27.4.2010 | 18:03
Nú er nóg komið, er Sjónvarpið að breytast í eina alsherjar íþróttarás?
Náttúrulífsþættir David Att. er það eina sem ég vil aldrei missa af í Sjónvarpinu. Í gærkvöldi var þætti hans hent út fyrir handboltaleik milli Vals og Akureyringa, þetta var ekki einu sinni úrslitaleikur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt gerist. Í hverjum fréttatíma í Sjónvarpinu er ætíð 10 - 15% fréttatímans varið í íþróttafréttir. Ég get vel skilið að við gerum íslenskum íþróttum skil í sjónvarpsfréttu en er nauðsynlegt að fara vestur um haf til að elta öll golfmót, að ég ekki tali um körfuboltann þar vestra. Hefur verið kannað hve mikið sjónvarpsáhorfendur vilja fá af íþróttafréttum hvarvetna að úr heiminum og ég gleymdi áðan að minnast á Formúluna, hve stór er sá hópur sem vill horfa á vælandi kappakstur sem alltaf sömu menn verma efstu sætin. Ég get ekki stillt mig um að senda íþróttafréttamönnum tóninn þó það sé örugglega til lítils, ég hef áður gagnrýnt þá og fengið skítkast í staðinn. En stundum er smellt inn stuttum lýsingum ó fótboltanum eða handboltanum og liðin að sjálfsögðu nafngreind. En ekki líður á löngu þar til liðin eru orðin fjögur því allt í einu ryðjast tvö önnur lið inn á völlinn og þau lið virðast fara vítt og breytt um heiminn en það eru eflaust einhver frægustu lið heimsins og heita Gestir og Heimamenn. Þegar fjögur lið eru komin á völlinn skilur maður hvorki upp né niður og lækkar í spekingnum sem lýsir eða hreinlega slekkur á tækinu.
Viðvörun: Ef elíta fréttamanna ætlar að mótmæla því sem ég hef sagt skuluð þeir ekki reyna að snúa út úr eins og áður hefur verið gert og segja "þú ert bara gamall fúll kall sem ert á móti íþróttum".
Bloggfærslur 27. apríl 2010
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar