Nú er nóg komið af einkarekstri sem hið opinbera fjármagnar

Það hefur lengi verið deilt um einkarekstur og opinberan rekstur. Frægasta einkavæðing undanfarinna ára var þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson afhentu gjörsamlega óhæfu og spilltu liði þrjá banka sem voru áður í eigu ríkisins. Eftirleikinn þekka allir sem vilja þekkja en nú er að koma í ljós að stór hluti þjóðarinnar vill stinga höfðinu í sandinn og svæfa minnið. Annars gæti ekki Sjálfstæðisflokkurinn verið stærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi eins og skoðanakannanir gefa til kynna. Svo vel gengir að dáleiða fólk að fjölmargir eru farnir að trúa því að það séu núverandi stjórnarflokkar, Samfylking og Vinstri grænir, sem eigi sökina á hruninu haustið 2008.

Hlutskipti þessara tveggja flokka er að greiða úr flækjunni og reisa landið upp eftir hrunið. Kannski er ekki einkennilegt að þeir flokkar sem hafa tekið þetta risavaxna verkefni að sér og þar með að gera fjölmargar óvinsælar ráðstafanir sem koma hart niður á landsmönnum, fái heldur slaklega útkomu í skoðanakönnunum. Það sem þar vekur ekki síður athygli er að Framsóknarflokkurinn heldur ekki kjörfylgi sínu frá síðustu alþingiskosningum.

En aftur að upphafinu, einkarekin fyrirtæki á kostnað þess opinbera.

Fyrst skal telja Guðmund og Byrgið hans. Þar var farið æði fjálslega með opinbert fé og þá kom það óhugnanlega í ljós; eftirlit hins opinbera með því fé sem Guðmundi í Byrginu var afhent var lítið sem ekki neitt. Anað dæmið er  Guðmundur og Götusmiðjan. Þar á eftir að kafa til botns til að fá sannleikann upp á yfirborði. Nýjasta dæmið er Menntaskólinn Hraðbraut sem fær stóran fjárhæðir úr ríkissjóði. Ólafur Johnsen, sá er rekur skólann, hefur tekið til sín stóran hluta af opinbera framlaginu og kallar það "arðgreiðslur". Þarna eiga auðvitað að gilda sömu lög og í fyrirtækjarekstri; þar sem skólinn þarf opinberan styrk er óheimilt að greiða út arð eins og í fyrirtæki sem rekið er með tapi.

Hvað leyfi höfðu forráðmenn Sólheima í Grímsnesi til að taka stórar fjárhæðir af opinberum ríkisstyrk til að byggja kirkju (kristna að sjálfsögðu) á staðnum? Ef það er eitthvað sem ekki skortir í uppsveitum Árnessýslu þá eru það kristnar kirkjur. Það er krans af þeim í kringum Sólheima, nefnum nokkrar, Borg, Skálholt, Torfastaðir, Mosfell og Úthlíð.

Nú er verður óráðsíunni að linna og það strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thad er alveg rétt thad sem thú segir:  Sjálfstaedisflokkur og Framsóknarflokkur og bjöllusaudir thessara flokka hafa grafid undan og eydilagt sidferdi og efnahag thjódarinnar. 

En thví midur thá ertu of vongódur um ad fólk átti sig á hlutunum.  Fólkid er einfaldlega of heimskt.  Thad er thó haegt ad hugga sig vid ad thetta heimska fólk hefur tapad og mun tapa á heimsku sinni.  Versta er ad saklaust fólk og hugsandi fólk dregst med fíflunum nidur í svadid.

Thví midur (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 18:46

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þú gleymir að nú hafa tveir bankar verið einkavæddir og mjög erfitt er að fá, hver fékk þá. Vogunarsjóðir eru sennilega sérstaklega spennandi samstarfsaðilar. Fyrstu  hugmyndir um einkavæðingu bankanna á sínum tíma var að selja þá almenningi í mjög hreyfðri sölu.  Meira að segja Davíð Oddson barðist fyrir þeim sjónarmiðum. Þá kom þessi krafa um kjölfestufjárfesta. Þú rifjar upp fyrir okkur hverjir börðust harðast fyrir þeim áherslum á þingi.

 Ég þekki rekstaraðila hjá hinu opinbera sem hafa sukkað og einnig hjá einkaaðilum. Ef rekstaraðilar vinna verk fyrir opinbera aðila þá þarf eftirlit. 

Mér sýnist þú vera að leggja til samfélag sem er án einkareksturs, en þú upplýsir okkur svona í lokin, hvort þú hafir unnið við pípulagnir sem opinber starfsmaður. Þú getur eflaust eftir langan starfsferil leiðbeint öðrum af reynslu þinni. 

Sigurður Þorsteinsson, 2.7.2010 kl. 18:59

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Annað hvort er maður á kafi í ríkisjötunni eða ekki. Sjálfstæðismönnum hugnast vel að vea á kafi í jötunni undir yfirskini sjálfstæðs reksturs.

Finnur Bárðarson, 2.7.2010 kl. 20:02

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nú veit ég ekki hvað hugnast Sjálfstæðismönnum, sjálfsagt er það misjafnt. Hins vegar er í blönduðu hagkerfi eins og er við líði í Skandinavíu mjög algengt að úthýsa verkefnum. Það er hafa tekist afar vel. Þetta fyrirkomulag er einnig í mörgum öðrum Evrópulöndum eins og Þýskalandi. Í Austur Þýskalandi forðum, sem líkist einna helst því kerfi sem núverandi ríkisstjórn er að koma á, var einkarekstur eitur í beinum ráðamanna. Sá hugsunarháttur hefur ekkert með norrænt velferðarkerfi að gera, heldur með sósíalískan hugsunarhátt.

Sigurður Þorsteinsson, 2.7.2010 kl. 21:34

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Vel á minnst ég óska ykkur til hamingju með tilmælin um vaxtakjörin. Eigendur lánafyrirtækjanna eru yfir sig kátir, á kostnað almennings í landinu. Auðvitað er þetta hluti af skjaldborg heimilanna.

Sigurður Þorsteinsson, 2.7.2010 kl. 21:40

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þú ert nú meiri ruglukollurinn Sigurður.  Að tala svona langt mál um ekkert er þó snilld.  Bankarnir voru seldir og þá átti að selja því ríkið á ekki að standa í atvinnurekstri nema sem snöggvast í nauðþurftum.  Það vissi eingin hvað svona bankar kostuðu því bankar höfðu ekki verið á almennum markaði  á Íslandi fyrr.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum verið stærstur flokka og það skalt þú ekki vanvirða, því það eru heiðarlegir Íslendingar með væntingar þar á bak við hvert atkvæði. 

Það er þin hugarburður að VG sé kennt um hrunið en SF á þar stórann hlut að afleiðinunum,  VG eru þó ekki alveg saklausir ef rétt er skoðað.  Hverjir voru það sem hömuðust gegn fjölmiðlalögunnum?  Það að hinn sjálfum glaði Ó. Grímsson hafnaði þeim gerði það að verkum að stjórn völd voru nánast ónýt og hefðu átt að segja afsér, önnur voru þeirra mistök ekki.

Fjölmiðlalögin voru þörf en að öðru leiti innanlandsmál sem hvaða ríkistjórn sem á eftir kom gat breitt. Þetta snilldarbragð Ó.Grímssonar að mæta ekki í brúðkaupið fyrir okkar hönd sem honum reyndar bar, heldur bíða hér í leynum  eins og köttur á veiðum, til að beita sér gegn lögum um reglu hér innanlands, það var hans endanlega falleinkunn.

Þú segir að það hafi orðið hlutskipti VG og SF að greiða úr flækjunni og það má til sannsvegar færa en  þau Steingrímur og Jóhanna fengu það umboð frá Pottaglömrurum, falsspámönnum og grjótkösturum enda árangurinn eftir því. 

En það ætu allir að vera farnir að sjá að þetta er bara verkefni eins og hvert annað verkefni sem við fólkið í landinu erum alla daga að kljást við og vorkennum okkur það ekki neitt.  

Hrólfur Þ Hraundal, 2.7.2010 kl. 22:00

7 identicon

Þessi ríkistjórn tók við vitandi að allt væri í steik og ætlaði heldur betur að laga málin.Þeim hefur tekist mjög vel að laga málin fyrir bankana en þeim kemur hin almenni borgari ekkert við enda eru samfylkinginn og vinstri grænir uppfullir af menntasnoppum og vanhæfum fábjánum(skoðið bara eintakið af heilbrigðisráðherranum sem var sett vegna sérstakra hæfileika til að segja já og amen við því sem henni var sagt að gera)Annað eins samansafan af fábjánum hefur ekki sést hér á landi og mun vonandi ekki sjást

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 01:26

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hrólfur Þ Hraundal.

 Þú segir í athugasemd þinni að kjósendur sjálfstæðisflokksins séu heiðarlegir Íslendingar en að kjósendur Samfylkingar og V-Grænna séu pottaglamrarar, falsspámenn og grjótkastarar.

Þvílík fáviska !  Eiginlega bara heimska.

Anna Einarsdóttir, 3.7.2010 kl. 09:34

9 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Hrólfur, það lýsir vel þinni málefnafátækt að þurfa að uppnefna og gera lítið úr viðmælanda þínum, ég held að ég sé langt frá því að vera "ruglukollur" en þeirri nafnbót slæmir þú á mig.

Það er mikið upp þær upphrópanir á blogginu og í samræðum manna að núverandi Ríkisstjórn sem Jóhanna Sigurðardóttir leiðir með dyggum stuðningi Steingríms J. Sigfússonar hafi "ekki gert neitt", þetta er mikið notaður frasi

Lítum á nokkur atriði:

• Atvinnuleysi er lægra en spáð var - undir meðaltali OECD. Vonast til að það verði jafnvel um eða undir 8% að meðaltali á árinu.
• Halli ríkissjóðs var 200 milljarðar 2008 en stefnir í 90 milljarða á þessu ári.
• Verðbólga er nú 5.7% og hefur ekki verið lægri í 3 ár og vextir hafa lækkað úr 18,5% í 8.0% og hafa ekki verið lægri í 5 ár.
• Gengið hefur styrkst, gjaldeyrisforði aukist og mögulegu greiðslufalli ríkisins verið forðað.
• Væntingar eru um að heildartekjur ríkissjóðs 2009 verði mun hærri en gert var ráð fyrir eða um 440 milljarðar í stað 398 milljarða.

Sigurður, við höfum lítið verið sammála hér á blogginu en mér hefur fundist þú samt í flestum tilfellum malefnalegur. Þess vegna kemur mér á óvart að þú skulir snúa út úr mínum orðum en þú segir:

Mér sýnist þú vera að leggja til samfélag sem er án einkareksturs

Þú veist vel að þetta hef ég hvergi sagt, þetta er lítilsigldur útúrsnúningur.

Það sem ég er að gagnrýna í mínum upphafspistli er að það er nóg komið af einkareknum fyrirbærum sem þó eru á framfæri ríkisins, oft með litlu eða engu eftirliti hvernig opinberu fé er varið. Meirihluti atvinnurekstrar á Íslandi er einkarekstur sem betur fer. Ég er svo miklu eldri en þú Sigurður og get þess vegna rifjað upp fyrir þér ýmsar gamlar einkasölur sem Ríkið rak, það var til einkasala á bílum og það er ekki svo langt síðan símtæki og útvörp mátti aðeins ein stofnun flytja inn og selja,  Viðtækjasala ríkisins.

Það er algjör óþarfi að flýja til alræðisríkisins Austur-Þýskalands til að finna þessar fyrirmyndir, þær voru allsráðandi í ýmsum atvinnugreinum hér á Íslandi.

Og hvað stjórnmálaöfl stóðu fyrir þessari þjóðnýtingu?

Reyndar var það þinn hjartkæri flokkur Sigurður, Sjálfstæðisflokkurinn.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 3.7.2010 kl. 10:41

10 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Menn verða bara að gera sér grein fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn er einn mesti sósíallistaflokkur sem um getur..þessi flokkur jarðar við kommúnistaflokk..en hann er það ekki..en það er svo í öllum málum svo kristall tært..að hans verk skulum við dæma...þeir sem halda öðru fram...vita bara ekki betur..hvað er frjálshyggja (sem er ekki til á Íslandi) og hvað er ekki frjálshyggja.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 3.7.2010 kl. 11:07

11 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurður þú gagnrýnir einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Ég gagnrýni framkvæmdina, bæði hlut Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og áherslur Samfylkingarinnar um kjölfestufjárfesta sem varð ofaná. Hafi sú einkavæðing verið vafasöm er einkavæðing bankanna nú enn vafasamari. Getur verið að yfirfærslan frá  gömlu til nýju bankanna kosti hundruð milljarða m.a. þar sem ekki var gert ráð fyrir þeirri réttaróvissu sem um gengistryggingu var. Þetta gerist þrátt fyrir að skýr teikn voru um að dómur félli lánastofnunum í óhag. Þá á eftir að skoða hvers konar útrásarvíkingar eru í eigendahópi nýju bankanna.

Við skoðun á einkavæðingu á Norðurlöndunum þá er það mjög vel þekkt að rekstareiningar eins og skólar og leikskólar eru reknir af einkaaðilum. Þetta fyrirkomulag er að sjálfsögðu undir eftirliti eins og hjá hinu opinbera. Reynslan hefur verið þessu fyrirkomulagi mjög hagstæð. Þessar rekstareiningar eru oft sviegjanlegri og njóta vinsælda hjá notendum. Hérlendis hefur þetta verið prófað m.a. hér í heilsugæslu í Kópavogi með mjög góðum árangri. Þetta fyrirkomulag er eins og eitur í beinum kommúnista sem vilja færa okkur í draumaland sitt. Það má vel vera að þú sért ekki kommúnisti, en þú tekur undir sjónarmið þeirra gegn fyrirkomulagi því sem hefur verið að þróast á Norðurlöndum. 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert mjög mörg mistök, bæði hvað varðar framkvæmd einkavæðingar og á öðrum sviðum. Hef valið það að kjósa flokka eftir frammistöðu þeirra hverju sinni, og tolli afar illa í hjarðmennsku flokkana. 

Frammistaða núverandi flokka í Icesave, í enduruppbygginu atvinnulífsins, í sköpun atvinnutækifæra og nú í viðbrögðum við dómi Hæstaréttar, er þannig að ég er í hópi 69% þjóðarinnar sem styð ekki þessa ríkisstjórn. 

Sigurður Þorsteinsson, 3.7.2010 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 113865

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband