Vigdís Hauksdóttir, haltu þig við þorskhausana

Vigdís, það var ömurlegt að fylgjast með þér í Kastljósi í gærkvöldi þar sem þú þrefaðir við Ólínu Þorvarðardóttur og eins og venjulega ert þú föst í þessu gamla hörmulega hjólfari gamalla hefða í pólitík; að vera á móti öllu sem pólitískir andstæðingar, Ríkisstjórnin, gera. Ég vona að augu þín opnist og þú sjáir hvað hver sá sem er í stjórnmálum verður sterkari ef hann fer að ræða hvert mál með rökum en ekki gamaldags röfli og framíköllum.

Vigdís, haltu þig að því sem þú ert best í. Þar á meðal er sú gamla kúnst að rífa herta þorskhausa. Við erum bæði snjöll í því eins og þú veist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Er henni treystandi í slíkt verk ?

Finnur Bárðarson, 27.3.2010 kl. 14:47

2 Smámynd: Gunnlaugur Bjarnason

Ertu að bjóða henni í heimsókn með fyrirsögninni ?

Gunnlaugur Bjarnason, 27.3.2010 kl. 15:24

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Vigga er alltaf velkomin til mín og sinnar gömlu samstarfskonu í blómaskreytingum, Helgu. En því miður á ég enga herta þorskhausa.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 27.3.2010 kl. 17:05

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er ekki komið að tómum kofanum hjá þér Sigurður frekar enn fyrri daginn :):)

Finnur Bárðarson, 27.3.2010 kl. 18:10

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ef þó sást viðtalið við þær Ólínu Þorvarðardóttur og Vigdísi Hauksdóttur og þér fannst Ólína Þorvarðardóttir vera málefnaleg í einræðu sinni. Þá skilur maður að fylgismenn ríkisstjórnarinnar telji að hún sé að gera eitthvað af viti. Við þurfum hins vegar ekki að hafa miklar áhyggjur, það fer að líða að næstu Alþingiskosningum og þá verður Ólínu sparkað út í hafsauga.

Sigurður Þorsteinsson, 27.3.2010 kl. 22:27

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Sigurður, þetta er málið, málefnalegt og innihaldsríkt innlegg, góður!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2010 kl. 22:35

7 identicon

Þetta er mjög málefnalegt hjá þér. Skil ekki hvað þið Samfylkingarliðar sjáið við galgopan og frekjuna hana Ólínu. Þú ættir að horfa á þetta viðtal aftur og þá sérðu hver var með framíköllin og frekjuna. Samfylkingin er ekki að gera neitt fyrir þjóðina nema að skemma hana. Hún er búin að kljúfa þjóðina í tvennt.

Erlingur25 (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 00:44

8 identicon

Regla nr. 1: "Allir í skóginum eiga að vera vinir" - eða ... er ég í vitlausu leikriti?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 01:25

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Grefill þú átt að vera í leikritinu Bjarni Ben er besti vinur barnanna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.3.2010 kl. 03:00

10 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Sá nú ekki þetta kastljós. En það kæmi mér rosalega mikið á óvart, miðað við það sem ég hef áður heyrt og séð til Vigdísar, ef hún hefur haft eitthvað gagnlegt fram a´færa?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.3.2010 kl. 07:42

11 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Sá nú ekki þetta kastljós. En það kæmi mér rosalega mikið á óvart, miðað við það sem ég hef áður heyrt og séð til Vigdísar, ef hún hefur haft eitthvað gagnlegt fram að færa?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.3.2010 kl. 07:43

12 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Erlingur. það er dapurlegt að leggja hatur á samtök eða einstaklinga, það segir meira um þann sem er svo lágkúrulegur að nota slík meðul en þá sem seiðurinn er lagður á. Auðvitað á maður ekki að elta ólar við fullyrðingar sem þessar:

Samfylkingin er ekki að gera neitt fyrir þjóðina nema að skemma hana. Hún er búin að kljúfa þjóðina í tvennt. (Tilvitnun í Erling)

Orsakir okkar miklu vandræða eru EKKI sök Samfylkingarinnar, orsökin er óstjórn og/eða stjórnleysi Ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknaarflokksins undir stjórn þeirra Davíðs og Halldórs. Hroðalegasta verk þeirra var hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna, ekki það að einkavæða þá heldur hvernig að því var staðið, það verður tæplega kallað annað en "rán um hábjartan dag". Samt höfðu þeir Davíð og Halldór tíma og rúm til að fylgja ruglaðasta forseta Bandaríkjanna í svívirðulegasta glæp síðustu ára, Íraksstríðinu. 

Sigurður Grétar Guðmundsson, 28.3.2010 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband