19.5.2010 | 14:43
Mikið umstang út af engu
Það er margt skrýtið í kýrhausnum. Það er allt í lagi og enginn tístir einu sinni þó útlendingar eignist öll hlutabréf í Marel eða Össuri. En að útlendingar eignist HS-orku er ekki það sama og útlendingar eignist auðlindir Íslands, þær eru efir sem áður í eigu þjóðarinnar. Ég stórefa að það sé hagkvæmara fyrir neytendur að Árni Sigfússon stýri HS-orku frekar en Kanadamaðurinn. Það er lítill vandi fyrir útlendinga sem eignast nær öll hlutabréf í Marel eða Össuri að segja einn daginn "við viljum ekki hafa okkar fyrirtæki á Íslandi, við förum með það til Bangladess". Engin getur sagt neitt.
En hvað með HS-orku?
Það fer enginn með það fyrirtæki burtu af Íslandi. Það vinnur úr íslenskum auðlindum og fari það burt er enga auðlindaorku að hafa. Kaupendur orkunnar eru rótfastir á Íslandi, Suðurnesjamen, Álver sem verða ekki svo auðveldlega flutt burtu á einni nóttu.
Það er dálítið broslegt þetta upphlaup Vinstri grænna vegna kaupa Kanadamannsins á HS-orku. Þetta er búið að liggja fyrir lengi að það mundi gerast og HS-orka var þegar að miklu leyti í útlendri eigu. Ég held að upphlaup Vinstri grænna komi þessari sölu sáralítið við.Þarna eru pólitísk átök til heimabrúks, innan flokksins og gagnvart samstarfsflokknum.
Hvernig í ósköpunum dettur nokkrum heilvita manni í hug að Ríkissjóður, sem á nánast eingöngu skuldir, fari að reiða fram 16 milljarða króna aðeins til að koma í veg fyrir að í stað þess komi 16 milljarðar í útlendum gjaldeyri inn í landið?
Ég mun sofa vært þó HS-orka sé í eigu Kanadamangsins, ekki ólíklegt að það væri æskilegt að fleiri íslensk fyrirtæki fengju slíkar útlendar vítamínsprautur.
En hvað um Vinstri græna? Það heyrist ekki hósti né stuna frá þeim um kvótamálið? Er allt í lagi þó þjóðin hafi verið rænd auðlind sinni, er það í lagi ef þeir sem rændu eru íslenskir og það langt fram í ættir og þar að auki rammasta afturhald semfyrirfinnst á landi hér?
Thor Jensen ætti varla nokkurra kosta völ að fá að nýta íslenska auðlind í dag. Var hann ekki danskur að uppruna, báðir foreldrarnir danskir og Thor fæddur í Danmörku?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð grein Sigurður.
VG Eru ævir nú stefnir kannski í að álverið fari að rísa fyrir alvöru þá fær fólkið vinnu það er ekki það sem vinstri grænir vilja þetta kallast uppbygging og það er eitur í steinaldarhugsun vinstri grænna þeir vita aðeins hvað það er að vera á móti á móti öllu sem gæti komið fólki til að sjá fyrir sér og sínum.
Jón Sveinsson, 20.5.2010 kl. 00:20
Ég held að Jón hitti naglann á höfuðið. Það hefur ekki reynst unnt að semja um raforkuverð við fyrirtækið því að það er í nokkurskonar gíslingu eigenda Glitnis. Með þessu kemst loksins skriður á framkvæmdirnar og það er það sem þeir óttast. Það er eins og þeim finnist allt til vinnandi að koma í veg fyrir atvinnu á Suðurnesjum. Ekki má fara í gagnaverið, ekki hýsa herflugæfingafélagið, ekki reisa álver, ekki leigja skurðstofur HSS, ekki reisa raflínur, ekki virkja Þjórsa..........
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 20.5.2010 kl. 06:14
VG er handónýtur flokkur snobbara sem þykjast vera vinstrimenn en eru hægrimenn.
Hamarinn, 20.5.2010 kl. 08:57
Marel og Össur eru ekki sambærileg fyrirtæki við orkufyrirtækin okkar.
Munt þú versla við þetta fyrirtæki þegar orkuverð hefur hækkað um 50% ?
Styður þú að erlent fyrirtæki fari að krukka í Kerlingafjöll ?
Ef auðlindir Íslands eru að gefa af sér arð, af hverju eigum við þá ekki að njóta hans sjálf ?
Anna Einarsdóttir, 20.5.2010 kl. 14:56
Anna.
Ef þetta fyrirtæki hækkar orkuverð um 50%, þá hætta menn að skipta við það, er það ekki?
Hamarinn, 20.5.2010 kl. 20:05
Anna, öll íslensk fyrirtæki eru sambærileg. Þó er sá munur að ef eigendur Össurar og Marels væru útlendingar gætu þeir flutt fyrirtækin úr landi í heilu lagi án þess að spyrja kóng eða prest en það getur Magma Energi ekki með HS-orku, annaðhvort verður það fyrirtæki rekið á sama stað eða ekki, það er ekki hægt að flytja það úr landi.
HS-orka sér ekki um að koma og selja rafmagni eða heitu vatni til almennings á Suðurnesjum, það gera HS-veitur sem ég held að sé í eigu sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Við eigum og munum fá arð i formi skatta af HS-orku, þannig fáum við arð af öllum fyrirtækjum á Íslandi sem langflest eru í einkaeign.
Er það þín skoðun að við eigum að þjóðnýta allan atvinnurekstur, öll fyrirtæki?
Össur og Marel eru í einkaeign, fáum við ekki arð af þeim fyrirtækjum í formi skatta?
Það er örugglega ekki á dagskrá að veita neinum fyrirtækjum, hvorki íslenskum né útlenskum, borunarleifi í Kerlingarfjöllum. Ásgeir Margeirsson forstjóri Magma tók það skýrt fram í Sjónvarpinu í gær. Það sem þar var um að ræða var að aðstoða íbúa Hrunamannahrepp við leit að heitu vatni til að efla ylrækt í hreppnum sem nú þegar er umtalsverð, en hugur þeirra stendur til að stórauka ylrækt og jafnvel að hefja framleiðslu á raforku ef til þess finnstur jarðvarmi
Sigurður Grétar Guðmundsson, 20.5.2010 kl. 20:58
Í einföldu máli er ég þeirrar skoðunar að við eigum að þjóðnýta allar náttúruauðlindir landsins - og að arðurinn af þeim renni til þjóðarinnar.
Flestallir Íslendingar eru sammála mér.
Anna Einarsdóttir, 20.5.2010 kl. 21:39
Allar hitaauðlindir og orkulindir í fljótum landsins eru í rauninni þjóðnýttar í dag. Landsvirkjun á ekki þau fljót sem hún hefur reist vatnsorkuver í svo dæmi sé tekið. Magma hefur ekki eignast eitt einasta % í náttúruauðlindum landsins en fá að nýta orkulind líklega til 40 ára þó upphaflegur samningur segi 65 ár, vonandi tekst að breyta því. Orkuveita Reykjavíkur á ekki orkulindirnar sem hún fær að nýta á Hellisheiði, þar framleiðir OR orku á nákvæmlega sama hátt og HS-orka á Svartsengi. Þrátt fyrir mismunandi eignarhald rennur arðurinn til þjóðfélagsins. Hins vegar hafa þau orkufyrirtæki sem nánast öll eru í Íslenskri eigu skilað sáralitlum tekjuafgangi. En hagkvæmnin fyrir landsmenn alla er að geta fengið rafmagn til að elda og lýsa og heitt vatn til upphitunar, þar liggur okkar stærsti ávinningur, þar liggur okkar arður Eignarhald á virkjunum skiptir ekki öllu máli. Ég hef búið í Þorlákshöfn í 8 ár. Fyrir um 35 árum var ráðist í að leggja hitaveitu ofan úr Ölfusi niður í þorpið. En skömmu áður en ég kom í Þorlákshöfn seldi sveitarfálagið hitaveituna og kaupandinn var Orkuveita Reykjavíkur. Þetta var mikið hitamál, voru menn að fórna gullgæsinni og yfirráðunum yfir henni? Auðvitað var þetta hárrétt gjörð að selja. Sveitarfélagið fékk peninga í kassann, rekstraröryggi jókst og verð á heitu vatni hefur haldist lágt.
Anna, eigum við ekki að reyna að fara að komast að kjarna málsins en ekki láta einhvern misskilinn þjóðernisrembing og tilfinningar ráða gerðum okkar.
Hvorki þú eða ég getum fullyrt neitt fyrir "flesta íslendinga" en ég held samt að ég sé þér sammála, við ætlum að eiga okkar auðlindir til sjós og lands, en getum framselt nýtingaréttinn til einhvers árafjölda og þá sé ég ekki muninn á því hvort sá sem nýtir orkulindina er íslenskur eða útlenskur, get jafnvel treyst þeim útlenda betur í vissum tilfellum.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 20.5.2010 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.