Svar til Jóns Péturs Líndal og skoðanabræðra um Evrópusambandið og aðildarumsókn Íslands

Eftirfarandi skrifaði ég sem athugasemd við blogg Jóns Péturs Líndal um ESB umsóknina, finnst rétt að hún komi hér fram

Mér ofbýður málflutningur ykkar hér að framan þar sem ekki er gerður greinarmunur á réttu eða röngu. Það er sama hvort við göngum í ESB eða ekki, ICESAVE verðum við að borga, það liggur fyrir að öðruvísi getur það ekki verið. Það hefur hvergi komið fram að við verðum að opna landhelgina fyrir veiðum annarra þjóða, fiskveiðistefna ESB er í endurskoðun og þar munu viðræður okkar koma að góðu gagni. Hvergi hefur nokkuð land , sem gengið hefur i ESB þurft að leggja niður sinn landbúnað. Íslenskur landbúnaður er sem betur fer í mikilli þróun þar sembúskapur er að breytast mikið. Var í ferðalagi með eldri borgurum í Þorlákshöfn og gistum nokkrar nætur á Hótel Smyrlabjörgum í Suðursveit, en þar hafa ábúendum breytt búskaparháttum í takt við tímann. Fengum okkur kvöldmat síðasta kvöldið á Hótel Dyrhólaey á Brekkum í Mýrdal, þar hafa bændur brugðist eins við. Það er sama hvort við göngum í ESB eða ekki, íslenskur landbúnaður verður að þróast í takt við tímann með þjónustu við ferðamenn og að selja beint frá býli. Þessi þróun mun ekki eiga síðri möguleika með Íslandi í ESB en utan. Það hlýtur að koma að því, og meira að segja hið rammasta afturhald Alþjóðahvalveiðiráðið er að komast á þá skoðun, að hvalveiðar eigi að leyfa að vissu marki. ESB verður að gera sér ljóst að það er hluti af fiskveiðistefnu að halda jafnvægi innan stofna í hafinu, annað er ekki hægt. Ekki nokkrum manni dettur í hug að afhenda orkulindir eða aðrar auðlindir þjóðarinnar. Hafa Danir eða Skotar þurft að afhenda olíu- og gaslindir sínar til ESB? Síður en svo, þessar auðlindir eru enn í fullri eigu þjóðríkjanna á sama hátt og járngrýti Svía í Kiruna eða kolin í þýskri jörðu eða olían í Rúmeníu.

Að það skuli koma fram tillaga á Alþingi um að draga aðildarumsóknina til baka lýsir ótrúlegri skammsýni og ofstæki. Aðildarviðræður verða að halda áfram, aðeins á þann hátt getum við fengið svörin sem okkur vantar:

Eigum við erindi inn í ESB, hvaða ávinning fáum við og þurfum við einhverju að fórna. Þá fyrst getum við tekið afstöðu með eða móti með þjóðaratkvæði. Eftir það þurfum við ekki að bulla og rífast um þetta mál, þið hér að ofan  þurfið þá að finna ykkur annað málefni til að skrumskæla og þvæla um. 


Bloggfærslur 16. júní 2010

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband