Skýrsla nefndar Atla Gíslasonar um stjórnsýslu, hrunið 2008, og um hugsanlega ráðherraábyrgð og hvort kalla eigi saman Landsdóm hefur verið birt. Ég hef ekki séð skýrsluna ennþá en hef hlustað grannt eftir því hvað er sagt og ályktað í henni eins og fram kemur í fréttum. Ekki síður það sem EKKI er minnst á í skýrslunni, það er kannski það athygliverðasta. Undanfarið hefur verið rekinn þungur áróður fyrir því í blöðum og bloggum að hrunið sé að kenna Ríkisstjórn Geirs Haarde, samsteypustjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, sem mynduð var um mitt ár 2007. Atli Gíslason og meðnefndarmenn hans reka síðan smiðshöggið á þennan áróður með nefndaráliti sínu, sem að vísu ekki er samhljóða.
Eitt er víst. Þegar Þingvallastjórnin var mynduð 2007 var búið að stjórna þannig á Íslandi af stjórnmálamönnum og fjármáglæframönnum í bönkum og fjármálafyrirtækjum að Hrunið mikla var á leiðinni, aðeins spurning um hvenær blaðran mundi springa. Þar höfðu um vélað fjármálbraskararnir sem fengu óáreittir að braska með íslenska hagkerfið og raka til sín milljörðum sem nú er faldir í holum á Tortúla og öðrum skálkaskjólum sem finnast um víða veröld. Þar brást Seðlabankinn gersamlega, Fjármálaeftirlitið einnig og þær Ríkisstjórnir sem sátu að völdum frá aldamótum. En þrátt fyrir þessa óvefengjanlegu staðreynd, að grundvöllurinn að Hruninu var kyrfilega lagður á árunum eftir aldamótin, er ekki einn einasti af þeim ráðmönnum, stjórnmálamönnum og fjárglæframönnum, sem þá stýrðu öllu hérlendis nefndur á nafn í skýrslu nefndar Atla Gíslasonar.
Hvar er nöfnin Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Árni Mattheisen, Finnur Ingólfsson og Valgerður Sverrisdóttir í skýrslunni svo helstu arkitektar hrunsins úr röðum stjórnmálamanna séu nefndir.
Já, þetta er að takast með samræmdur áróðri í blöðum og bloggum að fá almenning til að gleyma hverjir ábyrgðina báru. Vissulega voru sekir menn í Þingvallastjórninni, helstu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru búnir að sitja í ráðherrastólum í fjölda ára, áranna þegar öllu var sleppt lausu og hin skelfilega fjármálabóla blásin upp, fjármálabólan sem sprakk með hvelli í október 2008.
En brást Þingvallstjórnin skyldum sínum?
Hún var með lokuð augun eins og nær allir landmenn sem horfðu með glýju á bóluna miklu og trúðu því bulli að Ísland væri á leið að verða ein helsta fjármálamiðstöð heimsins.
En átti Þingvallastjórnin ekki að grípa inn í þessa óheillaþróun sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru búnir að leggja grunninn að?
Jú, hún átti tvímælalaust að gera það. Að vísu hefði stjórnin og ráðherrar hennar verið úthrópaðir sem skemmdarverkamenn. Vegna þess einfaldlega að þá hefði Hrunið dunið yfir ári fyrr, segjum í október 2007. Grundvöllur að hruninu var lagður að kempunum sem ég taldi upp fyrr: Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Árni Mattheisen, Finnur Ingólfsson og Valgerður Sverrisdóttir. Enginn bar þó meiri ábyrgð en Davíð Oddsson sem lengstum var forsætisráðherra, í stuttan tíma utanríkisráðherra og síðast en ekki síst: Formaður bankastjórnar Seðlabankans.
En þessi framangreinda hjörð á greinilega að sleppa með öllu.
Þar sem ég er nýbúin að sjá Íslandsklukkuna í Þjóðleikhúsinu detta mér í hug þau fleygu orð sem Laxness leggur Jóni Hreggviðssyni í munn:
"slæmt er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti".
Bloggfærslur 12. september 2010
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar