Svar til Jóns Péturs Líndal og skoðanabræðra um Evrópusambandið og aðildarumsókn Íslands

Eftirfarandi skrifaði ég sem athugasemd við blogg Jóns Péturs Líndal um ESB umsóknina, finnst rétt að hún komi hér fram

Mér ofbýður málflutningur ykkar hér að framan þar sem ekki er gerður greinarmunur á réttu eða röngu. Það er sama hvort við göngum í ESB eða ekki, ICESAVE verðum við að borga, það liggur fyrir að öðruvísi getur það ekki verið. Það hefur hvergi komið fram að við verðum að opna landhelgina fyrir veiðum annarra þjóða, fiskveiðistefna ESB er í endurskoðun og þar munu viðræður okkar koma að góðu gagni. Hvergi hefur nokkuð land , sem gengið hefur i ESB þurft að leggja niður sinn landbúnað. Íslenskur landbúnaður er sem betur fer í mikilli þróun þar sembúskapur er að breytast mikið. Var í ferðalagi með eldri borgurum í Þorlákshöfn og gistum nokkrar nætur á Hótel Smyrlabjörgum í Suðursveit, en þar hafa ábúendum breytt búskaparháttum í takt við tímann. Fengum okkur kvöldmat síðasta kvöldið á Hótel Dyrhólaey á Brekkum í Mýrdal, þar hafa bændur brugðist eins við. Það er sama hvort við göngum í ESB eða ekki, íslenskur landbúnaður verður að þróast í takt við tímann með þjónustu við ferðamenn og að selja beint frá býli. Þessi þróun mun ekki eiga síðri möguleika með Íslandi í ESB en utan. Það hlýtur að koma að því, og meira að segja hið rammasta afturhald Alþjóðahvalveiðiráðið er að komast á þá skoðun, að hvalveiðar eigi að leyfa að vissu marki. ESB verður að gera sér ljóst að það er hluti af fiskveiðistefnu að halda jafnvægi innan stofna í hafinu, annað er ekki hægt. Ekki nokkrum manni dettur í hug að afhenda orkulindir eða aðrar auðlindir þjóðarinnar. Hafa Danir eða Skotar þurft að afhenda olíu- og gaslindir sínar til ESB? Síður en svo, þessar auðlindir eru enn í fullri eigu þjóðríkjanna á sama hátt og járngrýti Svía í Kiruna eða kolin í þýskri jörðu eða olían í Rúmeníu.

Að það skuli koma fram tillaga á Alþingi um að draga aðildarumsóknina til baka lýsir ótrúlegri skammsýni og ofstæki. Aðildarviðræður verða að halda áfram, aðeins á þann hátt getum við fengið svörin sem okkur vantar:

Eigum við erindi inn í ESB, hvaða ávinning fáum við og þurfum við einhverju að fórna. Þá fyrst getum við tekið afstöðu með eða móti með þjóðaratkvæði. Eftir það þurfum við ekki að bulla og rífast um þetta mál, þið hér að ofan  þurfið þá að finna ykkur annað málefni til að skrumskæla og þvæla um. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott svar hjá þér Sigurður.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 10:03

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sigurður. Mikill meiirihluti þjóðarinnar vill ekkert bíða eftir því hvað útúr þessu kemur.

Það fólk hefur þegar séð nóg af ESB og framkomu þess, vandræðum þess og getuleysi og vill frekar að Íslendingar móti sína eigin framtíð án frekari aðkomu ESB eða inngöngu í það bandalag.

Þetta er mikill meirihluti þjóðarinnar og afhverju má hann bara ekki fá að hafa þessa skoðun alveg sama hvað rétt innan við 30% þjóðarinnar heldur eða finnst um þessi mál.

Gunnlaugur I., 16.6.2010 kl. 10:19

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Gunnlaugur, þjóðin á fullan rétt á að vita um kosti og galla inngöngu í ESB. Ég tel að í flestu farnist okkur betur innan ESB en utan, en ég get engan veginn fullyrt í dag að ég munu greiða atkvæði með inngöngu, mig vantar svo margar og nauðsynlegar upplýsingar og svör.

Við getur ekki í þessu máli frekar en öðrum látið skoðanakannanir ráða för, þá getum alveg eins  efnt til skoðanakannana eingöngu og síðan sleppt sveitarstjórnar- og Alþingiskosningum.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 16.6.2010 kl. 13:32

4 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Er ekki rétt að velta fyrir sér hverjum er óhætt að trúa þegar "sannleikurinn" um kosti og galla inngöngu er á borð borinn? Það er ljóst af umræðunni hingað til að ekki verður um einn sannleika að ræða.

Sigurður Ingi Jónsson, 16.6.2010 kl. 14:21

5 identicon

Það er auðvitað enginn stóri sannleikur í þessu máli.  Best að láta reyna á samingaviðræður og sjá hvað kemur úr þeim viðræðum.  Þangað til er verið að eyða tíma.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 14:28

6 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Sigurður ! ég hef kíkt inn hjá þér áður held ég, og hrósað þér, fyrir að reyna allavega, að koma umræðunni burt frá öfgunum og hræðsluáróðrinum sem verið hefur á báða bóga, og ert enn að sé ég, en tel því miður að á meðan almenningur er fyrst og fremst að reyna halda höfðinu yfir vatnsborði skulda og atvinnuleysis, þá muni öfga og hræðsluáróðurinn verða yfirgnæfandi, þessvegna ættu stjórnvöld að hægja á þessu aðildarferli og beina heldur kröftum í að koma landinu og efnahagslífinu á réttann kjöl, ESB er ekki að fara neitt og það er ENGINN umsóknarfrestur heldur, þjóð sem er komin á réttann kjöl efnahagslega, getur miklu betur rætt og þaðanaf tekið afstöðu í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort meirihluti sé fyrir því að ganga í þetta bandalag sem fullgildur meðlimur, er nú allt að 90% gegn um EES, svo má líka ræða hvort segja eigi upp EES ? þannig að kosið yrði um þrennt. ESB,ekki ESB en EES og /eða ekki ESB ekki EES. (bara að rugla ;))

En fyrir alla muni, ég meina ekki að þú og aðrir sem nenna og hafa eitthvað gott til málanna leggja eigi að hætta að blogga, þvert á móti umræðan þarf ykkur, bara þetta að mér finnst stjórnvöld hafi farið of hratt og ekki tímabært að taka svo mikilvæga ákvörðun sem þetta er á meðan ástandið er eins og það er eftir hrun.

Andstaðan hefur aukist hér í Noregi, (70%nei og 30%já þegar búið er að fjarlægja óákveðna 16%) en það eru jafnt og þétt skoðanakannanir hér þó ekkert aðildarferli sé í gangi, og er hlutfallið þar með ekki ólikt og á Íslandi.

Það er til réttur tími fyrir allt og rangur einnig, þetta er rangur tími fyrir Ísland að vera í aðildarviðræðum, fyrst og fremst vegna þess að stolt fólk eins og Íslendingar verða að fá að taka svona ákvörðun með reist höfuð og efnahaginn sinn í góðum málum.

Óska ykkur öllum Gleðilegrar Þjóðhátíðar, veit af eigin reynslu að sama hve heiftarlega er rifist, þá koma allir alltaf saman og fagna fullveldisdeginum í bróðerni.

MBKV að "Utan"

KH

Kristján Hilmarsson, 16.6.2010 kl. 15:07

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Sigurður, hina ólögvörðu Icesave-kröfu gömlu nýlenduveldanna verðum við EKKI að borga og ætlum ekki að borga, hversu fús sem Össur og Jóhanna og þeirra viðhengi eru til þess að láta okkur greiða þetta sem aðgöngumiðann að hinu hraðhrakandi Öldrunarbandalagi Evrópu.

Virðið 17. júní !

Jón Valur Jensson, 16.6.2010 kl. 16:59

8 identicon

Ljúfi Sigurður !

 Þú skautar listilega  framhjá kjarna mála fyrir okkur Íslendinga varðandi ESB.

 FISKVEIÐILÖGSAGAN.

 Það er óhrekjanleg staðreynd - flutt okkur af minnst þremur framkvæmdastjórum ESB.,, sú að ALLAR ÁSKVARÐANIR VARÐASNDI FISKVEIÐAR VÆRU OG YRÐU ALFARIÐ TEKNAR Í BRUSSEL !

 ÞAÐAN YRÐI ÍSLENDINGUM SKAMMTAÐUR KVÓTI !

 ÓMÓTMÆLANLEGT !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 21:54

9 identicon

Sigurður.

Alveg örugglega er þjóðin vel upplýst um þetta mál. Og veit kosti þess og galla

Gallarnir eru yfirgnæfandi og það veit þjóðin utan þeirra sem eru "frelsaðir" ESB liðar.

Gleðilegan 17. júní og megi svo verða um aldir.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 23:26

10 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Kalli, ég skautaði alls ekki fram hjá mikilvægi fiskveiðilögsögunnar. Hvað sem ýmsir ráðmenn hjá ESB hafa sagt miðuðu þeir við fiskveiðistefnu ESB eins og hún hefur verið

En hún er í gagngerðri endurskoðun og ráðamenn ESB hafa einmitt sagt að við þá endurskoðun, jafnframt aðildarviðræður við Ísland,  að ESB hefði margt að sækja í smiðju til Íslands varðandi fiskveiðilögsöguna og fiskveiðistefnuna.

Ég hef einnig sagt að það á tvímælalaust að setja fram þá lögskýringu af okkar hálfu að á hafsvæði eins og okkar lögsögu skuli eign okkar og yfirráð á öllum gæðum sem finnast í hafsbotni vera óumdeilanlega okkar eign nákvæmlega eins og olía og gas er eign Dana og hinsvegar Skota á hafsvæði þeirra lögsögu. Engum dettur annað í hug en að við eigum ótvíræðan rétt til þeirra gæða sem kunna að finnast í hafsbotni Drekasvæðisins.

Hversvegna ættum ekki á nákvæmlega sama hátt eiga og hafa fullan umráðrétt yfir því sem í sjónum er, hvort sem það eru hvalir eða staðbundnir fiskistofnar. Við verður þá eins og hingað til að semja um flökkustofna eins og síld, makríl og kolmunna eins og við höfum gert í mörg ár, viðsemjendur okkar þar hafa einmitt verið ESB og Noregur. Alþjóðahvalveiðiráðið er að gefa eftir og leyfir nú takmarkaðar hvalveiðar, það hlýtur að hafa áhrif á afstöðu ofstækisfullra hvalverndunarríkja eins og Þýskalands.

Að bera saman okkar fiskveiðilögsögu og fiskveiðilögsögu Spánar, Frakklands og Englands er ósambærilegt. Innan okkar lögsögu á engin önnur þjóð önnur en Íslendingar fiskveiðirétt samkvæmt veiðireynslu nema vera skyldu að örlitlu leyti Færeyingar.

Þessum staðreyndum verða samninganefndarmenn okkar að halda fram af fullri hörku. Hvað einstakir embættismenn ESB, sem sumir hverjir eru ekki lengur við störf, hafa sagt hefur ekkert gildi þegar til samningaviðræðna um inngöngu Íslands í ESB kemur. Fullyrðingar um að þessu og hinu yrðum við að sæta  hefur nákvæmlega ekkert gildi.

Þó Þjóðverjar segi í dag að við verðum að hætta öllum hvalveiðum hefur það heldur ekkert gildi þegar til alvörunnar kemur.

Ef niðurstöður samningaviðræðna Íslands og ESB um inngöngu Ísland innbera að yfirráð Íslendinga yfir fiskveiðilögsögunni glötuðum við og algjört bann yrði lagt við hvalveiðum þá get ég lýst því yfir að ég mun tvímælalaust greiða atkvæði gegn inngöngu.

En aðeins með aðildarviðræðum fáum við svörin, ég krefst þess að fá þau svör, ég á fullan rétt á því sem og allir landmenn.

Að lokum tvö atriði sem komið hafa fram hjá hatrömum andstæðingum aðildarumsóknar Íslands um inngöngu í ESB. Félag ungra bænda hóf áróðurherferð með auglýsingum þar sem aðalatriði hræðsluáróðurs var að ef við gengjum í ESB yrðu ungir Íslendingar að gegna herskyldu á vegum ESB. Þetta er svo fráleit fullyrðing, hún er Félagi ungra bænda til stórskammar.

Annað atriðið er að menn skyldu taka sér ferð á hendur til Hull og Grimsby til að sjá hvernig aðildin að ESB hefur leikið fiskvinnslu og veiðar í þessum bæjum. Ástand þessarar atvinnugreinar hefur nákvæmlega ekkert að gera með ESB. Fiskveiðar og fisvinnsla hrundi í þessum bæjum vegna útfærslu okkar á fiskveiðilögsöguna í 12 mílur, í 50 mílur og að lokum í 200 mílur. Hins vegar hefur fiskvinnsla mjög verið að rétta úr kútnum í Hull og Grimsby vegna mikils útflutnings íslenskra útgerðarmanna til þessar bæja á óunnum fiski.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 16.6.2010 kl. 23:36

11 identicon

Er nú engin sérstakur ESB aðdáandi. En vill láta á þetta reyna. Að ganga ekki til samninga er eins og að fara ekki að kaupa í matin vegna þess að hugsanlega væri það of dýrt. Senda sveit í að semja, koma heim með plaggið og þá getur umræðan hafist.

Semsagt, FLOTT, er alveg sammála!!!

Jón "Nonni" (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 00:23

12 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú talar um það Sigurður að þjóðin eigi rétt á að fá að vita hvað kemur út úr samningum við ESB.

Þetta er rétt hjá þér, það er að segja ef meirihluti þjóðarinnar vill það. Nú er það svo að nálægt 70% þjóðarinnar hefur ekki áhuga á því núna, á það fólk engan rétt?

Það hefur marg oft komið fram hjá fulltrúum ESB, alveg frá því við lögðum inn umsóknina, að það er ekki um neinn eiginlegan samning að ræða, einungis hugsanlegt samkomulag um frestun á einhverjum atriðum. Þetta hafa fulltrúar ESB marg sagt og þeir sem ekki kannast við það hafa einhvern óskiljanlegan eiginleika til að geta lokað eyrunum þegar eitthvað er sagt sem ekki hentar þeirra hugsun!

Gunnar Heiðarsson, 17.6.2010 kl. 06:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 113911

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband