Með mínum minnisstæðustu dögum

Ég glaðvaknaði en vissi ekki af hverju. Klukkan sýndi að hún var ekki orðin sjö að morgni. Ég var í góðu yfirlæti hjá þeim Agli og Böggu í Skarði í Þykkvabæ. Það var svo langt að sækja skóla frá Sandhólaferju til Þykkvabæjar að okkur systkinunum frá "Ferju" var komið fyrir á bæjum í Þykkvabænum, sóttum skóla 2 vikur í senn og vorum heima næstu 2 vikur. Mér leið ákaflega vel hjá þeim sæmdarhjónum Agli og Böggu í Skarði, einnig í skólanum hjá Guðmundi Vernharðssyni.

En þetta var 29. mars 1947 og einhverra hluta vegna var ég skyndilega glaðvakandi og fékk verkefni til að leysa, verkefni í eðlisfræði. Þar sem ég svaf í Skarði hékk mikill olíulampi úr lofti. En það var nokkuð að gerast sem mér kom spánskt fyrir sjónir; lampinn rólaði fram og til baka og ég fór í mikil heilabrot. Ef ég hefði rekið mig í lampann þegar ég fór í rúmið þá hefði hann átt að stöðvast fyrir löngu. Þá rak Magga vinnukona inn nefið og sagði "Sggi, varðstu var við nokkuð? Ég neitaði því upptekinn í erfiðu eðlisfræðiverefni; af hverju rólaði lampinn til og frá. Ég fór á fætur, heimilisfólk var komið á fætur og stóð úti í blíðviðrinu.

Á austurhimni var mikið sjónarspil. Þar reis kolsvartur mökkur langt upp í loftið, lóðréttur norðan til eins og hamraveggur, en samfelldur mökkur til suðurs. Ekki hugsaði ég út í það þá að þessi kolsvarti mökkur mundi breiða svo úr sér og ná til Evrópu, Bretlands og Frakklands.

En gosið í Heklu var staðreynd, þessi fjalladrottning hafði verið stillt og prúð í meira en 100 ár en nú fannst henni tími til kominn að ræskja sig og það með það sterkum jarðskjálfta að hann hreyfði hressilega við olíulampanum í Skarði, eðlisfræðiþrautin var leyst. Ég fór í skólann og Guðmundur kennari og skólastjóri staðfesti að Hekla væri að gjósa. Veður var gott, stillt og bjart. En það breyttist skyndilega. Um kl. 9:00 sást ekki á milli húsa í Þykkvabæ.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Í Heklugosinu 1970 varð nokkuð öskufall norður í Húnaþingi. Þá upplifði ég það svartasta myrkur sem ég hef kynnst, þegar öskufallið kom ofaní nóttina. Myrkrið var nánast "þykkt" og áþreifanlegt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.3.2010 kl. 11:44

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sumt man maður betur en annað.  Ég sá Heklugosið 1970 í návígi.  Man eftir hrauninu flæða og að afi minn potaði í það með stafnum sínum og þá kviknaði í honum og það vakti skelfingu mína ! 

Ég var bara 6 ára.

Anna Einarsdóttir, 4.4.2010 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 113916

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband