Hvergi í stjórnskipunarlögum er gert ráð fyrir meirihluta og minnihluta, hvorki í sveitarstjórnum né á Alþingi

Hanna Birna borgarstjóri í Reykjavík hefur sett fram þá hugmynd að eftir sveitarstjórnarkosningarnar í lok maí setjist menn niður og komi sér saman um stjórn Reykjavíkurborgar án þess að mynda meirihluta og þar af leiðandi engan minnihluta. Það hefur lengi verið talið að myndun meirihluta í sveitarstjórnum sé sjálfsagður hlutur en þannig var það ekki í árdaga þegar sveitarstjórnir voru að þróast. Heldri bændur, sem skipuðu hreppsnefndina, komu saman eftir mjaltir og tóku ákvarðanir, Auðvitað þróaðist það þannig að sumir höfðu meiri áhrif en aðrir í krafti síns persónuleika en allir höfðu áhrif. Meirihlutamyndun í sveitarstjórn er ákaflega ólýðræðislegt fyrirbæri. Í sjö manna sveitarstjórn kom fjórir sér saman um að þeir skuli ráða ölu, þrír skuli engin áhrif hafa. Ég held að menn ættu í alvöru að fara að skoða þetta ólýðræðislega stjórnskipulag, sem ekki byggir á neinum lögum, gagnrýnum augum. Það alvarlegasta er þó þegar einhverjir taka upp á því að "slíta" meirihlutasamstarfi, reka bæjarstjórann (borgarstjórann) með tilheyrandi kostnaði fyrir sveitarsjóð (borgarsjóð). Slíkir atburðir gerðust í Árborg og Grindavík á því kjörtímabili sem nú er að renna sitt skeið. En það er fagnaðarefni, og sýnir hve Hanna Birna er sterkur stjórnmálamaður, að hún skuli leggja í að nefna þetta vandamál með meirihluta og minnihluta í sveitarstjórnum. Það ætti þó ekki að koma á óvart; sirkusinn í Borgarstjórn Reykjavíkur á þessu nánast liðna kjörtímabili var með slíkum ólíkindum að égskil vel að  Hanna Birna sé með með óbragð í munni eftir alla þá gerninga, slíkt rugl og vitleysa sem þar var í gangi.

Bloggfærslur 30. apríl 2010

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband