Húsasmiðjan er málsfarssóði eins og fjölmargar aðrar verslanir

Í dag, á sumardaginn fyrsta, er opnuauglýsing frá Húsasmiðjunni í Fréttablaðinu. Rétt hefði verið að skanna fyrirsögnina og birta hana þannig en ég ætla ekki að eyða tíma í það. En fyrirsögnin er þessi:

TAX FREE

sumardaginn fyrsta!

AF REIÐHJÓLUM OG LEIKFÖNGUM

Setningin er ruglingsleg, auk þess hef ég aldrei skilið hve útlendar slettur eru orðnar algengar í auglýsingum verslana að ég ekki tali um málfar fólks í viðtölum í ljósvakamiðlum. Þar sýnist mér að sletturnar versni eftir því sem menntunarstigið er hærra.

Hvað er svona heillandi við að auglýsa TAX FREE, hvers vegna ekki að auglýsa VASK FRÍTT, Það gæti gengið eftir íslenskum málvenjum, styttingin Vaskur af Virðisaukaskattur hefur fyrir löngu unnið sér þegnrétt. Af hverju er svona miklu fínna að auglýsa OUTLET, hvers vegna ekki að nota gamla góða íslenska orðið ÚTSALA.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að málfarssóðarnir eru ekki í verslununum. Þeir eru í auglýsingastofunum. Þar sitja menn og konur sem hafa orðið hjarðmennskunni að bráð, þegar ein beljan mígur verður öllum mál.

En þeir sem auglýsingarnar kosta eiga að vera á verði og gera kröfur um að auglýsingar þeirra séu á góðu og gildu íslensku máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þarfa ádrepu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.4.2010 kl. 09:39

2 Smámynd: Hamarinn

Er ekki dálítið skrýtið að segja að verslanirnar séu málsfarssóðar?

Hamarinn, 22.4.2010 kl. 09:45

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þeim ber skylda að innheimta virðisaukaskatt. Þeir verða taka það skýrt fram við kaupandann að þeir innheimti virðisaukaskatt. Tæknilega séð mega þeir ekki auglýsa TAX FREE nema þá fyrir útlenda kaupendur sem geta fengið virðisaukaskattinn endurgreiddan þegar þeir fara út úr landi. Þarna er bara verið að slá ryk í augu neytandans - auðvita heitir þetta bara útsala eða rýmingarsala.

Það hefur hins vegar neikvæðan blæ yfir sér að vera stöðugt með rýmingarsölu. Gefur til kynna að verðlagning er almennt alltof há eða að rekstur fyrirtækisins er ekki góður.

Önnur fyndin dæmi: "NOVA - stærsti skemmtistaður í heimi" og "Ring - hringdu í 160.000 vini frítt"

Í báðum tilfellum er verið að leika sér að málfrelsi sem og rangfærslur. Í dæmi NOVA getur sími, frekar en garðsláttuvél, ekki verið staður! Í dæmi Ring er mjög ósennilegt að þú getir hringt frítt, hvað þá að þú eigir 160.000 vini! Það tæki þig rúmlega sex ár að spjalla við hvern og einn þeirra í 20 mínútur að því gefnu að þú þyrftir ekkert að sofa, borða eða vinna  ...og þá vill örugglega fyrsti vinurinn hafa samband við þig aftur! 

Sumarliði Einar Daðason, 22.4.2010 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband