2001 var Landsbankinn, með fasta starfsstöð (physical presence) í Bretlandi, skyldur til að greiða af öllum rekstri sínum þar iðgjöld í formi skuldabréfa – eins og brezkir bankar – til brezka fjármálaeftirlitsins (FSA), sem síðan skipti þessum iðgjöldum í skuldabréfaformi niður á sjálfan sig, tryggingasjóðinn FSCS og þjónustustofu umboðsmanns fjármálafyrirtækja (Financial Ombudsman Service). Landsbankinn braut ekki gegn þessari skyldu sinni, enda hefði hann þá misst starfsleyfi sitt í Bretlandi* (sem hann fekk frá FSA), og viðskiptavinir hans áttu fulla heimtingu á nefndri innistæðutryggingu hjá FSCS (orðrétt: Bótakerfi fjármálafyrirtækja, Financial Services Compensation Scheme).

* Rekstur Landsbankans í Bretlandi var leyfður með því skilyrði, að hann uppfyllti greiðslu iðgjalda til FSCS að fullu, "ef vernd sú, sem veitt var í heimalandinu, þ.e. Íslandi, náði ekki til jafnhárra upphæða," eins og FSA hefur upplýst, og ennfremur: "Þetta þýðir, að neytendur í Bretlandi gátu verið vissir um, upp að hvaða mörkum þeir nutu tryggingaverndar," þ.e.a.s. upp að hinum hærri tryggingarmörkum, sem giltu þar í landi, ÞAR Á MEÐAL hjá Icesave-innistæðueigendum.

Jón Valur Jensson, 21.4.2010 kl. 12:32

9 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Árni, ég var reyndar búinn að svara þér með stuttum pistli sem aldrei hefur komist inn.

En varðandi það að ég nefni Ólaf Thors, það skal ég skýra. Ég er eflaust mun eldri en þú, þess vegna þekki ég kannski aðdragandann að útfærslu landhelginnar í 12 mílur betur en þú. Baráttan fyrir útfærslu landhelginnar hófst raunverulega strax eftir stríð, strax eftir að við urðum fullvalda lýðveldi. Baráttan var í upphafi aðeins bundin við það  að geta lokað flóum og fjörðum fyrir ágengni útlendra fiskiskipa. Þegar ég flutti í Kópavog 1947 sá ég stóran sovéskan fiskiskipaflota á Faxaflóa með stórt móðurskip í miðjunni, þetta var eins og stórborg að sjá á kvöldin. Þessi barátta var í rauninni samfelld fram að stofnun ríkisstjórnar Hermanns Jónassonar en í þeirri stjórn var Lúðvík Jósepsson sjávarútvegsráðherra, það var hann sem undirritaði reglugerðina um útfærslu landhelginnar. Þá hófst fyrsta þorskastríðið sem vannst með fullum sigri og 12 mílna landhelgi frá grunnpunktum. Þess vegna finnst mér það ekkert fjarri að nefna Ólaf Thors en ég hefði eins getað nefntýmsa fleiri

En baráttan fyrir stækkaðri landhelgi átti sér langan aðdraganda og þar komu margir við sögu og um það ríkti ætíð órofa pólitísk samstaða innanlands.

Vildi að sú samstaða væri í gildi núna! 

Sigurður Grétar Guðmundsson, 21.4.2010 kl. 13:34

10 identicon

Hvernig er það.. eru stjórnmálamenn (samfylkingarmenn aðallega) hættir að tala um lágmarkstryggingarskyldu Íslands ??

Var ekki kjarni málsins, málefnið sem opinberaði sérhlífni og vont eðli landans, að það minnsta sem Ísland gæti gert væri að tryggja 20885 evrur ?

Er raunin sú að við séum að borga eyðslufyllerí breskra atkvæðasmala upp í topp, svo vexti ofan á allt ?

Ég spyr,sem fávís þjóðernissinni, erum við að borga ALLA upphæðina með vöxtum ??

Getur einhver svarað þessari auðmjúku spurningu minni ?

runar (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 14:04

11 identicon

Eitt annað.. þegar samfylkingarráðherrann svaf á verðinum allt árið 2008, hver var hvati BRETA til að yfirfæra brunarústir landsbankans yfir í breskt skjól þegar vitað var með vissu að yfirfærslan mundi aðeins kosta breska skattgreiðendur meiri aur ?

Ég yrði í það minnsta fúll ef ég væri skattgreiðandi í UK við þessar fréttir !!

runar (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 14:13

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rúnar, Ísland á ekki að tryggja Icesave-innistæður upp að 20.885 evrum, heldur Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta, þ.e.a.s ef hann getur það. Ef hann getur það ekki, á FSCS að tryggja það sem á það vantar, auk þess að tryggja þær innistæðufjárhæðir sem voru á bilinu 20.887€ og 50.000 pund (sem eru um 2,7-falt hærri upphæð). Það, sem var yfir 50.000 pund, var ótryggt, en brezka ríkið (eða Englandsbanki) borgaði það samt út til eigenda innistæðureikninganna. Það, sem vont er í þessu líka, er að Bretar gefa ekki TIF forgangsrétt gagnvart eignasafni þrotabúsins, því að þeir gefa kröfum FSCS jafnan rétt og TIF og jafnvel sínum eigin kröfum vegna þess, sem fór yfir 50.000 pund, sömuleiðis jafnan rétt. Menn hafa nú upplifað hinn gamla John Bull á endurnýjaðan hátt sem einn af heimsins helztu bullies.

Jón Valur Jensson, 21.4.2010 kl. 14:41

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

En þó að 50.000 pund séu nál. 2,7-falt hærri upphæð en 20.887€, er tilætlunin til FSCS þess vegna ekki 2,7-falt meiri en til TIF, því að mjög mikið af innistæðunum fór ekki eða lítt yfir 20.887€. Í heild eru beinu kröfurnar til TIF 2350 milljónir punda, en 1400 milljónir til FSCS. Síðarnefndi sjóðurinn á þó skv. upplýstum reglum brezka fjármálaeftirlitsins (FSA) að dekka líka þann hluta 20.887€-trygginganna, sem TIF veldur ekki. TIF má vissulega taka lán, en það hvílir engin skylda á neinum að lána TIF – helzt væru það íslenzku bankarnir sem ættu að finna slíka hvöt hjá sér, enda eru það þeir sem eiga að halda uppi TIF með 1%-árgjöldum sínum.

Jón Valur Jensson, 21.4.2010 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 113920

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband