Hvað þarf að brenna margar Biblíur til að mótmæla eða bæta fyrir glæpi og hryðjuverk kristinna manna?

Kolruglaður preláti í Florida vestra, sem stýrir 50 manna söfnuði, hefur sett heiminn á annan með hótun um að brenna slatta af Kóraninum, hinni helgu bók íslam. Sá hinn sami klerkur ætti að líta sér nær og hugleiða hve margar Biblíur, helga bók kristinna, þyrfti að brenna til að mótmæla framferði kristinna manna frá þeim tíma að kristin trú var fundin upp eða í nálægt 2000 ár. Þar á ég ekki við afbrot kristinnar kirkju, það er sérkapítuli, heldur verk kristinna manna sem vissulega höfðu oft presta með í för til að réttlæta verk sín.

Nýjasta dæmið er Íraksstríðið, einhver versti glæpur kristinna manna, Bush og Blair, á síðari tímum. Íraksstríðið var háð undir merkjum þess að koma þyrfti fyrir kattarnef Saddam Hussein einvaldi í Írak sem hafði vissulega marga glæpi á samviskunni. Ástæðan var sú uppgefin að finna þyrfti eiturvopn sem Saddam lumaði á en sem Bandaríkin höfðu á sínum tíma gefið honum, ætluð til að drepa Írani sem höfðu unnið sér það til óhelgi að koma frá völdum gjörspilltum keisara. Írak var á þeim tíma það ríki í Arabaheiminum þar sem lífskjör voru hvað best, menntun góð og kvenfrelsi á mun hærra stigi en í öðrum Arabalöndum. Í dag er Írak rjúkandi rúst, að sumu leyti er búið að skjóta landinu aftur á steinöld, lífskjör skelfileg, mannréttindi lakari en nokkurn tíma undir Saddam.

En Saddam var búinn með öll eiturvopnin sem Bandaríkin gáfu honum svo ástæðan gufaði upp en það skipti ekki svo miklu máli; Bush var alveg sama, hans raunverulega ástæða var að komast yfir olíulindir Íraks auk þess að sýna sinn sjúka hug, hann kallaði sjálfan sig stoltur "stríðsforseta".

Og dindillinn Tony Blair elti hann eins og tryggur smalahundur húsbónda sinn. 

Líklega eru ekki margir sem gera sér grein fyrir að mikið af erfiðleikum hinna ríku vesturlanda í dag eru "timburmenn" nýlendustefnunnar sem flestir hyggja að sé löngu liðin. En svo er aldeilis ekki, nýlendustefnan lifir sínu lífi og er nú að koma þessum dólgslegu hvítu kristnu drottnurum í koll. Á 18. og 19. öld og fram eftir þeirri 20. fóru hvítir kristnir vesturlandamenn eins og stormsveipur  yfir Afríku, Suður-Ameríku og stóran hluta Asíu, deildu þar og drottnuðu, frömdu hvarvetna skelfilega glæpi. Bandríkjamenn höfðu samið viðauka við Biblíuna. Þar var voru svartir menn skilgreindir sem "ekkimenn" sem heimilt var að taka, setja í hlekki og flytja nauðuga til Bandaríkjanna og gera þá að þrælum. Þetta var reyndar í samræmi við Biblína, það stendur í boðorðunum tíu að mann skuli ekki girnast "þræl eða ambátt" nágrannans, skýrar verður það varla að þrælahald er vel séð í Biblíunni

Hvíti maðurinn kristni strádrap frumbyggja gervallrar Ameríku og Ástralíu, allt var þetta gert í nafni Jesú Krists.

Já, það þyrfti dálaglegan stafla af Biblíum til brennslu ef það getur á einhvern hátt bætt fyrir glæpi og hryðjuverk hvítra kristinna manna.  


Hverjum var Hrunið 2008 að kenna?

Nú fara menn mikinn hér á blogginu og eflaust víðar skilst mér þar sem skýrsla Atla Gíslasonar og hans meðnefndarmann er að birtast. Margir bloggarar fara hamförum gegn þeim sem sátu í Ríkisstjórn Geirs Haarde fyrir Samfylkinguna. Þar hafa menn fundið sökudólgana, enginn er þó eins slæmur í þeirra augum og Össur Skarphéðinsson. Það má sjá fingraför eins manns á þessari herferð en það er fyrrum forsætisráðherra, fyrrum Seðlabankastjóri Davíð Oddsson. Það er merkileg söguskoðun að ætla að ráðherrar Samfylkingarinnar í Ríkisstjórn Geirs Haarde beri aðalábyrgð á Hruninu, tæplega minnst á að í sömu Ríkisstjórn sátu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem höfðu reyndar setið lengi í þeim stólum, fyrst undir forsæti Davíðs Oddssonar, síðan Halldórs Ásgrímssonar og síðast undir forsæti Geirs Haarde. Vissulega er pólitískt minni mann hérlendis heldur gloppótt, en Davíð Oddssyni finnst samt að það þurfi að skerpa á gloppunum og afvegaleiða sem flesta; fyrst og fremst að leiða athyglina frá því að hann bar mesta ábyrgð að rekstri þjóðfélagsins árum saman fyrir hrun.

Ætla menn nokkrum manni að meðtaka þann boðskap frá Hádegismóum að aðalsökudólgar Hrunsins í október 2008 séu þeir ráðherrar Samfylkingarinnar sem tóku sæti í Ríkisstjórn Geirs Haarde um mitt ár 207? Það er vissulega mannlegt að leiða athyglina frá sjálfum sér þegar slæm mál eru í farvatninu. En almenningur er ekki búinn að gleyma því að þeir sem bera meginábyrgð á Hruninu úr hópi stjórnmálamanna eru Davíð Oddsson og Halldór Ásrímsson. Fleiri lögðu þar hönd á plóg svo sem Finnur Ingólfsson, Valgerður Sverrisdóttir, Árni Matthiesen og Geir Haarde auk allra fjárglæframannanna í bönkunum.

Nú er spurningin þessi; á að setja Landsdóm yfir þeim sem voru ráðherrar í Ríkisstjórn Geirs Haarde sem tók við stjórnartaumunum um mitt ár 2007? Þeir sem þar sátu fyrir Sjálfstæðisflokkinn áttu miklu lengri setu í Ríkisstjórn en eru gjörðir manna frá þeim tíma fyrndar?

Sitja þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrómsson þess vegna í öruggu skjóli og þurfa ekki að svara fyrir gerðir sínar?


Bloggfærslur 10. september 2010

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband