30.4.2010 | 09:38
Hvergi í stjórnskipunarlögum er gert ráð fyrir meirihluta og minnihluta, hvorki í sveitarstjórnum né á Alþingi
Hanna Birna borgarstjóri í Reykjavík hefur sett fram þá hugmynd að eftir sveitarstjórnarkosningarnar í lok maí setjist menn niður og komi sér saman um stjórn Reykjavíkurborgar án þess að mynda meirihluta og þar af leiðandi engan minnihluta. Það hefur lengi verið talið að myndun meirihluta í sveitarstjórnum sé sjálfsagður hlutur en þannig var það ekki í árdaga þegar sveitarstjórnir voru að þróast. Heldri bændur, sem skipuðu hreppsnefndina, komu saman eftir mjaltir og tóku ákvarðanir, Auðvitað þróaðist það þannig að sumir höfðu meiri áhrif en aðrir í krafti síns persónuleika en allir höfðu áhrif. Meirihlutamyndun í sveitarstjórn er ákaflega ólýðræðislegt fyrirbæri. Í sjö manna sveitarstjórn kom fjórir sér saman um að þeir skuli ráða ölu, þrír skuli engin áhrif hafa. Ég held að menn ættu í alvöru að fara að skoða þetta ólýðræðislega stjórnskipulag, sem ekki byggir á neinum lögum, gagnrýnum augum. Það alvarlegasta er þó þegar einhverjir taka upp á því að "slíta" meirihlutasamstarfi, reka bæjarstjórann (borgarstjórann) með tilheyrandi kostnaði fyrir sveitarsjóð (borgarsjóð). Slíkir atburðir gerðust í Árborg og Grindavík á því kjörtímabili sem nú er að renna sitt skeið. En það er fagnaðarefni, og sýnir hve Hanna Birna er sterkur stjórnmálamaður, að hún skuli leggja í að nefna þetta vandamál með meirihluta og minnihluta í sveitarstjórnum. Það ætti þó ekki að koma á óvart; sirkusinn í Borgarstjórn Reykjavíkur á þessu nánast liðna kjörtímabili var með slíkum ólíkindum að égskil vel að Hanna Birna sé með með óbragð í munni eftir alla þá gerninga, slíkt rugl og vitleysa sem þar var í gangi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Heimspeki | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð ábending Sigurður, þetta er einmitt eitthvað sem einhverntíman skaut upp í hug mér . Hvernig í ósköpunum menn leyfa sér allt þetta vesen í myndun s.k. meirhluta í trássi við öll lög. Og það með ófyrirséðum kostnaði oft fyrir okkur skattgreiðendur eins og þú bendir á! Meiri- og minnihluti getur auðvitað myndast um einstök mál , en að það sé fyrirfram umsamið hvernig því skuli háttað hlýtur að teljast á hæpnum grunni!
Spurning um að einhver fórni sér í að kæra þetta háttalag formlega. Skyldu ekki vera kæruleiðir, allvega til viðkomandi ráðuneytis, en reyndar hef ég reynslu af að það er ekki líklegt til að taka óvilhallt á máli sem þessu. En auðvitað er ómálefnalegt að gefa sér slíkt fyrifram.
Kristján H Theódórsson, 30.4.2010 kl. 10:44
Það verður áhugavert að sjá, hvort myndun sameiginlegrar borgarstjórnar verður möguleg.
Spurning, hvernig það verður fyrir tiltekið grínframboð, að vera með þeim hætti, varpað beint í alvöruna.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.4.2010 kl. 15:31
Sæll Sigurður
Getur ekki verið að Hanna Birna sé bara svona viss um að tapa borginni í hendurnar
á Jóni Gnarr og sé að slá upp ryki þess vegna?
Ólafur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.