Ætlum við ekkert að gera í að endurskipuleggja stjórnsýslu landsins?

Gallarnir í stjórnskipun landsins æpa á hvern mann. Strax eftir hrun var það almenn krafa að kallað yrði saman stjórnlagaþing en nú virðist sú krafa haf þagnað eða hún þögguð niður. Þær raddir hafa komið frá Alþingi að það sé ófært að fara að kalla saman Jóna og Gunnur til að setja landinu nýja stjórnaskrá, það sé skýlaust hlutverk Alþingis.

Það er þá ekki úr vegi að rifja upp afrekaskrá Alþingis í því mikla verkefni; að setja landinu nýja stjórnaskrá. Þetta hlutverk var því falið strax við lýðveldisstofnunina 1944 eða því sem næst og til að vera sanngjarn er sjálfsagt að rifja upp hvað þessi merka stofnun hefur gert. Alþingi hefur kjörið Stjórnarskrárnefndir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að ég held. En út úr því starfi hefur ekki komið nokkur skapaður hlutur, engar tillögur, engar hugmyndir.

Brotalöm

Mér finnst augljóst hvar brotalöm er fyrst og fremst í stjórnskipuninni. Í núverandi skipulagi hefur Alþingi látið kúga sig svo algerlega að það er ekki orðið annað en afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórn (framkvæmdavaldið) á hverjum tíma. Á því hefur engin breyting orðið eftir að núverandi Ríkisstjórn tók við. Þessu reyna alþingismenn að mæta með því að stunda malfundaæfingar af kappi, því meira sem sagt er því minna af viti. Fullyrt var í fréttum í dag að þingmannfrumvörp yrðu að fá blessum ráðherra til að fá umræðu og kannski afgreiðslu á þingi.

Efling Alþingis mikil nauðsyn

Ég ætla að leyfa mér að koma með þá tillögu að framkvæmdavaldið (Ríkisstjórn) og löggjafarvaldið (Alþingi) verði aðskilið þannig að Alþingi verði ekki framvegis afgreiðslustofnun fyrir Ríkisstjórn. Óneitanlega kemur upp í huga sú róttæka tillaga Vilmundar Gylfasonar að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu. Á þann hátt erum við að fjarlægjast þingbundnar Ríkisstjórnir, en þau tengsl þarf þó ekki að slíta að fullu. En eitt er höfuðnauðsyn; ráðherrar eiga ekki að sitja á Alþingi, þeir eiga að sinna sínum störfum en mæta fyrir Alþingi og einstökum þingnefndum þegar þeir eru þangað kallaðir. Tveir þingmenn, Siv Friðleifsdóttir og Björgvin Sigurðsson, hafa  lagt fram tillögur að breyttri stjórnskipan. Hvorutveggja tillögurnar, Sivjar um að þingmen afsali sér þingmennsku ef þeir verða ráðherrar og tillaga Björgvins um að gera landið að einu kjördæmi, eru kák eitt ef ekki kemur meira til. Ef ráðherrar eiga að segja af sér en sitja a samt á þingi þá getur lítill flokkur, segjum Framsóknarflokkurinn, stóraukið fjölda sitjandi fulltrúa á Alþingi eigi hann aðild að Ríkisstjórn. Ef landið er gert að einu kjördæmi er flokksræðið algjört, ég vil heldur una við það að einhver hafi tvöfaldan atkvæðisþunga. En það má leiðrétta þó landið sé ekki eitt kjördæmi.

Skipun Ríkisstjórnar

Vel má vera að við höldum í þingræðið en gerum a því endurbætur. Með því eins og sagt er að framan að ráðherrar sitji alls ekki á þingi. Þannig er sá möguleiki opnaður að ráðherrar séu ekki síður valdir utan þings en innan. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það hefur staðið stjórnlandsins fyrir þrifum að það sé nánast skylda að ráðherrar séu ætíð valdir úr hópi þingmanna. Hefur það sýnt sig á umliðnum árum að þar sitji endilega hæfasta fólki?

En þetta er aðeins brot af því sem þarf að endurbæta, það gerist ekki nema við hugsum málið og komum með hugmyndir, jafnvel djarfar hugmyndir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það vanntar ekki nýja stjórnarskrá, það þarf bara að lagfæra þá gömlu. 

Vegna þessarar fráleitu byltingarkenndu kröfu um nýja stjórnarskrá, gerist ekkert.

Hrólfur Þ Hraundal, 22.4.2010 kl. 16:53

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Það er nokkuð til í þessu hjá þér Hrólfur. Auðvitað má lengi deila um hvort við erum að laga áhaldið eða smíða nýtt. En líklega er það rétt hjá þér að þessi krafa um algjörlega nýja stjórnarskrá hefur orðið til þess að öllum hafa fallist hendur og þar við situr.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 22.4.2010 kl. 17:56

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það er aldeilis að pistlahöfundar á Morgunblaðinu eru vel auglýstir á mbl.is vefnum. Þú þarft ekki annað en að geyspa til að mbl bloggið setji það á besta stað.

Hvað varðar stjórnsýslu þjóðarinnar, þá er fyrsta skrefið að fara eftir þeim lögum sem þegar eru í gildi. Hrunið er ekki íslenskum lögum að kenna, heldur þeim sem gilda í ESB löndum, þessvegna á Icesave málið heima fyrir ESB dómstólum.

Guðrún Sæmundsdóttir, 23.4.2010 kl. 11:43

4 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Guðrún, það er vel farið yfir þessa dellu sem þú heldur fram, að regluverk ESB hafi eitthvað með bankahrunið að gera, í leiðara Ólafs Stephensen í Fréttablaðinu í dag. Það sem Ólafur segir þar er tekið upp úr Rannsóknarskýrslunni en eftir mína reynslu af þinni "nákvæmni" í málflutningi veit ég að þú munt halda áfram að berja höfðinu við steininn og halda fram því sem þér þóknast án tillits til staðreynda.

Ég hef ekki orðið var við að mér sé sérstaklega hampað á moggablogginu, langt frá því. Ég var vissulega pistlahöfundur á Morgunblaðinu í 16 ár en það eru þó nokkur ár síðan pistillin "Lagnafréttir" leið undir lok og reyndar er það sjaldan sem ég kemst á besta stað.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 26.4.2010 kl. 13:30

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sigurður, ég hef aldrei séð aðför að persónu nokkurs bloggara mbl. bloggsins birta með sama hætti og árásir þínar gegn mér.

Ég skil satt best ekki að segja í þér, hverslags dónaskap þú sýnir mér hér. Það er öllum ljóst að regluverk ESB var gallað, og það hafa lögfróðir menn sagt, bæði hérlendis sem og erlendis. Sem áskrifandi af Morgunblaðinu þekki ég ESB skrif Ólafs Stephenssen vel og rök hans duga ekki til í þessu máli, og það er afar slakur málflutningur hjá þér að geta ekki réttlætt þína skoðun öðruvísi en með ruddaskap.

Skýrslan hefur fært í ljós að ráðamönnum í Bretlandi var fullkunnugt um vinnubrögð íslenskættuðu bankana, og þar með eru þeir samsekir. Icesave málið á heima fyrir dómstólum ESB.

Hvað varðar Icesave bera íslenskættuðu bankarninr mikla sök en það gera stjórnvöld Bretlands og Íslands líka. Þessum málum er best fyrirkomið hjá dómstólum.

Guðrún Sæmundsdóttir, 26.4.2010 kl. 14:38

6 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Guðrún, hvenær hef ég sýn þér ruddaskap? Þú hefur stundum farið æði frjálslega með staðreyndir t. d. að regluverk Evrópusambandsins sé orsök að bankahruninu. Það er staðreynd sem kemur fram í Rannsóknarskýrslunni að það sem vantaði var að við á Íslandi settum okkur reglur sem byggðust á Evrópureglum en það gerðum við ekki. Bretar reyndu hvað þeir gátu að fá Landsbankann til að færa ICESAVE reikningana inn í banka sinn í London úr útibúi, þá hefðum við hérlendis ekki borið neina ábyrgð á Icesave. Það sem Ólafur Stephensen segir i sínum leiðara er tekið upp úr Rannsóknarskýrslunni þannig að ef rök hans duga ekki er þetta rangt í Rannsóknarskýrslunni.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 27.4.2010 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 113901

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband