Nú er nóg komið, er Sjónvarpið að breytast í eina alsherjar íþróttarás?

Náttúrulífsþættir David Att. er það eina sem ég vil aldrei missa af í Sjónvarpinu. Í gærkvöldi var þætti hans hent út fyrir handboltaleik milli Vals og Akureyringa, þetta var ekki einu sinni úrslitaleikur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt gerist. Í hverjum fréttatíma í Sjónvarpinu er ætíð 10 - 15% fréttatímans varið í íþróttafréttir. Ég get vel skilið að við gerum íslenskum íþróttum skil í sjónvarpsfréttu en er nauðsynlegt að fara vestur um haf til að elta öll golfmót, að ég ekki tali um körfuboltann þar vestra. Hefur verið kannað hve mikið sjónvarpsáhorfendur vilja fá af íþróttafréttum hvarvetna að úr heiminum og ég gleymdi áðan að minnast á Formúluna, hve stór er sá hópur sem vill horfa á vælandi kappakstur sem alltaf sömu menn verma efstu sætin. Ég get ekki stillt mig um að senda íþróttafréttamönnum tóninn þó það sé örugglega til lítils, ég hef áður gagnrýnt þá og fengið skítkast í staðinn. En stundum er smellt inn stuttum lýsingum ó fótboltanum eða handboltanum og liðin að sjálfsögðu nafngreind. En ekki líður á löngu þar til liðin eru orðin fjögur því allt í einu ryðjast tvö önnur lið inn á völlinn og þau lið virðast fara vítt og breytt um heiminn en það eru eflaust einhver frægustu lið heimsins og heita Gestir og Heimamenn. Þegar fjögur lið eru komin á völlinn skilur maður hvorki upp né niður og lækkar í spekingnum sem lýsir eða hreinlega slekkur á tækinu.

Viðvörun: Ef elíta fréttamanna ætlar að mótmæla því sem ég hef sagt skuluð þeir ekki reyna að snúa út úr eins og áður hefur verið gert og segja "þú ert bara gamall fúll kall sem ert á móti íþróttum".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sama skapi mætti segja að David Att. eins og þú kýst að kalla hann, sé alltaf að sýna sömu pöddurnar aftur og aftur. Munurinn á náttúrulífsþáttum og íþróttum  er að þættirnir eru tímalausir og hægt að sýna þá hvenær sem er. Íþróttir gerast í núinu og það hefur enginn gaman af gömlum kappleikjum. Íþróttir eru einn hluti menningar, alveg eins og leikhús og já fræðast um pöddur og löngu útdauðar eðlur sem líka er ákveðin menning. Bíddu bara kall minn, bráðum nálgast heimsmeistarakeppnin í fótbolta. Þá fyrst byrjar ballið. Til upplýsinga þá var röð þriggja efstu manna eftirfarandi  í þeim formúlukeppnum sem búnar eru á árinu:

Keppni 1 Alonso, Massa, Hamilton

Keppni 2 Button, Kubica, Massa

Keppni 3 Vettel, Webber, Rosberg

Keppni 4 Button, Hamilton Rosberg

Kannski glæða þessar upplýsingar úr F1 áhuga þinn á kappakstri, kannski ekki. Vandi er um slíkt að spá 

Björn (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 20:03

2 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Hjá sjónvarpi ríkisins  ræður íþróttadeildin ríkjum. Allt skal víkja fyrir kappleikjum og kaqppakstri.

Eiður Svanberg Guðnason, 27.4.2010 kl. 20:57

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ótrúlega margir sammála þessu, væri bara best að hafa sérstaka íþróttarás.

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.4.2010 kl. 07:33

4 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég tek undir með Sigurði. Eitt af því fáa sem ég horfi á í sjónvarpi eru náttúrulífsþættir á mánudagskvöldum. Hann var auglýstur í dagskrá Sjónvarpsins og allt í einu var handbolti í stað þáttarins. Þó handbolti er skemmtilegur finnst mér að ríkisfjölmiðlar eigi að halda sig við auglýsta dagskrá - sér í lagi þar sem allir eru skyldaðir að borga fyrir rekstur þeirra - óháð sjónvarpseign!

Sumarliði Einar Daðason, 28.4.2010 kl. 12:41

5 identicon

Ég tek undir þetta hjá þér. Ég vil hins vegar kalla handbolta og fótbolta, boltaleiki en ekki íþróttir. Íþróttir eru allt annað í mínum huga. Það eru þessar boltabullur sem hafa svo hátt en eru hins vegar ekki svo margar. Frekjan er mest sú að raska allri dagskrá út af þessu. Mér finnst að þeir leikir sem vilji er að sýna beint geti verið á öðrum tímum en í skipulagðri dagskrá.

Boltaleikjadeildin er alltof stór og áhrifamikil innan RÚV. Að vera að senda fréttamenn út um allan heim og senda beint frá útlöndum viðureignir elrlendra liða er ekki hlutverk RÚV. Það eru ekki fréttir þegar sagt er frá úrslitum boltaleikja erlendra liða. Þessir þættir eiga að vera á öðrum tímum en fréttatímum eins og t.d. síðdegir á laugardögum eða sunnudögum.

Almenningur á ekki að þurfa að borga fyrir þennan flottræfilshátt í RÚV.

Þórður Árnason (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 13:39

6 identicon

Ég hef sagt það áður og segi það enn að mér finnst vanta meiri glímu í sjónvarpið.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 17:04

7 identicon

Hverju orði sannarra Grefill! og hér duga engin glímutök!!!

itg (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 113902

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband