12.2.2011 | 14:05
Hverjum datt upphaflega í hug sú reginvitleysa að brenna sorp?
Lengi vel hélt ég að Ísfirðingar væru þeir einu hér á landi sem settu upp og ráku SORPBRENNSLU. En þar fór ég villur vegar; sorpbrennslur eru miklu fleiri. Meira að segja er sorpbrennslan á Kirkjubæjarklaustri nánast sambyggð barnaskólanum, enda er varminn frá henni notaður til að hita upp skólahúsið og mun það vera eina sorpbrennslan hérlendis sem hirðir um að nýta þann mikla varma sem verður til við brennsluna.
En hugmyndin að brenna sorp er og hefur ætíð verið algjörlega galin. Svo það ætti engum með sæmilegt vit í hausnum að koma á óvart að sorpbrennsla getur aldrei orðið annað en mikill mengunarvaldur, svo hroðalegur mengunarvaldur að það hefur verið eyðilagður búskapur vestur í Skutulsfirði og nú skal hefja átak til að kanna heilsufar þeirra sem búa í nágrenni eða starfa við sorpbrennslurnar.
Það er hægt að eyða eða vinna sorp á margan annan hátt en að brenna því og þar er auðvitað nærtækast að urða það.
Það er athyglisvert að langsamlegasta stærsta sorpstöð landsins að magni, SORPA í Reykjavík, sem þjónar öllu höfuðborgarsvæðinu og vel það, hefur aldrei gert minnstu tilraunir til sorpbrennslu. Hins vegar er þar hafið framleiðsla á metangasi sem að sjálfsögðu kemur ekki til greina þar sem sorpbrennslur eru.
Það er vonandi að öllum SORPBRENNSLUSTÖÐVUM landsins verið lokað sem allra fyrst, við næstu áramót verða þær aðeins til í minningunni sem heimskra mann gjörð.
Í framtíðinni verður að gera átak um allt land að allt sorp verði flokkað þar sem það verður til hvort sem það er á heimilum eða fyrirtækjum. Þá verður auðveldara að beina hverjum flokki sorps í réttan farveg og örugglega engu í BRENNSLU.
12.2.2011 | 13:15
Herfileg misnotkun á póstlista frambjóðenda til Stjórnlagaþings
Fyrir kosningarnar til stjórnlagaþings varð til póstlisti hvar á voru póstföng nær allra frambjóðenda. Þetta var þarft framtak þá, frambjóðendur áttu að sjálfsögðu marga sameiginlega hagsmuni þó í samkeppni væru um hilli kjósenda. Nú eru kosningar að baki og meira að segja úrskurðaðar ógildar af hlutdrægum Hæstarétti, en ekki meira um það að sinni.
En nú brennur svo við að einhverjir óprúttnir náungar úr hópi frambjóðenda hafa tekið póstlistann traustataki til að berjast gegn samþykkt Icesave III á Alþingi og að samningurinn verði lagður undir þjóðaratkvæði.
Ég er ekki einn um það að mótmæla slíkri misnotkun á póstlistanum, inn til mín hafa streymt margir póstar þar sem einstaklingar mótmæla þessari misnotkun og krefjast þess að verða strikaðir út af listanum.
Ég er ekki nógu tölvufróður til að vita hvernig koma á í veg fyrir þessa misnotkun, ég sé að fjölmargir frambjóðendur vilja láta eyða póstlistanum, en er það hægt? Geta óprúttnir einstaklingar látið dynja yfir okkur áróður um alla framtíð?
Spyr sá sem ekki veit.
Bloggfærslur 12. febrúar 2011
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar