2.7.2010 | 17:39
Nú er nóg komið af einkarekstri sem hið opinbera fjármagnar
Það hefur lengi verið deilt um einkarekstur og opinberan rekstur. Frægasta einkavæðing undanfarinna ára var þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson afhentu gjörsamlega óhæfu og spilltu liði þrjá banka sem voru áður í eigu ríkisins. Eftirleikinn þekka allir sem vilja þekkja en nú er að koma í ljós að stór hluti þjóðarinnar vill stinga höfðinu í sandinn og svæfa minnið. Annars gæti ekki Sjálfstæðisflokkurinn verið stærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi eins og skoðanakannanir gefa til kynna. Svo vel gengir að dáleiða fólk að fjölmargir eru farnir að trúa því að það séu núverandi stjórnarflokkar, Samfylking og Vinstri grænir, sem eigi sökina á hruninu haustið 2008.
Hlutskipti þessara tveggja flokka er að greiða úr flækjunni og reisa landið upp eftir hrunið. Kannski er ekki einkennilegt að þeir flokkar sem hafa tekið þetta risavaxna verkefni að sér og þar með að gera fjölmargar óvinsælar ráðstafanir sem koma hart niður á landsmönnum, fái heldur slaklega útkomu í skoðanakönnunum. Það sem þar vekur ekki síður athygli er að Framsóknarflokkurinn heldur ekki kjörfylgi sínu frá síðustu alþingiskosningum.
En aftur að upphafinu, einkarekin fyrirtæki á kostnað þess opinbera.
Fyrst skal telja Guðmund og Byrgið hans. Þar var farið æði fjálslega með opinbert fé og þá kom það óhugnanlega í ljós; eftirlit hins opinbera með því fé sem Guðmundi í Byrginu var afhent var lítið sem ekki neitt. Anað dæmið er Guðmundur og Götusmiðjan. Þar á eftir að kafa til botns til að fá sannleikann upp á yfirborði. Nýjasta dæmið er Menntaskólinn Hraðbraut sem fær stóran fjárhæðir úr ríkissjóði. Ólafur Johnsen, sá er rekur skólann, hefur tekið til sín stóran hluta af opinbera framlaginu og kallar það "arðgreiðslur". Þarna eiga auðvitað að gilda sömu lög og í fyrirtækjarekstri; þar sem skólinn þarf opinberan styrk er óheimilt að greiða út arð eins og í fyrirtæki sem rekið er með tapi.
Hvað leyfi höfðu forráðmenn Sólheima í Grímsnesi til að taka stórar fjárhæðir af opinberum ríkisstyrk til að byggja kirkju (kristna að sjálfsögðu) á staðnum? Ef það er eitthvað sem ekki skortir í uppsveitum Árnessýslu þá eru það kristnar kirkjur. Það er krans af þeim í kringum Sólheima, nefnum nokkrar, Borg, Skálholt, Torfastaðir, Mosfell og Úthlíð.
Nú er verður óráðsíunni að linna og það strax.
2.7.2010 | 09:28
Stríðið gegn lúpínunni verður að stöðva
Líklega í fyrsta skipti get ég tekið undir það sem Halldór Jónsson verkfræðingur í Kópavogi segir á bloggi sínu og setti inn hjá honum þessa athugasemd:
Halldór, það er æði sjaldan að ég er sammála þér en nú er ég það svo sannarlega. Ég veit ekki undir hvað á að flokka eyðileggingu harðgerðustu og duglegustu landgræðslujurt Íslands sem ásamt melgresinu hefur grætt upp land með undraverðum árangri, þarna er á ferðinni heimska ásamt fordómum. Þessi vitleysa er líklega runnin undan rifjum Hjörleifs Guttormssonar en það skiptir ekki höfuðmáli hvaðan vitleysan kemur; það verður að stöðva þess bévítis heimsku sem er álíka vitlaus og hvalveiðibannið sem harðjaxlinn Kristján Loftsson hefur nú brotið á bak aftur.
En þessi áróður gegn lúpínunni er því miður búinn að ná tökum á ótrúlega mörgum landsmönnum og þó nokkur sveitarfélög, í svipinn man ég eftir Ísafirði, eru farin í stríð gegn þessari duglegu landgræðslujurt. Ekki veit ég hvers vegna þessir tveir embættismen, Sveinn og Jón, láta draga sig inn í þessa vitleysu. Ég hef spurnir af því að skógræktarmen hafi fordæmt þessa heimsku og vonandi getum við sett traust okkar á Jón Loftsson skógræktarstjóra, þessa vitleysu, stríðið gegn lúpínunni, verður að stöðva.
Tek undir með þér Halldór að sem flestir ættu að kíkja inn til Ágústar H. Bjarnasonar, í hans kolli virðist skynsemin jafnan ráða ríkjum, farið inn á www.agbjarn.blog.is.
Bloggfærslur 2. júlí 2010
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar