Hvað þarf að brenna margar Biblíur til að mótmæla eða bæta fyrir glæpi og hryðjuverk kristinna manna?

Kolruglaður preláti í Florida vestra, sem stýrir 50 manna söfnuði, hefur sett heiminn á annan með hótun um að brenna slatta af Kóraninum, hinni helgu bók íslam. Sá hinn sami klerkur ætti að líta sér nær og hugleiða hve margar Biblíur, helga bók kristinna, þyrfti að brenna til að mótmæla framferði kristinna manna frá þeim tíma að kristin trú var fundin upp eða í nálægt 2000 ár. Þar á ég ekki við afbrot kristinnar kirkju, það er sérkapítuli, heldur verk kristinna manna sem vissulega höfðu oft presta með í för til að réttlæta verk sín.

Nýjasta dæmið er Íraksstríðið, einhver versti glæpur kristinna manna, Bush og Blair, á síðari tímum. Íraksstríðið var háð undir merkjum þess að koma þyrfti fyrir kattarnef Saddam Hussein einvaldi í Írak sem hafði vissulega marga glæpi á samviskunni. Ástæðan var sú uppgefin að finna þyrfti eiturvopn sem Saddam lumaði á en sem Bandaríkin höfðu á sínum tíma gefið honum, ætluð til að drepa Írani sem höfðu unnið sér það til óhelgi að koma frá völdum gjörspilltum keisara. Írak var á þeim tíma það ríki í Arabaheiminum þar sem lífskjör voru hvað best, menntun góð og kvenfrelsi á mun hærra stigi en í öðrum Arabalöndum. Í dag er Írak rjúkandi rúst, að sumu leyti er búið að skjóta landinu aftur á steinöld, lífskjör skelfileg, mannréttindi lakari en nokkurn tíma undir Saddam.

En Saddam var búinn með öll eiturvopnin sem Bandaríkin gáfu honum svo ástæðan gufaði upp en það skipti ekki svo miklu máli; Bush var alveg sama, hans raunverulega ástæða var að komast yfir olíulindir Íraks auk þess að sýna sinn sjúka hug, hann kallaði sjálfan sig stoltur "stríðsforseta".

Og dindillinn Tony Blair elti hann eins og tryggur smalahundur húsbónda sinn. 

Líklega eru ekki margir sem gera sér grein fyrir að mikið af erfiðleikum hinna ríku vesturlanda í dag eru "timburmenn" nýlendustefnunnar sem flestir hyggja að sé löngu liðin. En svo er aldeilis ekki, nýlendustefnan lifir sínu lífi og er nú að koma þessum dólgslegu hvítu kristnu drottnurum í koll. Á 18. og 19. öld og fram eftir þeirri 20. fóru hvítir kristnir vesturlandamenn eins og stormsveipur  yfir Afríku, Suður-Ameríku og stóran hluta Asíu, deildu þar og drottnuðu, frömdu hvarvetna skelfilega glæpi. Bandríkjamenn höfðu samið viðauka við Biblíuna. Þar var voru svartir menn skilgreindir sem "ekkimenn" sem heimilt var að taka, setja í hlekki og flytja nauðuga til Bandaríkjanna og gera þá að þrælum. Þetta var reyndar í samræmi við Biblína, það stendur í boðorðunum tíu að mann skuli ekki girnast "þræl eða ambátt" nágrannans, skýrar verður það varla að þrælahald er vel séð í Biblíunni

Hvíti maðurinn kristni strádrap frumbyggja gervallrar Ameríku og Ástralíu, allt var þetta gert í nafni Jesú Krists.

Já, það þyrfti dálaglegan stafla af Biblíum til brennslu ef það getur á einhvern hátt bætt fyrir glæpi og hryðjuverk hvítra kristinna manna.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég legg til að þú flytjir til Íran. Þar eru ekki "vondir" kristnir menn. Láttu mig svo vita eftir 2-3 ár hvernig gekk. Ok?

Guðmundur St Ragnarsson, 10.9.2010 kl. 14:50

2 identicon

Nei Guðmundur kominn og biður menn að flytja til Íran... Guðmundur, hvaða trú heldur þú að hafi drepið fleiri, kristni eða íslam?

Það er kristni... kristnir gengu um og myrtu fólk um allan heim... það var ekki fyrr en klerkaveldið var brotið á bak aftur.

Kynna sér söguna Guðmundur... kristni er klárlega blóðugustu trúarbrögð sem þekkjast... það eina sem aðskilur íslam og kristni.. eru nokkur hundruð ár....

doctore (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 14:57

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Hélstu að Kóranbrennslustöntið hafi verið til að "bæta fyrir einhvern skaða"?

"Hvíti maðurinn kristni strádrap frumbyggja gervallrar Ameríku og Ástralíu, allt var þetta gert í nafni Jesú Krists". Svona, svona er lýðræði vont af því að nú eru menn strádrepnir í nafni lýðræðis? Það er ekki djúp skoðun að telja yfirskynið ástæðuna. Það er meira að segja viðurkennt að öfga Islam sé meira yfirskyn en ástæða. Horfum til stjarnanna ekki á fingurinn sem bendir þangað.

Gísli Ingvarsson, 10.9.2010 kl. 16:04

4 identicon

Það þarf ekki milliliði til að Trúa á Guð

Brenna Má kóran og Bíblíu

Guð mun ekki saka

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 23:09

5 identicon

Það vantar oft í bloggfærslum þeirra sem gagnrýna þessa yfirlýstu Kóranabrennu, sem nota bene, hefur verið hætt við, að þarna var verið að mótmæla, ég endurtek MÓTMÆLA hryðjuverkin 11.september !!!! Þarna er ekki verið að hóta hryðjuverkum eða morðum gagnvart islamistum, heldur er þarna einfaldlega verið að framkvæma gjörning gagnvart morðum á þúsundum bandarískra þegna !!!

Ef við setjum okkur í þeirra spor finnst mér þetta vera mjög hófsöm aðgerð að brenna trúarrit í nafni mótmæla, og hafa vesturlandabúar verið meira en bara umburðarlyndir gagnvart brennum og hótunum frá þeim í okkar garð í gegnum árin :)

Brynja (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 00:15

6 Smámynd: Durtur

Brynja, heldurðu virkilega að 11. Sept sé ekki sorgardagur fyrir Múslima líka? Ég er ekki að segja að hann hafi ekki mátt brenna Kóraninn--sú athöfn er varin af stjórnarskrá Bandaríkjanna--en það er kjánalegt að kenna trú um athafnir örfárra einstaklinga sem stunduðu einhverja útúrsnúna útfærslu af henni. Ekki dæmi ég Kristna eftir athöfnum Jim Jones eða Phelps-fjöskyldunnnar, allavega. 

Tek undir með nafna (Gísla) og Æsi, báðir með góða punkta.

Durtur, 11.9.2010 kl. 04:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 113862

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband