Bar Ríkisstjórn Geirs Haarde, Þingvallastjórnin, ábyrgð á hruninu í okt. 2008?

Skýrsla nefndar Atla Gíslasonar um stjórnsýslu, hrunið 2008, og um hugsanlega ráðherraábyrgð og hvort kalla eigi saman Landsdóm hefur verið birt. Ég hef ekki séð skýrsluna ennþá en hef hlustað grannt eftir því hvað er sagt og ályktað í henni eins og fram kemur í fréttum. Ekki síður það sem EKKI er minnst á í skýrslunni, það er kannski það athygliverðasta. Undanfarið hefur verið rekinn þungur áróður fyrir því í blöðum og bloggum að hrunið sé að kenna Ríkisstjórn Geirs Haarde, samsteypustjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, sem mynduð var um mitt ár 2007. Atli Gíslason og meðnefndarmenn hans reka síðan smiðshöggið á þennan áróður með nefndaráliti sínu, sem að vísu ekki er samhljóða.

Eitt er víst. Þegar Þingvallastjórnin var mynduð 2007 var búið að stjórna þannig á Íslandi af stjórnmálamönnum og fjármáglæframönnum í bönkum og fjármálafyrirtækjum að Hrunið mikla var á leiðinni, aðeins spurning um hvenær blaðran mundi springa. Þar höfðu um vélað fjármálbraskararnir sem fengu óáreittir að braska með íslenska hagkerfið og raka til sín milljörðum sem nú er faldir í holum á Tortúla og öðrum skálkaskjólum sem finnast um víða veröld. Þar brást Seðlabankinn gersamlega, Fjármálaeftirlitið einnig og þær Ríkisstjórnir sem sátu að völdum frá aldamótum. En þrátt fyrir þessa óvefengjanlegu staðreynd, að grundvöllurinn að Hruninu var kyrfilega lagður á árunum eftir aldamótin, er ekki einn einasti af þeim ráðmönnum, stjórnmálamönnum og fjárglæframönnum, sem þá stýrðu öllu hérlendis nefndur á nafn í skýrslu nefndar Atla Gíslasonar.

Hvar er nöfnin Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Árni Mattheisen, Finnur Ingólfsson og Valgerður Sverrisdóttir í skýrslunni svo helstu arkitektar hrunsins úr röðum stjórnmálamanna séu nefndir.

Já, þetta er að takast með samræmdur áróðri í blöðum og bloggum að fá almenning til að gleyma   hverjir ábyrgðina báru. Vissulega voru sekir menn í Þingvallastjórninni, helstu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru búnir að sitja í ráðherrastólum í fjölda ára, áranna þegar öllu var sleppt lausu og hin skelfilega fjármálabóla blásin upp, fjármálabólan sem sprakk með hvelli í október 2008.

En brást Þingvallstjórnin skyldum sínum?

Hún var með lokuð augun eins og nær allir landmenn sem horfðu með glýju á bóluna miklu og trúðu því bulli að Ísland væri á leið að verða ein helsta fjármálamiðstöð heimsins.

En átti Þingvallastjórnin ekki að grípa inn í þessa óheillaþróun sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru búnir að leggja grunninn að?

Jú, hún átti tvímælalaust að gera það. Að vísu hefði stjórnin og ráðherrar hennar verið úthrópaðir sem skemmdarverkamenn. Vegna þess einfaldlega að þá hefði Hrunið dunið yfir ári fyrr, segjum í október 2007. Grundvöllur að hruninu var lagður að kempunum sem ég taldi upp fyrr: Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Árni Mattheisen, Finnur Ingólfsson og Valgerður Sverrisdóttir. Enginn bar þó meiri ábyrgð en Davíð Oddsson sem lengstum var forsætisráðherra, í stuttan tíma utanríkisráðherra og síðast en ekki síst: Formaður bankastjórnar Seðlabankans.

En þessi framangreinda hjörð á greinilega að sleppa  með öllu.

Þar sem ég er nýbúin að sjá Íslandsklukkuna í Þjóðleikhúsinu detta mér í hug þau fleygu orð sem Laxness leggur Jóni Hreggviðssyni í munn:

"slæmt er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sigurður Bandaríkjamenn eiga mestu sökina á hruninu. Engvir sáu í gegnum svika mylluna hjá þeym, en svo má deila um hvað hefði skeð hér ef við hefðum haft meyri tíma úr að spila, (en það er alltaf hægt að segja, ef og hefði) Ég held að við séum ekkert bættari með að draga þetta fólk fyrir dóm. Heldur ættu sem flestir að starfa sman að því að leisa málin, ég held að það séu til betri fjármálaspekulantar en þeyr sem starfa í Ríkisstjórn núna til að leisa málin það sér hver maður!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 12.9.2010 kl. 16:24

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mín persónulega skoðun er að eigendur bankanna, séu aðalpersónur og leikendur þessarar sögu.

Þeir hafi verið skuggastjórnendur landsins, í tíð Þingvallastjórnarinnar og hugsanlega fyrr - en það má vera að hluta ástæða þess að DO ákvað að fara yfir í Seðlabankann hafi verið að hann hafi áttað sig á, að þar innan væru hans völd meiri - eins og aðstæður í landinu voru orðnar.

Ég held að menn gangi of langt í að gera DO að allsherjar slæma náunganum. Ég held að þegar hann og HÁ seldu bankana, hafi þeir alls ekki með nokkrum hætti séð fyrir þá veferð er síðan hófst.

Þeir hafi alls ekki áttað sig á, hvílíkt fjárhagslegt og því pólit. vald eigendur bankanna myndu verða.

Að, í krafi síns fjármagns myndu þeir á endanum verða sterkari þ.e. valdameiri en sjálf ríkisstj. í landinu.

Ef þeir hefðu séð allt þetta fyrir, þá hefðu þeir skipað málum öðruvísi - því eitt er klárt að þeir 2. höfðu aldrei áhuga á að gefa völdin frá sér.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.9.2010 kl. 22:27

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er sérstaklega áhugavert að fylgjast með því hvernig bloggarar fjórflokksins reyna að blekkja sig frá fortíðinni. Nafni minn veit að fyrir kosningarnar 2007 var gerð skýrsla fyrir Samfylkinguna þar sem farið var yfir stöðu mála og hvað þyrfti að gera í framhaldinu. Þetta hefur m.a. Jón Baldvin Hannibalsson fjallað um nýlega. Samfylkingin fór inn í stjórnina og í stað þess að taka til við að lagfæra það sem úrskeiðis hafði farið, helltu ráðherrar Samfylkingarnar bensíni á bálið, þau Ingibjörg Sólrún, Össur, Björgvin og Jóhanna Sigurðardóttir. Voru gerð mistök fyrir 2007, sannarlega og mjög ámælisverð. Hafa verið gerð mistök í núverandi ríkisstjórn? Já, skelfileg. Jón Baldvin hefur sagt að ráðamenn Samfylkingarinnar verði að sýna manndóm, og bera ábyrgð. Hvað einstakir flokksauðir úr Þorlákshöfn hafa manndóm til verður að koma í ljós.

Sigurður Þorsteinsson, 13.9.2010 kl. 09:56

4 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Ég stend við það sem ég segi að framan að hvað sem Þingvallastjórnin hefði gert hefði hún einungis flýtt Hruninu mikla, líklega hefði það verið best að svo hefði farið, skaðinn var þegar skeður, ein aðalorsökin var glæpsamleg einkavæðing bankanna, ég er ekki i nokkrum vafa um að þar hafi glæpsamlegt athæfi át sér stað. En það er greinilegt að þú vilt, eins og svo margir hér á blogginu, draga athyglina sem mest frá verknaði þeirra Davíðs og Halldórs, reyna að svæfa almenning til að gleyma þeirra þætti. Þú mátt fyrir mér rausa um þennan gamla "fjórflokksfrasa". Ef þú hefur reglulega lesið mitt blogg þá hef ég ekki síður gagnrýnt flokksfélaga mína úr Samfylkingunni.

Það hefur löngum verið stafsháttur minni spámanna að reyna að lítillækka viðmælanda sinn. Þessi nafngift sem þú velur mér "flokksauðir úr Þorlákshöfn" lítillækkar mig ekki á nokkurn hátt en hún hækkar vissulega ekki risið á þér.  

Sigurður Grétar Guðmundsson, 13.9.2010 kl. 10:58

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurður Fyrir kosningar var Jón Sigurðsson fenginn til þess að stýra gerð bæklings um efnahagsmál, Jafnvægi og framfarir. Hafi ráðherraefni Samfylkingarinnar lesið bæklinginn sem var skrifaður á mjög einföldu máli, þá hefðu þeir vitað hvað þeir hefðu átt að gera og hvað ekki. Svona til þess að ræða málin á pípulagningamáli, þýddi þetta að það var kominn leki, og þá þurft að skrúfa fyrir vatnið, til þess að draga úr vatnskaðanum. Í efnahagsmálum er það svo að ef þingvallarstjórnin hefði tekið til hendinni hefði verið hægt að minnka skaðann umtalsvert.

Ég tek undir með þér að einkavæðing bankanna var mjög ámælisverð, en minni þig á að arfavitlausar hugmyndir um kjölfestufjárfesta komu frá Samfylkingunni. Svo er nýbúið að einkavæða bankanna aftur. Hafi fyrri einkavæðing verið skukk, sem hún var, þá er þessi sínu verri.

Flokksauðir hafa þann ágalla að koma nánast aldrei auga á gagnrýnisverða þætti hjá flokki sínum. Éta upp áróður flokksforystunnar gagnrýnislaust. Nú er mér ekkert illa við sauðfénað, en af ástæðum sem við skulum láta liggja á milli hluta treysti ég þeim ekki fyrir efnahagsmálum, og ég fengi þá ekki í störf iðnaðarmanna. Af hverju menn tileinka sér tilburði þessarar dýrategundar í pólitískri umræðu er nær óskiljanlegt.

Sigurður Þorsteinsson, 13.9.2010 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 113915

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband