Ótrúleg langloka í Sjónvarpinu um lýðskrumarann Sturlu vörubílstjóra

Ég er vart farinn að trúa því enn að Sjónvarpið hafi tekið besta sjónvarpstímann í gærkvöldi til að sýna eitthvað lélegasta sjónvarpsefni sem nokkurn tíma hefur ratað á skjáinn í Sjónvarpinu og þarf mikið til að komast á lágpunktinn. Sýnd var mynd eftir þann gamla Kópavogsbúa Helga Felixson sem bar nafnið "Guð blessi Ísland". Í fyrsta lagi var mynd þessi ákaflega illa gerð, langloka sem tók hvorki meira né minna en 1 klst. og 40 mín. að sýna. Mikið efni var frá óeirðum og skrílslátum við Alþingishúsið, Hótel Borg, Lögreglustöðina og Stjórnarráðshúsið. Ekki fór á milli mála með hverjum hjarta kviðmyndgerðarmannsins sló. Fólk á fullan rétt á að mótmæla og halda útifundi en það er með ólíkindum hvað skríllinn, sem notaði tækifærið, fékk að starfa í skjóli þeirra sem fyrir útifundum stóðu, fékk að vaða uppi og tæplega mátti á hann anda. Ólíklegasta fólk tók upp hanskann fyrir skrílinn m. a.  mælti einn af núverandi ráðherrum, Álfheiður Ingadóttir, þáverandi óbreyttur Alþingismaður, skrílnum bót, skrílnum sem reyndi að brjótast inn í Lögreglustöðina við Hverfisgötu og hefur ekki tekið þann stuðning til baka. Þar var réðst skríllinn á Lögreglustöðina til að frelsa mömmustrákinn sem var í skrílnum með mömmu sinni,en hún lék stórt hlutverk í mynd Helga.

En aðalhlutverkið lék Sturla vörubílstjóri sem hefur tekist að ná ótrúlega langt með því að leika einhverskonar frelsishetju, en er þó fyrst og fremst lýðskrumari og hræsnari. Sturla gefur sig út fyrir að vera fórnarlamb hrunsins sem er langt frá öllum staðreyndum. Hann var þegar árið 2007 kominn í þrot með offjárfestingum m. a. með kaupum á einhverjum yfirgengilegasta vöruflutningabíl með vagni sem sést hefur hérlendis. Enda játuðu bæði kona hans og sonur að á árinu 2007 hefði fjölskyldan þegar alvarlega rætt um að flýja land.

Sturla vörubílstjóri þurfti ekkert hrun til að komast í þrot, hann væri maður að meiri ef hann viðurkenndi það opinberlega í stað þess að leika einhvern frelsandi engil sem í öðru orðinu ætlar að bjarga Íslandi en í hinu að flýja land.

Þetta kunna að þykja hörð orð en lýðskrumarar og hræsnarar hafa aldrei átt upp á pallborðið hjá mér. 

Ég ætla að vona að Sjónvarpið sjái að sér og bjóði ekki landmönnum upp á jafn illa gerða þvættingsmynd og sýnd var í gærkvöldi á besta tíma undir því slepjulega heiti "Guð blessi ísland".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir góðan pistill Sigurður Grétar. Ég gæti ekki verið meira sammála þér. Myndin er í rauninni bara hlægilega léleg í alla staði og ekki vottur af fagmennsku þar á ferðinni. Ég vil hinsvegar ekki gagnrýna myndina sjálfa þar sem öllum á að vera frjálst að leika sér með upptökuvél en að Ríkissjónvarpið skuli yfirleit sýna þessi ósköp er með ólíkindum svo ekki sé meira sagt!

Sigurður (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 13:29

2 identicon

Takk fyrir góðan pistill Sigurður. Ég gæti ekki verið meira sammála .Svo má ekki koma við þetta lið þá verður allt vitlaust. Ég held að svona fólk ætti að kynast því hvernig aðrar þjóðir taka á þesskonar liði. Ég skil ekki hvað lögreglan hafði mikla þolinmæði ,,,,þeir eiga þökk fyrir. 

Nonni (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 13:51

3 identicon

Takk fyrir frábæran pistill Sigurður.Þetta var fólkinu og þjóðinni til skammar hvernig þessi óþjóðalýður hagaði sér á þessum tíma bara til að koma VG að í ríkistjórn sem síðan hefur ekkert gert til að laga ástand hjá fólkinu í landinu.Sturla er alveg sér kapítuli út af fyrir sig,algjör sýndarenska allt sem hann hefur bullað,merkilegt hvað hann hefur fengið að væla í fjölmiðlum.Málið er það að fólk sem á virkilega erfitt lætur ekki sjá sig í sjónvarpi það hefur sómatilfininngu en ekki þessi lýður sem hagaði sér svona í kringum áramótin 2008/2009.

Margrét Helga (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 14:04

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Fólkið í myndinni á það sameiginlegt að það er allt farið til útlanda nema stjórnmálaskussarnir. Þeir eru hér enda á ríkiskaupi sem borgast með skuldasöfnun ríkisins.

Offjárfesting er landlægt vandamál og mikil fjárfesting á bak við hverja unna vinnustund. Algengt er að sjá pípulagningamenn á stórum fjölskylduvörubílum sem kosta 10 milljónir plús og með dýr og nýjustu tæki í bílnum en samt er framlegð hér næst minnst í Evrópu. Sama gildir auðvitað um bankana en löglegt verðsamráð þeirra og yfirmönnun þýðir auðvitað dýrustu vexti í heimi sem aftur leiðir til þess að íslensk fyrirtæki standast enga samkeppni nema fara reglulega í gjaldþrot.

Að vísu finnst mér þú gleyma því að bankarnir voru svindlarafélög sem hagræddu genginu og fóru svo í þrot en Ríkisvaldið stóð með þjófagengjunum og dældi í þau peningum og reddaði sérlögum. Á meðan sitja fórnarlömbum óvarin og oft án atvinnu nema auðvitað hinir 50.000. þúsund ríkisstarfsmenn. 

Einar Guðjónsson, 4.1.2010 kl. 14:25

5 identicon

Að mínu mati var þetta mjög góð mynd, og fróðlegt að horfa á hana.

Hvað Sturlu áhrærir má vel vera að hann hafi offjárfest eins og svo margir aðrir. En vandamál er það  að þegar fólk kaupir skoda en þarf að borga Land Cruser þá getur það tekið í pyngjuna.

Sigurður (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 15:09

6 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Ég held bara að strákarnir hafi bara sagt ósköp vel frá þessu tímabili. Bloggaðu heldur um hausaverksmiðjuna sem kemur rækilega í veg fyrir að fólk flytji til Þorlákshafnar.

Wolfang

Eyjólfur Jónsson, 4.1.2010 kl. 15:25

7 identicon

Myndin sýnir  því miður, hvað hægt er að fá óharðnaða unnlinga til að gera í æsingi og múgsefjun. Margir unglingar höfðu vit á því að skammast sín og huldu andlitið.  þessi ofstopi, ljóta hegðun og skemmdarverk, sem unnin voru af potta og pönnuunglingunum, var sannarlega ekki í þágu ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR. Maður var algjörlega agndofa á þessari hegðun og hvernig vari hægt að fá unglinga til þess að haga sér svona. Í dag vitum við betur, eftir að hafa fylgst með þjóðmálum 2009 og síðast degi Alþingis fyrir Jól. Þar mátti sjá niðurbrotið fullorðið fólk ,sem var þvingað til þess að fara gegn sinni eigin sannfæringu í boði valdhafa VG SF.   

ng (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 16:13

8 identicon

Án þess að ég leggi mat á einstaklingana sem fram komu í myndinni þá get ég verið sammála því að myndin sem slík er léleg; klárt drasl.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 17:59

9 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég var nú í byrjun að hugsa um að blogga um þetta en nennti því ekki.

Ég er feginn að einhver sagði sannleikann um þessa mynd og Sturlu!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.1.2010 kl. 18:29

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég var að tala um Icesave-svikalöggjöfina stjórnarskrárandstæðu, og á því orði átti vefslóðarvísunin að enda, en ekki byrja!

Jón Valur Jensson, 5.1.2010 kl. 01:46

12 Smámynd: Hrappur Ófeigsson

Alveg rólegir í að kalla alla sem mótmæltu unglinga, ég þakka samt skjallið.

Velkomnir í 2010.... þar sem uppgjörið á sér vonandi stað.

Þið gömlu kallar getið svo nöldrað og röflað á netinu meðan "fólk með pung" kemur þessu landi aftur í nútíðina.

Hefðum við verið með svona ónýta samningamenn þegar landhelgin var stækkuð væri hún sennilega ennþá 12 mílur.

Hrappur Ófeigsson, 5.1.2010 kl. 07:12

13 Smámynd: Hrappur Ófeigsson

.. vægast sagt sorglegt þegar menn sem eitt sinn höfðu hugsjón, nenna ekki lengur að drattast frá tölvunni til að taka púlsinn á þjóðfélaginu.

Hrappur Ófeigsson, 5.1.2010 kl. 07:14

14 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Jón Valur og Hrappur, eruð þið virkilega svo einfaldir að halda að við séum laus við ICESAVE skrímslið, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn bjuggu til, á þann einfalda hátt að fella frumvarpið frá 30. des. 2009 með því að Forseti vísi því til þjóðarinnar og hún felli það í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Ég hefði haldið að a. m. k. þú Jón Valur væri skynugri en það, en líklega þarna eins og svo víða í þínum málflutningi, tekur ofstækið völdin af skynseminni.

Hrappur, þú ert líklega einn af þeim ungu sem eru svo miklar geðluðrur að þora ekki að koma fram undir nafni, ekki ólíklegt að þú hafir farið um torg og stræti með lambhúshettu og grímu, þannig var kjarkur skrílsins sem æddi um í pottlokabyltingunni, réðst á lögregluna og vann skemmdarverk. Ég dreg stórlega í efa að þú eigir nokkra inneign til að niðra eldra fólk aðeins út af aldri þess, það sýnir aðeins á hvað lágu þroskastigi þú ert. 

Sigurður Grétar Guðmundsson, 5.1.2010 kl. 09:26

15 identicon

Sigurður, Icesafe hverfur ekki en það verður vonanadi hægt að ná sanngjarnari samningum sem við gætum hugsanlega ráðið við.

Það klikkaði að sýna tennurnar meira í ferlinu og ekki kokkgleypa allt sem að okkur var rétt.

Óskar (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 09:44

16 identicon

Sigurður Grétar Guðmundsson. Hvað heldurðu að þú sért? Ef þú kallar venjulegan fjöldskyldumann sem púlar fyrir hverjum eyri með blóði og svita lýðskrumara vegna þess að hann mótmælir þjófnaði mafíósa ættirðu virkilega að skammast þín. En ég veit að þú þarft ekki vilt ekki og getur ekki skammast þín vegna þess að þú heldur að þú sért trúlaus. En það skrítna er í allri þessari vitleysu að þá elskar Jesús þig af öllu hjarta. Þarna fékkstu perlu svínið þitt.
kveðja,
Jón bóndi. kýs að vera nafnalus vegna manna eins og þín illra hjartalausra refa.

Jón bóndi (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 10:29

17 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Ég skil vel að þú hafir ekki kjark til að koma fram undir nafni Jón bóndi. Þú ert ekki eini hugleysinginn sem skríður áfram eins og maðkur og sendir öðrum svívirðingar úr holu þinni. Þú ert hugleysingi með helgislepju á vörum.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 12.1.2010 kl. 17:07

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ljótt tal hjá þér, Sigurður, og ert reyndar ekki einn um það, en það afsakar þig ekki. Mig kennirðu við einfeldni og ofstæki, en hvað er meira ofstæki en að standa harður á því að samsinna þeim, sem vilja leggja hundruð milljarða króna á þjóðina og börnin okkar að ósekju? Er ég ofstækisfullur að andmæla þeirri ranghugsun?!

Og hefurðu ekkert tekið eftir því, að umheimurinn er allt í einu farinn að fræðast um það, hvernig brezk og hollenzk stjórnvöld hafa leikið okkur (með "kúgun" og "hroka", segir Eva Joly), og er nú farinn að taka afstöðu GEGN þeim? – jafnvel ritstjórar fínustu viðskiptablaða heims!

Lestu nú greinina þeirra Stefáns Más og Lárusar Blöndal í Mogganum í dag – og aðra eftir þá í gær! Og hlustaðu aftur á lokaorð Lárusar í Kastljósi í fyrrakvöld. Ég hef trú á því, að þú getir séð að þér.

Jón Sigurðsson forseti hefði aldrei gefizt upp í þessu máli.

Jón Valur Jensson, 13.1.2010 kl. 11:29

19 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Jón Valur, ljótt tal segir þú. En þú gerir engar athugasemdir við að Jón bóndi,  sem heggur úr launsátri nafnleyndar, segir að ég eigi að skammast mín og kallar mig þar að auki svín.

Það er sitthvað Jón eða séra Jón.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 13.1.2010 kl. 12:15

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, Sigurður, ég sagði líka í næsta orði: "ert reyndar ekki einn um það."

Jón Valur Jensson, 13.1.2010 kl. 23:56

21 identicon

Sæll Sigurður

Jú þátturinn var til skammar og það sem mér fannst sárast í byrjun þessa stríðs vörubílstjóranna var að fara af stað með öfugum formerkjum en ég benti Sturlu á að knýja fram úrbætur á misrétti undanþágureglna ESB um aksturs og hvíldartíma en ég vann við rannsóknir þessara mála og sendi harða pósta til þáverandi ráðherra þar sem ég taldi þennan undanþágukafla brot á stjórnarskrá.

Dæmi:Póstflutningar sem er í dag einkafyrirtæki er undanþegið og má sá bílstjóri aka með 30 tonn í einum áfanga Rvík-Egilsstaðir.

Annar bílstjóri með sama þunga og blandaðan farm hann verður að fylgja klukkunni nákvæmlega.  Það er bara ekki heil brú í svona ákvæðum og þeim gríðarlegum fjárhæðum sekta sem þessu fylgir.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband